Fréttamaður

Dóra Júlía Agnarsdóttir

Dóra Júlía er fréttamaður á Lífinu á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Hefur hannað fyrir Miley Cyrus og Erykah Badu

Textílhönnuðurinn Ýr Jóhannsdóttir eða Ýrúrarí hefur vakið mikla athygli víðs vegar um heiminn fyrir einstakar peysur sínar en hennar einkenni er að gefa gölluðum flíkum nýtt og flottara líf. Mynd af peysu Ýrar fór sem eldur um sinu um Internetið fyrir nokkrum árum og leiddi það meðal annars af sér viðskipti við Miley Cyrus og Erykah Badu og viðtal við Vogue. Blaðamaður ræddi við Ýr eða Ýrúrarí en hún verður með sýningu á HönnunarMars í ár.

Ís­lensk skart­gripa­hönnun á besta stað í New York

„Okkur þykir þetta vera mikill heiður og það er mjög spennandi fyrir lítið íslenskt fyrirtæki að fá svona tækifæri,“ segir gullsmiðurinn Rós Kristjánsdóttir. Hún á skartgripafyrirtækið Hik&Rós ásamt Helga Kristinssyni gullsmíðameistara en þau voru nýlega að byrja að selja hönnun sína í glæsilega verslun á besta stað í New York borg.

Kemur beint frá París með vistvæna tísku­strauma

„Markmið mitt er að geta fært reynsluna mína inn í framtíðina með von um betri og sjálfbærari leiðir til að búa til klæðnað,“ segir fata-og textílhönnuðurinn Ása Bríet Brattaberg. Hún hefur verið að gera öfluga hluti í tískuheiminum úti og segist með námi sínu og reynslu hafa aflað sér framúrskarandi tæknilegrar og skapandi þekkingar.

Hámhorfið: Hvað eru grafískir hönnuðir að horfa á?

Enn einn sunnudagurinn runninn upp og úrvalið af sjónvarpsefni heldur áfram að aukast Lífið á Vísi heldur áfram að taka púlsinn á fjölbreyttum hópi fólks í Hámhorfinu. Í dag er rætt við grafíska hönnuði sem luma á ýmsum góðum hugmyndum. 

„Frá nagla­lakki hjá ömmu í iðnaðar­mann í skítugum fötum“

Stílistinn, hönnuðurinn og lífskúnstnerinn Alexander Freyr Sindrason hefur gríðarlegan áhuga á tísku og hefur meðal annars hannað fatnað á poppstjörnuna Patrik Atla eða PBT. Hann elskar hvernig tískan getur brotið upp á hversdagsleikann og gert lífið skemmtilegra en Alexander er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

„Með því að vera með honum varð ég meira ég sjálf“

„Ég þurfti ekki að vera eitthvað annað eða eitthvað betra. Ég fékk að blómstra í sjálfri mér með því að vera með einhverjum öðrum, það voru svona tilfinningar sem ég hafði ekki upplifað áður fyrr,“ segir tónlistarkonan Guðrún Ýr Eyfjörð, betur þekkt sem GDRN, um samband sitt við sambýlismann sinn og barnsföður.

Mynda­vél frá afa al­gjör fjár­sjóður

Markaðsstjórinn og tískuskvísan Maja Mist er mikið töskukona og hefur fjárfest í nokkrum hátískutöskum í gegnum tíðina. Hún opnar tösku sína fyrir lesendum Vísis í fasta liðnum Hvað er í töskunni?

Sjá meira