Fréttamaður

Dóra Júlía Agnarsdóttir

Dóra Júlía er fréttamaður á Lífinu á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Endurreisn Beyoncé færir hana nær toppnum

Beyoncé situr í öðru sæti íslenska listans þessa vikuna með nýjasta smellinn sinn Break My Soul. Lagið er að finna á nýútgefnu plötunni RENAISSANCE og hækkar sig um sex sæti á milli vikna.

„Ég gef ekki ráð“

Bjarni Snæbjörnsson er lífskúnstner mikill en hann hefur sem dæmi vakið athygli fyrir söngleik sinn Góðan daginn faggi ásamt því að syngja Pride lagið í ár, Næs. Fyrir Bjarna er sannleikurinn mesti innblásturinn og hann elskar að læra eitthvað nýtt um sjálfan sig. Bjarni á enga hefðbundna daga og elskar hreyfingu, hollan og góðan mat og hugleiðslu. Bjarni Snæbjörnsson er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum.

Steypir saman danstónlist við dramatískar sögur af fangelsisvist

Tónlistarkonan Ingibjörg Friðriksdóttir, jafnan þekkt sem Inki, var að senda frá sér plötuna Brotabrot en platan byggir á viðtölum við fyrrum fanga kvennafangelsisins. Með plötunni steypir Inki frumsamdri tónlist, umhverfishljóðum fangelsisins og viðtölum við fyrrum fanga í dansvænt, hiphop-skotið tónverk sem spyr ágengra spurninga um tengsl fangavistar og afþreyingar. Blaðamaður tók púlsinn á henni og fékk að heyra nánar frá þessu óhefðbundna verkefni.

Ástin í öllum sínum formum

Parið Unnur Guðrún Þórarinsdóttir og Sigríður Hermannsdóttir sameina krafta sína í þágu hinsegin samfélagsins með sölu á listaverkum. Salan rennur til Samtakanna '78 og Hinseginleikans, sem bæði vinna mikilvægt og kraftmikið starf. Blaðamaður tók púlsinn á þeim Unni og Sigríði.

Kvenkyns rokkarar slá til ærandi veislu fyrir augu og eyru gesta

Hljómsveitirnar Mammút og Kælan Mikla tilkynntu á dögunum tónleika sem haldnir verða í Gamla Bíói 16. september næstkomandi. Er þetta í fyrsta sinn sem böndin taka höndum saman þar sem þau munu spila það helsta af sínum ferlum í kraftmikilli, þungri og ærandi veislu fyrir augu og eyru gesta. Blaðamaður tók púlsinn á Ásu Dýradóttur í Mammút.

Stuðlabandið springur út í Brasilíu

Hljómsveitin Stuðlabandið vakti athygli á Kótelettunni nú í júlí þegar þeir tóku hið sígilda barnalag Í larí lei og allt ætlaði um koll að keyra en atriðið var tekið upp á myndband sem birtist á vefsíðunni Youtube. Lagið er upphaflega gefið út af brasilísku tónlistarkonunni XUXA og heitir Ylarie en í kjölfar óvæntrar atburðarrásar birti hún myndbandið af Stuðlabandinu á Instagram síðu sinni. Blaðamaður heyrði í Fannari Frey meðlim Stuðlabandsins.

„Hér munu hlutir fæðast“

Listakonan Júlíanna Ósk Hafberg opnar svokallað pop-up stúdíó og gallerí að Bankastræti 12. Hún fagnaði þrítugs afmæli sínu í síðustu viku og í tilefni af því mun hún halda sameiginlegt afmælisteiti og opnun á galleríinu í dag frá klukkan 17:00-20:00. Blaðamaður tók púlsinn á Júlíönnu og fékk að heyra nánar frá.

„Hin lifandi list er auðvitað bara lífið sjálft“

Listmálarinn Margrét Jónsdóttir stendur fyrir sýningunni ÓBÆRILEGUR LÉTTLEIKI TILVERUNNAR í Gallerí Gróttu. Í list sinni er hún stöðugt að túlka það sem hún skynjar í umhverfinu, þjóðfélagsstöðu sinni og samfélaginu.

Sjá meira