Menning

Fólk þurfi einbeittan brotavilja til að koma augu á falin listaverk

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Pétur Geir skoðar samspil ljóss og skugga á lágmynd frá sér.
Pétur Geir skoðar samspil ljóss og skugga á lágmynd frá sér. Skjáskot/Vísir

Pétur Geir Magnússon er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst, þar sem hann ræðir meðal annars um ástríðu sína fyrir lágmyndum og hvernig hann hefur þróað þessa ástríðu í listsköpun sinni.

„Undirmeðvitundin mín fór að pæla í þessu - og er enn að pæla í þessu,“ segir Pétur um lágmyndirnar en föðurbróðir hans bjó í Kópavogi í húsi þar sem er að finna stóra lágmynd eftir Sigurjón Ólafsson og þar kviknaði lágmynda áhuginn fyrst.

„Mér fannst svo gaman hvað þessi blokk var falleg og af hverju var þetta ekki á hinum blokkunum?“ rifjar hann upp.

Lokaritgerð Péturs í listaháskólanum fjallaði um lágmyndir þar sem hann kafaði dýpra í þetta leynda áhugamál sitt.

„Það sem er svo skemmtilegt við þetta áhugamál er að þetta er á ótrúlegustu stöðum skilurðu. Þetta er á einhverjum skrítnum hliðum á frystihúsum og á bak við bílskúra, þannig þú þarft alveg einbeittan brotavilja til að finna þetta,“ segir Pétur sem setti sér það listræna markmið að koma lágmyndinni inn í nútímalegt form sem getur svo hangið innrammað á veggjum heimila.

Þættirnir KÚNST með Dóru Júlíu rannsaka hinar ýmsu víddir listsköpunar, ólíka listmiðla og sköpunargleði hjá íslenskum samtíma listamönnum ásamt því að fá að skyggnast bak við tjöldin og heyra um persónulegt líf þeirra.


Tengdar fréttir

Listasýningar með ömmu í æsku kveiktu á sköpunargleðinni

Lágmyndir hafa heillað listamanninn Pétur Geir Magnússon frá ungum aldri og í dag hefur hann fært þær inn í nútímalegt form í listsköpun sinni. Pétur Geir, sem er búsettur og starfræktur í Stokkhólmi, er með bakgrunn í grafískri hönnun en kallar sig hagnýtan myndlistarmann og nálgast listaverk sín á einstakan hátt. Pétur Geir er viðmælandi í nýjasta þætti af KÚNST, sem er jafnframt fyrsti þáttur í seríu tvö.

KÚNST: Inn­sýn í fram­tíðar­heim listarinnar

Í þessum áttunda og jafnframt lokaþætti af Kúnst þar til í haust heimsóttum við útskriftarsýningu myndlistar- og hönnunarnema við Listaháskóla Íslands. Sýningin bar titilinn Verandi vera og var sýnd á Kjarvalsstöðum dagana 21. til 29. maí.

„Ég er ekkert að grínast, það er algjör alvara í þessu“

Listamaðurinn og lífskúnstnerinn Snorri Ásmundsson er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. Þar ræðir hann um lífið, listsköpunina, húmorinn, alvarleika lífsins og mikilvægi þess að fólk stimpli hann ekki sem einhvern grínista.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×