Fréttamaður

Dóra Júlía Agnarsdóttir

Dóra Júlía er fréttamaður á Lífinu á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Hvetur stráka til að hugsa vel um útlitið

Tónlistarmaðurinn Patrik var að senda frá sér sitt fyrsta lag, Prettyboytjokkó, fyrir rúmri viku síðan en lagið er komið í fjórtánda sæti Íslenska listans á FM. Blaðamaður tók púlsinn á honum og fékk að heyra nánar frá laginu.

„Engin ein rétt leið til að vera smart“

Margrét Mist Tindsdóttir, jafnan þekkt sem Maja Mist, lifir og hrærist í tískuheiminum en hún starfar nú sem markaðsstjóri hjá Húrra Reykjavík eftir nokkur ár í tískubransanum í Kaupmannahöfn. Henni hefur alltaf þótt skemmtilegt að klæðast kjólum og pilsum og finnst fjölbreytileikinn það skemmtilegasta við tískuna. Maja Mist er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

„Sé mig ekki fyrir mér gera neitt annað“

Kári Egilsson er 20 ára gamall tónlistarmaður sem byrjaði sjö ára gamall að æfa á píanó og hefur ekki litið til baka síðan. Kári var að senda frá sér plötuna Palm Trees In The Snow en blaðamaður tók á honum púlsinn og fékk að heyra nánar frá sköpunargleðinni og tónlistinni.

Þessi eru til­nefnd til Ís­lensku tón­listar­verð­launanna 2023

Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna voru tilkynntar rétt í þessu en fjölbreyttur hópur ólíks tónlistarfólks er tilnefnt í ár. Verðlaunin verða veitt í Silfurbergi, Hörpu, miðvikudaginn 22. mars næstkomandi. Kynnar á verðlaunahátíðinni verða leik- og söngdrottningin Selma Björnsdóttir og rapparinn og leiklistarneminn Kristinn Óli Haraldsson (Króli).

Brjóstin urðu fræg á augabragði

Hildur Hákonardóttir hefur með sanni farið eigin leiðir og rutt brautina í listheiminum hérlendis en með listsköpun sinni segir hún gjarnan sögur og er þekkt fyrir pólitísk verk sín. Hildur er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst, þar sem hún veitir innsýn í sögurnar á bak við listaverkin á yfirlitssýningu verka hennar, Rauður þráður, á Kjarvalsstöðum.

„Rússíbaninn heldur áfram“

Rafpopphljómsveitin Kvikindi ætlar sér að halda langþráða útgáfutónleika fyrir plötuna Ungfrú Ísland á Húrra 10. mars næstkomandi. Blaðamaður tók púlsinn á meðlimum sveitarinnar en það er sannarlega viðburðaríkt ár að baki hjá þeim.

Lokatölur atkvæðagreiðslu Söngvakeppninnar afhjúpaðar

Söngvakeppni Sjónvarpsins 2023 hefur nú birt niðurstöður kosninga frá undankeppnunum og lokakvöldinu. Diljá sigraði á öruggan hátt fyrir lagið Power með samtals 164.003 heildaratkvæði á úrslitakvöldinu þann 4. mars en lag Langa Sela og Skugganna, OK, hafnaði í öðru sæti með 95.851 atkvæði. 

„Hann var á betra kaupi en þær við það að horfa á þær vinna“

Listakonan, vefarinn og brautryðjandinn Hildur Hákonardóttir hefur haft mikil áhrif á íslenska listheiminn með einstökum og pólitískum verkum sínum. Hún hefur með sanni átt viðburðaríkt líf og er þekkt fyrir að hafa alltaf verið nokkrum skrefum á undan. Verk hennar prýða nú Kjarvalsstaði á yfirlitssýningunni Rauður þráður sem Sigrún Hrólfsdóttir sýningarstýrir. Hildur Hákonardóttir er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst.

„Bæði æðislegt og súrrealískt“

Herra Hnetusmjör og Friðrik Dór tróna á toppi Íslenska listans á FM þessa vikuna með nýja smellinn Vinn við það. Söngvakeppnis stjarnan Diljá fylgir fast á eftir í öðru sæti með lagið Power, sem hún flytur á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar í kvöld.

Reyndi áður fyrr að klæða kynhneigðina af sér

Lífskúnstnernum, tónlistarmanninum og förðunarfræðingnum Úlfari Viktori Björnssyni er margt til lista lagt. Á unglingsárunum var hann að eigin sögn að berjast við innri djöfla og þorði ekki að láta ljós sitt skína en í dag er hann óhræddur við að fara eigin leiðir og vera samkvæmur sjálfum sér. Úlfar Viktor er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Sjá meira