Félagsmálaráðherra boðar forsvarsmenn leigufélaga á sinn fund vegna hækkana Félagsmálaráðherra hefur fengið ábendingar víðsvegar að á landinu um að leigufélög hafi hækkað leiguverð óeðlilega mikið við endurnýjun samninga. Hann hefur boðað forsvarsmenn leigufélaga á fundi með sér og ákveður eftir þá hvort þörf sé á að ríkistjórnin bregðist sérstaklega við. 24.5.2018 19:15
MAST telur meðhöndlun skrautfugla ekki örugga og vill þá úr landi eða aflífaða ella Matvælastofnun ætlar ekki að meðhöndla skrautfugla sem hafa verið í sóttkví í Dýraríkinu í rúma þrjá mánuði vegna þess að fuglamítill fannst á einum þeirra. Ekki sé tryggt að meðhöndlun skili árangri. 24.5.2018 12:14
Sveitarfélaginu Hornafirði stefnt til að viðurkenna bótaskyldu og tjón metið á hundruð milljóna Fyrirtæki við Jökulsárlón fer fram á að sveitarfélagið Hornafjörður viðurkenni bótaskyldu vegna ólögmætra aðgerða á átta ára tímabili. Tjón fyrirtækisins hefur verið metið á hundruð milljóna króna. 23.5.2018 19:15
Dómsmálaráðherra segir stjórnvöld hafa brugðist við ábendingum um spillingu Dómsmálaráðherra segir að ýmsar úrbætur hafi veri gerðar eftir úttektir á spillingu hér á landi en hún sé hverfandi. Formaður Gagnsæis segir umtalsverða spillingu á lægri stigum og að litlar betrumbætur hafi farið fram. 23.5.2018 19:14
Mikill samdráttur í ferðaþjónustu og fyrirtæki leggja upp laupana Mikill samdráttur hefur orðið í ferðaþjónustu hér á landi milli ára og hefur sala á sérferðum jafnvel hrunið um tugi prósenta að sögn forsvarsmanna. Samtals hafa yfir tíu fyrirtæki í ferðaþjónustu hætt starfsemi á Laugavegi og við gömlu Höfnina síðustu mánuði. 20.5.2018 19:15
Gríðarlegar hækkanir á leigu við endurnýjun samninga Dæmi eru um að fasteignafélög tilkynni leigjendum um tugi prósenta hækkun á leigu við endurnýjun samninga. Lögmaður Neytendasamtakanna segir að afar miklar hækkanir hafi orðið á leigu síðustu ár og fólk þurfi stundum að flytja vegna þeirra. 19.5.2018 19:15
Nokkuð miðar í samkomulagsátt í kjaradeilu ljósmæðra Heilbrigðisráðherra segir að nokkuð miði í samkomulagsátt í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins. 19.5.2018 15:41
Ný þróunarmiðstöð eflir heilsugæsluna Heilbrigðisráðherra segir að ný þróunarmiðstöð heilsugæslu á landsvísu muni jafna aðgengi landsmanna að þjónustunni, efla gæði hennar og stuðla að nýjungum. Hún kynnti verkefnið í dag. Forstjóri heilbrigðisstofnunar Vesturlands telur miðstöðina verða lyftistöng fyrir heilsugæsluna í landinu. 18.5.2018 20:30
Hyggjast kæra yfirdýralækni fyrir brot á lögum um dýravelferð Eigendur Dýraríkisins hyggjast kæra yfirdýralækni MAST fyrir brot á lögum um dýravelferð nema viðkomandi fyrirskipi tafarlausa meðferð á innfluttum fuglum gæludýraverslunarinnar. Fuglarnir hafa verið í sóttkví í tæpa þrjá mánuði eftir að fuglamítill fannst á einum þeirra. 18.5.2018 20:00
Eyþór segir áherslurnar þær sömu Oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni neitar því að áherslur sínar og frambjóðanda í öðru sæti séu ekki þær sömu í öllum helstu grundvallaratriðum. 14.5.2018 23:50