Egill og Garima tennisfólk ársins Jólabikarmeistaramótið, síðasta tennismót ársins, fór fram í gær. Emilía Eyva Thygesen og Egill Sigurðsson stóðu uppi sem sigurvegarar einliða í meistaraflokki. Sá síðarnefndi var einnig útnefndur tennismaður ársins á lokahófi Tennissambands Íslands. Garima N. Kalugade var tenniskona ársins. 31.12.2024 20:02
FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk FBI hefur formlega varað stærstu íþróttadeildir Bandaríkjanna um skipulagða glæpahópa sem gera íþróttafólk að fórnarlömbum ránsferða sinna. Brotist var inn á níu heimili atvinnufólks í íþróttum frá september til nóvember. 31.12.2024 19:03
Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Stressið tók gjörsamlega yfir hjá Eiríki Stefáni Ásgeirssyni þegar uppáhaldslið hans Cincinnati Bengals fór í framlengingu gegn Denver Broncos, eins og hjartalínurit úr síma hans sýna. 31.12.2024 18:00
Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Michail Antonio, framherji West Ham í ensku úrvalsdeildinni, er laus af spítala eftir rúma þriggja vikna dvöl í kjölfar alvarlegs bílslyss. 31.12.2024 17:00
Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar LeBron James fagnaði fertugsafmæli sínu í gær. Hann er á tuttugasta og öðru tímabilinu í NBA en segist eiga nóg eftir, ef hann svo kýs. 31.12.2024 16:24
Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Martin Hermannsson endaði árið stigahæstur í 85-96 tapi Alba Berlin gegn Rostock Seawolves í þýsku úrvalsdeildinni í körfubolta. 31.12.2024 15:08
Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Matheus Cunha, framherji Wolves, hefur verið dæmdur í tveggja leikja bann fyrir hegðun sína eftir leik gegn Ipswich þann 14. desember. 31.12.2024 14:00
Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Magnus Carlsen mætti aftur, í glænýjum gallabuxum, á heimsmeistaramótið í at- og hraðskák í New York. Hann fékk sekt fyrir að keppa í gallabuxum og dró sig af þeirri ástæðu úr keppni síðasta föstudag. 31.12.2024 13:01
Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Dani Olmo mun að öllu óbreyttu missa leikheimild sína með Barcelona á morgun. Liðið áfrýjaði ákvörðun spænska knattspyrnusambandsins en var hafnað af dómstólum á Spáni. Kjósi Olmo að ræða við önnur félög er honum frjálst að segja upp samningi sínum og gera það á morgun. 31.12.2024 12:02
„Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Enzo Maresca, þjálfari Chelsea, þurfti að sætta sig við annað deildartapið í röð í gærkvöldi. Hann var svekktur með færanýtingu sinna manna en segir liðið í góðri stöðu eftir fyrri helming tímabilsins, þó einbeitingin sé ekki á titilbaráttu. 31.12.2024 11:32