Elías fiskaði vítaspyrnu og Brynjólfur sá gult í dramatísku jafntefli Elías Már Ómarsson fiskaði vítaspyrnu í uppbótartíma sem tryggði NAC Breda 1-1 jafntefli gegn Groningen í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Brynjólfur Darri Willumsson fékk gult spjald fyrir kjaftbrúk í þessum hádramatíska leik. 29.3.2025 18:05
Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Þór Akureyri tryggði sér sæti í úrvalsdeild karla í handbolta á næsta tímabili með 37-29 sigri gegn HK í lokaumferðinni. Þá er einnig orðið ljóst hvaða lið mætast í umspilinu um hitt lausa sætið. 29.3.2025 17:46
Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Willum Þór Willumsson var í byrjunarliðinu og Alfons Sampsted kom inn af bekknum hjá toppliði Birmingham í 4-1 sigri gegn Shrewsbury, neðsta liði League One deildarinnar á Englandi. 29.3.2025 17:03
Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum Elvar Örn Jónsson sneri aftur úr mánaðarlöngum meiðslum og var markahæstur í 27-22 sigri Melsungen gegn THW Kiel í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. Elvar skoraði sex mörk úr tíu skotum og gaf tvær stoðsendingar. 29.3.2025 16:43
Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Helmut Marko, helsti ráðgjafi forstjóra Red Bull í Formúlu 1, segir að heimsmeistarinn Max Verstappen sé ósattur með meðferðina sem liðsfélagi hans fékk. Liam Lawson var sendur aftur niður í ungmennaliðið eftir að hafa ekki fengið stig í fyrstu tveimur keppnunum. 29.3.2025 09:33
Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Að venju má finna fulla og fjöruga dagskrá á íþróttarásum Stöðvar 2 og Vodafone. Átta liða úrslit FA bikarsins, þýskur handbolti og fótbolti, golf og amerískar íþróttir. 29.3.2025 06:00
Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Nauðgunardómur brasilíska fótboltamannsins Dani Alves var í dag dæmdur ógildur eftir áfrýjun. Alves var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi á síðasta ári, hefur verið laus gegn tryggingu og í farbanni síðan þá, en er nú frjáls ferða sinna. 28.3.2025 23:31
Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Memphis Depay efndi til slagsmála með því að standa á boltanum, rétt áður en hann varð deildarmeistari með Corinthians í Brasilíu. 28.3.2025 22:48
Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina NBA liðið Memphis Grizzlies hefur ákveðið að reka sigursælasta þjálfara í sögu félagsins, Taylor Jenkins, þegar aðeins níu leikir eru eftir af tímabilinu og úrslitakeppnin framundan. 28.3.2025 18:31
Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Sveinbjörn Pétursson átti stórleik í marki Hapoel Ashdod sem var ísraelskur bikarmeistari í dag með 37-32 sigri gegn MK Holon í úrslitaleik. Akureyringurinn varði alls sextán skot í leiknum, þar af tvö víti. 28.3.2025 18:01