„Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Minn fyrsti bikarúrslitaleikur hérna heima, þannig að menn eru spenntir“ segir Hólmar Örn Eyjólfsson fyrirliði Vals fyrir úrslitaleikinn gegn Vestra sem fer fram á Laugardalsvelli í kvöld. Hann stefnir á að lyfta báðum titlunum sem eru í boði í íslenska boltanum og vonar að skellurinn gegn ÍBV í síðasta leik lyfti liðinu upp á tærnar. 22.8.2025 10:31
„Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ „Ég elska þetta, djöfull er gaman að vinna loksins aftur, búið að vera langt síðan“ sagði Valgeir Valgeirsson eftir 2-1 sigur Breiðabliks gegn Virtus frá San Marínó í umspili Sambandsdeildarinnar. Valgeir var allt í öllu, skoraði jöfnunarmarkið og fiskaði vítaspyrnuna sem vann leikinn. 21.8.2025 20:42
Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Breiðablik vann 2-1 gegn Virtus frá San Marínó í fyrri umspilsleik liðanna. Blikar voru mun betri aðilinn og hefðu hæglega getað unnið stærri sigur, en gáfu klaufalega vítaspyrnu og nýttu sín færi illa. Einvígið ráðast eftir viku í San Marínó en sæti í Sambandsdeildinni og um hálfur milljarður króna er undir. 21.8.2025 19:55
Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Eftir að hafa misst Eberechi Eze til erkifjandanna í Arsenal hefur Tottenham beint sjónum sínum að Morgan Rogers, besta unga leikmanni ensku úrvalsdeildarinnar, sem spilar fyrir Aston Villa. Hann myndi þó kosta meira en Eze og aðrir möguleikar eru í stöðunni. 21.8.2025 16:32
„Við erum ekki undir neinni pressu“ Virtus frá San Marínó er mætt hingað til lands fyrir umspilseinvígi gegn Breiðabliki upp á sæti í Sambandsdeildinni en framkvæmdastjóri félagsins segir enga pressu á leikmönnum að komast áfram, liðið hefur nú þegar náð sögulegum árangri. 21.8.2025 15:01
„Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Frændurnir Geir Guðmundsson og Guðmundur Hólmar Helgason hafa fylgst að nánast allan handboltaferilinn og eru nú báðir búnir að leggja skóna á hilluna. Þeir hafa ekki enn fengið nóg af hvorum öðrum og eru jafnvel meira saman eftir að hafa hætt í handbolta, en hvorugur er góður í golfi. 21.8.2025 10:31
Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Hætta þurfti leik í Suður-Ameríkubikarnum í nótt vegna óláta hjá áhorfendum. Slagsmál brutust út og heimatilbúnum sprengjum var kastað í stúkunni, milli stuðningsmanna frá Argentínu og Síle. Um níutíu voru handteknir og tíu fóru slasaðir á spítala. 21.8.2025 09:46
Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Haukur Helgi Pálsson er meiddur og hefur dregið sig úr íslenska landsliðshópnum sem fer á Evrópumótið í körfubolta. Almar Orri Atlason kemur inn í hans stað. 20.8.2025 14:51
Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Nú þegar rétt rúm vika er í að Ísland hefji leik á EM í körfubolta eru nánast allar landsliðstreyjur orðnar uppseldar á heimasíðu Errea á Íslandi. Markaðsstjóri fyrirtækisins segir eftirspurnina í ár hafa verið mun meiri en áður þegar Ísland hefur farið á EM. 20.8.2025 13:47
„Bara heilt maraþon eftir, þá er ég búinn með þrennuna“ Hlynur Andrésson varð um helgina sá fyrsti til að hlaupa tíu kílómetra hér á landi á minna en hálftíma. Hann segir það hafa verið góðan undirbúning fyrir stóra markmiðið, að setja brautarmet í Reykjavíkurmaraþoninu um næstu helgi. Met sem hefur staðið óhreyft í rúm þrjátíu ár. 20.8.2025 11:01