Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Þjálfarinn Wayne Rooney og enska félagið Plymouth Argyle hafa ákveðið að slíta samstarfinu. Hann mun því ekki þjálfa landsliðsmanninn Guðlaug Victor Pálsson áfram, eins og hann hefur gert hjá tveimur mismunandi liðum undanfarin tvö ár. 31.12.2024 10:49
Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik Russell Westbrook varð í nótt þriðji leikmaður NBA sögunnar til að skila af sér þrefaldri tvennu, án þess að tapa boltanum eða klikka á skoti, í 132-121 sigri Denver Nuggets gegn Utah Jazz. 31.12.2024 10:32
Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Ruben Amorim stýrði Manchester United í ensku úrvalsdeildinni sjöunda sinn í gærkvöldi og tapaði 2-0. Þetta var fjórða deildartapið frá því að hann tók við, sem enginn í þjálfari í sögu félagsins hefur verið jafn fljótur að gera. 27.12.2024 06:48
Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Heimsmeistaramótið í pílukasti hefst að nýju í dag. Þá verður þriðji þáttur Íslandsmeistara frumsýndur, kvennalið Breiðabliks er tekið fyrir, og Lokasóknin ætlar að fara yfir allt það helsta úr næstsíðustu umferð NFL deildarinnar. 27.12.2024 06:00
Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Tvöfaldur harmleikur hefur slegið skútusiglingakeppni sem fer frá Sydney til Hobart í Ástralíu, tveir keppendur létu lífið með sama hætti í aðskildum atvikum. Fjöldi keppenda hafði fyrir dregið sig úr keppni vegna veðurs. 26.12.2024 22:14
Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Liverpool nýtti tækifærið og er nú með sjö stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir 3-1 sigur gegn Leicester. Heimamenn lentu snemma undir en höfðu annars völdin á vellinum mest allan leikinn. 26.12.2024 22:00
Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Andri Lucas Guðjohnsen kom inn af varamannabekknum og skoraði eina mark KAA Gent í 1-3 tapi gegn USG. Þetta var fyrsta mark framherjans síðan í september. 26.12.2024 21:47
Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Aston Villa ætlar að áfrýja rauða spjaldinu sem framherjinn Jhon Duran fékk að líta í leik liðsins gegn Newcastle fyrr í dag. Þriggja leikja bann blasir við framherjanum. 26.12.2024 21:03
Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Jimmy Butler er talinn vilja fara frá Miami Heat áður en félagaskiptagluggi NBA deildarinnar lokar þann 6. febrúar. 26.12.2024 20:17
Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Wolverhampton Wanderers unnu 2-0 gegn Manchester United í átjándu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Fyrirliðinn Bruno Fernandes var rekinn af velli rétt áður en Úlfarnir tóku forystuna með marki beint úr hornspyrnu. 26.12.2024 19:31