Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Mikael Egill Ellertsson spilaði allan leikinn á miðjunni hjá Genoa í 3-2 tapi á útivelli gegn Lazio í 23. umferð ítölsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. 30.1.2026 22:00
„Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ „Mér fannst við eiga mjög góða möguleika í dag að vinna þetta“ sagði Gísli Þorgeir Kristjánsson eftir 31-28 tap Íslands gegn Danmerkur í undanúrslitum EM. Hann er ósáttur með margar ákvarðanir dómara leiksins. 30.1.2026 21:46
„Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Snorri Steinn Guðjónsson var sársvekktur eftir 31-28 tap Íslands gegn Danmörku í undanúrslitaleik EM í handbolta. Hann segist samt ekki hafa getað beðið um mikið meira frá strákunum, litlu hlutirnir féllu bara ekki með þeim. 30.1.2026 21:27
„Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Við hefðum klárlega getað unnið stærri sigur“ sagði Alfreð Gíslason eftir að hafa lagt Króatana hans Dags Sigurðssonar að velli í undanúrslitum EM í handbolta. 30.1.2026 19:23
Sigvaldi verður ekki með í kvöld Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari, hefur valið þá sextán leikmenn sem munu taka þátt í undanúrslitaleiknum gegn Danmörku í kvöld. 30.1.2026 18:46
„Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ „Menn eru búnir að berjast fyrir þessu mjög lengi, núna erum við komnir og við erum ekki hættir. Maður skynjar það alveg á strákunum“ segir Arnór Atlason, aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins fyrir slaginn gegn Danmörku í kvöld. Mögulega mun Ísland koma andstæðingnum aðeins á óvart. 30.1.2026 18:08
Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim Portúgal vann 36-35 sigur gegn Svíþjóð og tryggði sér þar með fimmta sætið á EM í handbolta, eftir mikinn baráttuleik. Martim Costa var markahæstur í leiknum og er markahæsti maður mótsins hingað til. 30.1.2026 15:45
„Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ „Ef þú myndir hitta hann úti á götu myndirðu ekki halda að hann væri einhver frábær handboltamaður, þú myndir frekar skjóta á að hann væri bókasafnsvörður“ segir Jóhann Gunnar Einarsson um Mathias Gidsel, einn besta leikmann Danmerkur sem mætir Íslandi í undanúrslitum EM í handbolta í kvöld. 30.1.2026 15:20
EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Ísland mætir Danmörku í undanúrslitum Evrópumótsins í handbolta í kvöld. Sérfræðingar spáðu í spilin í Pallborðinu á Vísi. 30.1.2026 13:30
Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Evrópska handknattleikssambandið hefur sent frá sér aðra yfirlýsingu, eftir reiðilestur Dags Sigurðssonar á blaðamannafundi fyrir undanúrslitaleik Króatíu og Þýskalands í gær. Sambandið lofar því nú að minnka leikjaálagið og bæta skipulagið. 30.1.2026 11:36