Fréttamaður

Agnar Már Másson

Agnar Már er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Ljós­myndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump

Hið minnsta sextán skrár hafa verið fjarlægðar af opinni vefsíðu bandaríska dómsmálaráðuneytisins sem höfðu verið opinberaðar í gær í tengslum við barnaníðinginn Jeffrey Epstein. Þar á meðal hefur skjal sem sýndi ljósmynd af Donald Trump Bandaríkjaforseta horfið af vefsíðu ráðuneytisins, en ekki liggur fyrir hvers vegna.

Banda­lag lista­manna lýsir yfir stuðningi við Dóru

Dóra Jóhannsdóttir, einn handritshöfunda sjónvarpsþáttanna Húsó, hefur birt bréf frá Bandalagi íslenskra listamanna sem lýsir stuðningi við mál hennar en RÚV og Glassriver hafa ekki brugðist við kröfu hennar um að nafn hennar verði birt í tengslum við Húsó. Hún segir að sér hafi verið boðnir samningar með greiðslu upp á fjórar milljónir, sem hún hafi hafnað.

Stefán út­varps­stjóri gáttaður á Stefáni út­varps­stjóra

Stefán Ernir Valmundarson, útvarpsstjóri Sýnar, furðar sig á því að Stefán Eiríksson, útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins, hafi þegar gefið út að ekki standi til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir að lagaheimild um slíkt hafi verið boðuð. Sá fyrrnefndi skrifar skoðanagrein á Vísi þar sem hann segir rökrétt að ríkið dragi sig úr samkeppnisrekstri þar sem einkamarkaður standi vaktina af fagmennsku.

Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela

Bandaríkjamenn hafa stöðvað og lagt hald á skip á alþjóðahafsvæði undan strönd Venesúela en þetta gerist aðeins nokkrum dögum eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti setti hafnbann á öll olíuflutningaskip til og frá Venesúela sem sæta refsiaðgerðum.

Bindur vonir við Vor til vinstri

Fráfarandi formaður Vinstri grænna vonar að vinstri flokkum í Reykjavík takist að stilla saman strengi undir framboðinu Vor til vinstri. Sjálf er hún að yfirgefa hið pólitíska svið eftir tuttugu ár í stjórnmálum. Undanfarið hefur hún verið að skrifa og hugsar sér jafnvel að gefa út bók enda þurfi að halda ýmsu til haga, eins og hún orðar það.

Systir og amma drengs í með­ferð létust í Suður-Afríku

Íslendingarnir sem létust í umferðarslysi í Suður-Afríku í vikunni voru þar til að heimsækja íslenskan dreng í fíknimeðferð. Systir drengsins og föðuramma létust í slysinu, en faðir hans liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi.

Byrjunarverð hjá NiceAir tæp­lega sex­tíu þúsund krónur

Endurreist NiceAir hefur flugtak í febrúar til þess að kanna áhugann á flugferðum milli Akureyrar og Kaupmannahafnar. Félagið verður rekið með öðrum hætti en fyrirrennari sinn. Höfuðstöðvar þess verða í Þýskalandi. Byrjunarverð á miða fram og til baka verður 400 evrur, eða tæplega 60 þúsund krónur.

Stofnunum fækkar um tuttugu

Um helmingur tillagna frá hagræðingarhópi ríkisstjórnarinnar verður að veruleika, samkvæmt skýrslu vinnuhóps. Ríkisstjórnin lofar 107 milljarða hagræðingu í ríkisrekstri yfir næstu fimm árin. Flest af því sem kemur fram í tillögunum hefur þegar verið kynnt, en verði af öllum áformum mun stofnunum fækka um tuttugu.

Sjá meira