Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Ökumaður var í nótt stöðvaður vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis og vímuefna en hann reyndist vera með börn sín í bifreiðinni. Lögregla hafði samband við barnaverndaryfirvöld sem sendu sína fulltrúa á lögreglustöð. 8.11.2025 07:27
Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Frjálslyndi D66-flokkurinn fær samkvæmt útgönguspám flest sæti á hollenska þinginu. Þannig gæti flokksformaðurinn Rob Jetten orðið landsins yngsti og fyrsti opinberlega samkynhneigði forsætisráðherra. Á sama tíma hefur Frelsisflokkur Geert Wilders tapað þriðjungi sinna þingsæta samkvæmt könnunum. 29.10.2025 23:54
Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Margir á suðvesturhorninu nýttu sér blíðskaparveður dagsins til útivistar, þó sumir af illri nauðsyn enda hafa margir þurft að skafa af bílnum eða moka snjó eftir fannfergi þriðjudagsins. Hress hópur ungra drengja ærslaðist í Laugardal, þar sem þeir höfðu útbúið sleðabraut. 29.10.2025 23:26
Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hið minnsta fjórir eru látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí vegna flóða af völdum fellibylsinss Melissu. Þetta staðfesta yfirvöld í báðum löndum. 29.10.2025 22:55
Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Fólk fær áfram að ráðstafa séreignarsparnaði sínum skattfrjálst inn á fasteignalán með 10 ára nýtingartímabili, samkvæmt áformum ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum. Annar húsnæðispakki verður kynntur á nýju ári, að sögn ríkisstjórnarinnar. 29.10.2025 21:42
Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Félag Vinstri grænna í Reykjavík gagnrýnir harðlega tillögur borgarstjórnar í leikskólamálum en flokkurinn á sjálfur fulltrúa í borgarmeirihlutanum. Enginn hafi kosið þessar tillögur. Félagið vill frekar tímabundið rýmka ráðningarheimildir leikskóla og ráðast í ráðningarátak. 29.10.2025 20:25
Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Dómsmálaráðherra vill breyta lögum um dvalarleyfisveitingar og færa málaflokkinn alfarið undir Útlendingastofnun. Ráðuneytið fullyrðir að vísbendingar séu um að fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi og því vill ráðherra auka eftirlit með námsárangri dvalarleyfishafa og takmarka möguleika þeirra á fjölskyldusameiningum. Flestir sem hlutu námsleyfi á Íslandi í fyrra komu frá Filippseyjum. 29.10.2025 18:40
Ekið á unga stúlku á Ásbrú Ekið var á unga stúlku á Grænsásbraut við Skógarbraut á Ásbrú síðdegis í dag, miðvikudag. Lögreglan á Suðurnesjum greinir frá málinu á Facebook en lögreglan leitar nú að foreldrum stúlkunnar. 29.10.2025 17:37
Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sendiferðabíll stóð í ljósum logum á Reykjanesbrautinni á þriðja tímanum eftir hádegi í dag. Ökumaðurinn og farþegi rétt sluppu og engan sakaði, að sögn slökkviliðs. Ekki tók langan tíma fyrir eldinn að gleypa ökutækið. 26.10.2025 16:24
Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja, segist enn eiga eftir að taka ákvörðun hvort, og þá hvar, hún bjóði sig fram í komandi sveitarstjórnarkosningum. Hún segir það aftur á móti úr lausu lofti gripið að hún sækist eftir oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði, eins og hlaðvarpsstjórnendur hafa fullyrt um. 26.10.2025 14:46