Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Starfsmönnum í raftækjaversluninni Ormsson brá heldur í brún þegar þeir mættu í vinnuna í morgun þar sem aðgerðarsinnar höfðu klínt límmiðum á inngang verslunarinnar sem á stóð „Rapyd styður þjóðarmorð“. Ormsson er ekki einu sinni í viðskiptum við Rapyd, að sögn forsvarsmanna fyrirtækisins, sem eru ekki sáttir við óverknaðinn og segja það hafa verið mjög erfitt að fjarlægja „óþverra límmiðana“. 1.8.2025 21:26
„Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þóra Arnórsdóttir, samskiptastjóri Landsvirkjunar, segir að Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, sé rökþrota þegar hún ber forstjóra Landsvirkjunar saman við heimilisofbeldismann sem gangi konum og börnum í skrokk. 1.8.2025 20:13
Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Samfylkingin mælist með tæplega 35 prósenta fylgi í nýjasta Þjóðarpúlsi Gallups og er stærst í öllum kjördæmum. Samkvæmt könnuninni gæti flokkurinn myndað meirihluta með Viðreisn án aðkomu Flokks fólksins. Framsóknarflokkurinn mælist rétt undir fimm prósentum. 1.8.2025 19:19
Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Donald Trump Bandaríkjaforseti segist hafa ræst út tvo kjarnorkukafbáta á „viðeigandi svæði“ eftir að fyrrverandi forseti Rússlands lét „afar ögrandi“ ummæli falla á samfélagsmiðlum og bar Trump saman við forvera hans, hinn „syfjaða“ Joe Biden. 1.8.2025 18:26
Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Landsréttur ógilti í dag gæsluvarðhald yfir manni sem er sakaður um glannaakstur á stolnum bíl um flugbraut Keflavíkurflugvallar. Ökuníðingurinn var að sögn lögreglu undir áhrifum fíkniefna og með reipi um hálsinn þegar hann var handtekinn. Þá hafði hann ekið á tvöföldum hámarkshraða á Reykjanesbraut og einnig reynt að komast inn í kyrrstæða flugvél. 1.8.2025 17:54
Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Sýn mótmælir tímabundinni ákvörðun Fjarskiptastofu um að skylda Sýn að dreifa efni sínu í gegnum Símann. Pakkarnir sem Síminn og Sýn bjóða upp á séu ekki sambærilegir. 1.8.2025 17:47
Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Heimsfrægi rokkarinn Jon Bon Jovi skaut óvænt upp kolli á veitingastaðnum Strikinu á Akureyri í dag og snæddi þar dögurð. Þjónn á veitingastaðnum segir að kokkarnir hafi verið yfir sig hrifnir. 30.7.2025 15:42
Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Veðurstofan hefur spáð leiðindaveðri víða um landið um verslunarmannahelgina, ekki síst á Þjóðhátíð í Eyjum. Fréttastofa leitaði á náðir spámanna og miðla sem bjóða sumir betur. 30.7.2025 14:58
Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, snæddi kvöldverð með stórleikaranum Michael Douglas í vikunni en leikarinn margverðlaunaði er aðalræðumaður á heimsráðstefnu þingforseta sem nú er haldin í Genf í Sviss. 30.7.2025 13:49
Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Varaforseti Úkraínuþings vonar að Íslendingar gangi í almannavarnabandalag með Úkraínumönnum og Finnum sem sér um uppbyggingu sprengjuskýla í Úkraínu. Engin ákvörðun hefur verið tekin um inngöngu að sögn forseta Alþingis en það er til skoðunar. 30.7.2025 12:01