Fréttamaður

Agnar Már Másson

Agnar Már er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrir­tæki

Tónlistarmaðurinn og áhrifavaldurinn Aron Kristinn Jónasson, áður kenndur við ClubDub, hefur stofnað fyrirtækið Legend ehf. en félagið er meðal annars stofnað fyrir tónlistartengdan rekstur og rekstur fatamerkja.

Laxar struku úr landeldi í Eyjum

Að minnsta kosti tveir laxar sluppu fyrir slysni úr landeldisstöð í Vestmannaeyjum og út í sjó. Ekki er útilokað að fleiri fiskar hafi sloppið.

Eldur í Tívolí

Eldur kviknaði í Látbragðsleikhúsinu í Tívólígarðinum í Kaupmannahöfn í morgun. Slökkvilið er á vettvangi en engan hefur sakað. Veitingastaður í Tívolí hefur verið rýmdur.

Ríkis­stjórnin sendi leið­réttingu inn í beina út­sendingu

Bítinu á Bylgjunni bárust skilaboð frá fulltrúa stjórnarflokkanna sem vildi leiðrétta ummæli viðmælanda. Viðmælandinn hafði velt því fyrir sér hvort það væru samantekin ráð af hálfu formanna stjórnarflokkanna að hrósa hver öðrum í Silfrinu á mánudag. Fulltrúi ríkisstjórnarinnar þvertók fyrir það.

Svan­dís stígur til hliðar

Svandís Svavarsdóttir, fyrrverandi ráðherra, hyggst ekki sækjast eftir endurkjöri sem formaður Vinstri grænna á næsta landsfundi flokksins. Hún hefur verið formaður í rúmt ár.

Gengst ekki við falsfréttum en viður­kennir að tíma­setningar séu mis­vísandi

Stjórnandi Spursmála birti misvísandi myndskeið í þætti sínum þar sem hann sagði „íslamista“ trufla jólamarkaði í Evrópu og „sýna vald sitt.“ Fjöldi staðreyndavakta í Evrópu hafði þegar véfengt falsfréttir um þessi myndbönd, sem sýna í raun nýársfögnuð og Palestínumótmæli. Stefán Einar gengst við því í samtali við Vísi að tímasetningar á myndskeiðunum hafi verið misvísandi en hafnar því að um falsfrétt sé að ræða. Hann gerir ekki greinarmun á íslamistum og stuðningsmönnum Palestínu.

Vilja tak­marka fjölda barna sem getin eru með sama sæði

Tilvera, samtök um ófrjósemi, krefjast þess að takmörk séu sett um fjölda barna á hvern sæðis- eða eggjagjafa í ljósi þess að tæplega tvö hundruð börn hafi verið getin með sæði manns sem hafði hættulegan genagalla.

Fjöldi svæða á landinu sam­bands­laus með öllu

Slysavarnafélagið Landsbjörg lýsir áhyggjum af dvínandi fjarskiptaöryggi Íslendinga þar sem slökkt hefur verið á hluta 2G og 3G farsímasenda. Svæði sem áður voru vel tengd séu nú með öllu sambandslaus. Félagið skorar á stjórnvöld að leggjast með sér á árarnar og viðhalda talstöðvakerfi landsins.

Refsing milduð yfir burðardýri

Landsréttur mildaði í dag dóm yfir átján ára manni sem hafði smyglað inn þrettán kílóum af kókaíni til Ísland. Tekið var tillit til ungs aldurs mannsins og að ekkert benti til þess að hann hefði komið að skipulagningu og fjármögnun innflutningsins.

Sjá meira