„Það verður boðið fram í nafni VG“ Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, segist ekki ætla að bjóða sig fram í borgarstjórnarkosningum í vor og segir að flokkurinn muni bjóða sig fram undir eigin formerkjum í Reykjavík. 27.9.2025 23:24
Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Lögreglan hefur lokað fyrir umferð um Auðbrekku í Kópavogi í kvöld en þar voru einmitt þrír handteknir á samkomu Vítisengla fyrr í mánuðinum. 27.9.2025 21:16
Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Skútu sem var yfirgefin við strendur Englands hefur nú rekið á strendur Íslands. Viðbragðsaðilar uppgötvuðu skútuna í dag þegar neyðarboð fór skyndilega að berast úr ómönnuðum bátnum. 27.9.2025 20:48
Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Bátur sökk í kvöld þar sem hann var bundinn við Óseyrarbryggju við Hafnarfjarðarhöfn. Annar bátur virðist einnig líklegur til þess að sökkva. Viðbragðsaðilar eru á vettvangi og kanna málið. 27.9.2025 20:11
Þór sækist eftir endurkjöri Þór Sigurgeirsson, bæjarstjóri Seltjarnarness, hyggst aftur bjóða sig fram sem oddviti Sjálfstæðisflokksins í komandi sveitarstjórnarkosningum. Hann vill efna „stærsta loforð“ flokksins, að byggja nýjan leikskóla. Á sama tíma hafa foreldrar í bæjarfélaginu gagnrýnt bæjaryfirvöld þar sem ekki hafa öll ungbörn á Nesinu fengið leikskólapláss. 27.9.2025 19:16
Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Málningin er aftur farin að flagna af botni Vesturbæjarlaugar í Reykjavík. Lauginni verður samt ekki lokað að óbreyttu og sennilega ekki máluð aftur fyrr en næsta vor. 27.9.2025 17:57
Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Karlmaður var handtekinn um helgina vegna gruns um að fara inn á heimili fjölskyldu í Hafnarfirði og brjóta þar á barni. Manninum hefur verið sleppt úr haldi. 18.9.2025 21:36
Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Félag heyrnarlausra biðlar til fólks að taka vel á móti sölumönnum sínum sem ganga þesa dagana milli húsa til selja happdrættismiða. Lögreglan hefur varað við óprúttnum aðilum sem þykjast vera heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé í verslunarmiðstöðvum. Félagið bendir á að sölumenn sínir séu merktir merki félagsins og hafi posa meðferðis. 18.9.2025 20:48
Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Bókun 35 verður aftur tekin fyrir í utanríkismálanefnd Alþingis eftir að fyrstu umræðu um frumvarp utanríkisráðherra lauk í kvöld. Líklega fer það óbreytt í aðra umræðu en spurning er hvort ríkisstjórnin muni aftur finna sig knúna til að beita „kjarnorkuákvæðinu“ til að þvinga það í gegnum aðra umræðu, sem stjórnarliðar hafa ekki útilokað. 18.9.2025 20:18
Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Forstjóri Heilsustofnunarinnar í Hveragerði lýsir misrétti af hálfu heilbrigðisyfirvalda þar sem heilbrigðisráðuneytirð hyggist ekki veita stofnuninni nægilegt fjármagn. Hann segir starfsfólkið stofnunarinnar orðið útkeyrt og húsnæðið er úr sér gengið. 18.9.2025 19:39