Segist vita hvar klerkurinn feli sig en vilji ekki drepa hann strax Bandaríkjaforseti virðist ýja að því að Bandaríkjaher sé að blanda sér í átök milli Ísraels og Íran. Hann segir að „við“ vitum hvar æðstiklerkur Írana feli sig en vilji ekki drepa hann að svo stöddu. Hann krefst „skilyrðirslausrar uppgjafar“. 17.6.2025 17:07
Skjálfti fannst í Hveragerði Skjálfti reið yfir nálægt Hveragerði um kl. 16 og fannst í byggð. Líklega er skjálftinn um 2,9 að stærð. 17.6.2025 16:15
„Erum að horfa á eitthvað betra en vopnahlé“ Donald Trump Bandaríkjaforseti hyggst tryggja „alvöru endi“ á stríði Ísraelsmanna og Írana, ekki aðeins vopnahlé. Ríkin hafa skipst á eldflaugaárásum í rúmlega fjóra daga. 17.6.2025 15:59
Fimmtán sæmdir fálkaorðunni Halla Tómasdóttir forseti sæmdi í dag fimmtán manns heiðursmerki hinnar íslensku fálkorðu. Þeirra á meðal eru Unnur Ösp Stefánsdóttir leikkona og Þorlákur Hilmar Morthens, betur þekktur sem myndlistamaðurinn Tolli. 17.6.2025 15:23
„Þetta var ekki gert til að flækja, alls ekki“ Það var alls ekki markmiðið að flækja veitingu starfsleyfa þegar ný reglugerð var sett á síðasta kjörtímabili, að sögn fyrrverandi umhverfisráðherra, heldur þvert á móti að „einfalda, einfada, einfalda.“ Hann segir að sú staða sem nú er komin upp sé annað hvort vegna mistúlkunar á regluverkinu eða mistaka við innleiðingu þess. 17.6.2025 15:01
Heilbrigðiseftirlitið varaði við breytingunum Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur varaði á sínum tíma við nýju regluverki sem kveður á um fjögurra vikna auglýsingaskyldu fyrir starfsleyfi. Regluverkið hefur lagt stein í götu veitingamanna en ný reglugerð tekur að óbreyttu gildi í vikunni, að sögn umhverfisráðherra, og því heyrir svokallaða fjögurra vikna reglan sögunni til. 17.6.2025 12:31
Hæ, hó og jibbíjeijað um allt land: Svona er dagskráin 17. júní Stórkostleg hátíðardagskrá verður í boði um allt land á þjóðhátíðardegi Íslendinga, 17. júní. 16.6.2025 12:42
Óvæntur gestur sást í fyrsta sinn á Íslandi Fjöldi fuglaáhugamanna gerði sér ferð á Kópasker á föstudag til að mynda fugl sem hefur hingað til aldrei sést á Íslandi og raunar örsjaldan í Evrópu. 15.6.2025 17:25
„Stjórnlaus“ ríkistjórnin beiti rökum úr verkfærakistu Trumps Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir það fordæmalaust að forseti Alþingis boði til þingfundar á sunnudegi án samráðs við þingflokksformenn og án þess að brýn nauðsyn krefjist þess. Hún sakar meirihlutann um vanvirðingu við þingsköp. 15.6.2025 16:50
Þingmenn stjórnarandstöðu foxillir yfir því að funda á sunnudegi Þingmönnum stjórnarandstöðunnar er ekki skemmt yfir því að forseti Alþingis hafi boðað til sjaldgæfs sunnudagsþingfundar í dag til að ræða áfram bókun 35. Þingmaður Samfylkingarinnar segir stjórnarandstöðuna kvarta undan heimabökuðum vanda en stjórnarliðar hafa sakað Miðflokksmenn um málþóf. 15.6.2025 15:36