Vistaskipti

Vistaskipti

Fréttir af vistaskiptum fólks innan fyrirtækja, stofnana og ýmissa samtaka.

Fréttamynd

Símon Sig­valda­son metinn hæfastur í Lands­rétt

Símon Sigvaldason héraðsdómari er hæfastur umsækjenda til að gegna stöðu dómara við Landsrétt að mati dómnefndar um hæfni umsækjenda. Embætti dómara við Landsrétt var auglýst laust til umsóknar þann 20. nóvember síðastliðinn og bárust alls þrjár umsóknir.

Innlent
Fréttamynd

Hjördís ráðin samskiptastjóri almannavarnadeildar

Hjördís Guðmundsdóttir hefur verið ráðin samskiptastjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. Hún hefur starfað á deildinni undanfarna mánuði við upplýsingamiðlun ásamt Jóhanni K. Jóhannssyni sem ráðinn var tímabundið. Hann hverfur til fyrri starfa á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Innlent
Fréttamynd

Guðrún nýr formaður Félags atvinnurekenda

Guðrún Ragna Garðarsdóttir, framkvæmdastjóri Atlantsolíu, var kjörin formaður Félags atvinnurekenda á aðalfundi félagsins í dag. Magnús Óli Ólafsson, forstjóri Innness, lét af formennsku eftir fjögur ár í stóli formanns. Þetta kemur fram í tilkynningu frá FA.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Erla, Karl Ólafur og Leifur til Hvíta hússins

Erla María Árnadóttir, Karl Ólafur Hallbjörnsson og Leifur Wilberg Orrason eru nýir starfsmenn hjá Hvíta húsinu. Í tilkynningu kemur fram að með nýjum ráðningum sé verið að styðja við vöxt félagsins og mæta auknum umsvifum í starfseminni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Eva Bergþóra stýrir samskiptum hjá borginni

Eva Bergþóra Guðbergsdóttir hefur verið ráðin í starf teymisstjóra samskiptateymis Reykjavíkurborgar. Þetta kemur fram á vef Reykjavíkurborgar. Eva Bergþóra er búsett í Kaliforníu í Bandaríkjunum þar sem hún hefur meðal annars verið fréttaritari Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Lára kveður skjáinn

Lára Ómarsdóttir fréttamaður hefur sent félögum sínum á RÚV ohf kveðjupóst og tilkynnt að hún sé á förum.

Innlent
Fréttamynd

Birkir nýr markaðs­stjóri Stor­ytel á Ís­landi

Birkir Ágústsson hefur verið ráðinn markaðsstjóri Storytel á Íslandi. Hann hefur undanfarin ár stýrt markaðs- og kynningarmálum fyrir Sjónvarp Símans Premium og Enska boltann á Síminn Sport. Áður starfaði hann hjá 365 miðlum um árabil og stýrði þar kynningardeild Stöðvar 2 og Stöðvar 2 Sport.

Viðskipti innlent