Vistaskipti

Vistaskipti

Fréttir af vistaskiptum fólks innan fyrirtækja, stofnana og ýmissa samtaka.

Fréttamynd

Linda stýrir Kvennaathvarfinu

Linda Dröfn Gunnarsdóttir hefur verið ráðin til að gegna starfi framkvæmdastýru Samtaka um kvennaathvarf. Hún tekur við starfinu af Sigþrúði Guðmundsdóttur, sem stýrt hefur athvarfinu síðastliðin sextán ár.

Innlent
Fréttamynd

Agnar hættir hjá Kviku og skulda­bréfa­sjóðnum slitið

Agnar Tómas Möller mun láta af störfum sem sjóðstjóri hjá Kviku eignastýringu samkvæmt heimildum Innherja. Í kjölfarið verður sérhæfða skuldabréfasjóðnum Kvika – Iceland Fixed Income Fund (IFIF) slitið og fjármunum skilað til hlutdeildarskírteinishafa.

Innherji
Fréttamynd

Kristinn skipaður dómari við Land­rétt

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur ákveðið að gera tillögu til forseta Íslands um skipun Kristins Halldórssonar, dómstjóra Héraðsdóms Reykjaness, í embætti dómara við Landsrétt frá 22. september 2022.

Innlent
Fréttamynd

Ekki auðvelt að feta í fótspor Þórólfs

Það verður ekki auðvelt að fylla í það skarð sem Þórólfur Guðnason skilur eftir. Þetta segir Guðrún Aspelund nýráðinn sóttvarnalæknir. Starfið sé krefjandi en hún kveðst treysta sér í verkefnið. Það sem sé mest aðkallandi nú sé að hvetja aldraða og fólk í áhættuhópum til að fara í bólusetningu gegn COVID-19.

Innlent
Fréttamynd

Sigyn til Empower

Sigyn Jónsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri hugbúnaðarþróunar hjá Empower þar sem hún mun leiða þróun jafnréttishugbúnaðarins Empower Now.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Edda Her­manns­dóttir nýr stjórnar­for­maður UNICEF

Edda Hermannsdóttir, markaðs- og samskiptastjóri Íslandsbanka, er nýr stjórnarformaður landsnefndar UNICEF á Íslandi. Edda tekur við af Óttarri Proppé sem hefur verið stjórnarformaður frá júní 2021 og setið í stjórn UNICEF á Íslandi frá árinu 2019. 

Innlent
Fréttamynd

Grímur verður lög­reglu­stjóri á Suður­landi

Grímur Hergeirsson, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, verður settur lögreglustjóri á Suðurlandi frá 1. júlí næstkomandi og út árið. Kjartan Þorkelsson lögreglustjóri verður í leyfi á sama tíma en Grímur mun áfram starfa sem lögreglustjóri í Vestmannaeyjum á tímabilinu.

Innlent
Fréttamynd

Stokkað upp í markaðsviðskiptum hjá Kviku

Tilkynnt var um talsverðar mannabreytingar innan Kviku í dag en á meðal þeirra sem hefur ákveðið að láta af störfum er Stefán Eiríks Stefánsson sem hefur verið forstöðumaður gjaldeyrismiðlunar bankans frá árinu 2015.

Klinkið
Fréttamynd

Anton Máni kjörinn formaður SÍK

Anton Máni Svansson frá Join Motion Pictures var í gær kjörinn formaður Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda, SÍK, á aðalfundi félagsins. Hilmar Sigurðsson frá Sagafilm var kjörinn gjaldkeri og Inga Lind Karlsdóttir frá Skot Produtions meðstjórnandi.

Innlent
Fréttamynd

Eggert hættir sem forstjóri Festar

Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Festar hf. hefur sagt starfi sínu lausu frá og með 1. ágúst næstkomandi. Gert hefur verið samkomulag um starfslok Eggerts en Festi rekur meðal annars Krónuna, Elko og N1.

Viðskipti innlent