Sesselía úr stjórn í nýja framkvæmdastjórastöðu hjá Vodafone Sesselía Birgisdóttir hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóri sölu-, þjónustu- og markaðsmála Vodafone. Sesselía hefur setið í stjórn Sýnar hf. frá mars 2022 og mun í framhaldinu víkja úr stjórn þess. Fram að aðalfundi 2023 mun varamaður í stjórn verða kallaður inn í hennar stað. Viðskipti innlent 5. janúar 2023 16:55
Stefán Rafn söðlar um og færir sig fjær Kaplakrika Stefán Rafn Sigurmannsson, leikmaður Hauka í handbolta, hefur flutt sig yfir til Ás fasteignasölu en áður starfaði hann á fasteignasölunni Hraunhamri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ás. Hraunhamar er í næsta nágrenni við Kaplakrika, vígi FH-inga, en Ás staðsett í miðbæ Hafnarfjarðar. Viðskipti innlent 5. janúar 2023 15:08
SFS tryggir sér þjónustu Laufeyjar Rúnar sem upplýsingafulltrúa Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa ráðið Laufeyju Rún Ketilsdóttur í starf upplýsingafulltrúa og Lísu Anne Libungan í stöðu stöðu sérfræðings í vistkerfi hafs. Laufey Rún tekur við starfi upplýsingafulltrúa af Benedikt Sigurðssyni sem hætti störfum í desember. Viðskipti innlent 3. janúar 2023 11:30
Þorvarður nýr formaður vísindasiðanefndar Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur skipað fulltrúa í vísindasiðanefnd til næstu fjögurra ára í samræmi við lög um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði. Þorvarður J. Löve er nýr formaður nefndarinnar. Innlent 28. desember 2022 12:42
Þekkt rödd kveður: Viðtalið sem stendur upp úr er síðasta viðtalið Kristján Sigurjónsson er kannski ekki þjóðþekkt nafn en víst er að röddina þekkja flestallir landsmenn. Kristján hefur enda verið við hljóðnemann á Ríkisútvarpinu nánast á hverjum degi síðastliðin 39 ár en lætur nú af störfum vegna aldurs. Vísir ræddi við Kristján um útvarpsferilinn, vinnufélagana og eftirminnileg augnablik. Lífið 25. desember 2022 17:53
Skipaður lögreglustjóri á Vestfjörðum Dómsmálaráðherra hefur skipað Helga Jensson, aðstoðarsaksóknara og staðgengill lögreglustjórans á Austurlandi, í embætti lögreglustjóra á Vestfjörðum frá og með 1. janúar 2023. Innlent 23. desember 2022 12:38
Skipaður skrifstofustjóri á skrifstofu ráðuneytisstjóra Sigurður Kári Árnason hefur verið skipaður í embætti skrifstofustjóra á skrifstofu ráðuneytisstjóra í heilbrigðisráðuneytinu af heilbrigðisráðherra. Innlent 22. desember 2022 16:43
Finnur ráðinn framkvæmdastjóri Samorku Finnur Beck hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja. Hann tekur þegar í stað við stöðunni af Páli Erland, sem nýlega var ráðinn forstjóri HS Veitna. Viðskipti innlent 22. desember 2022 16:09
Tíu nýir framkvæmdastjórar ráðnir á Landspítala Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítala, hefur tekið ákvörðun um val á framkvæmdastjórum í nýja framkvæmdastjórn spítalans. Alls bárust 41 umsókn um tíu störf framkvæmdastjóra. Þrír umsækjendur drógu umsókn sína til baka. Innlent 22. desember 2022 13:53
Gylfi Magnússon kjörinn stjórnarformaður OR Gylfi Magnússon, prófessor í hagfræði, var kjörinn formaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur á framhaldsaðalfundi félagsins í dag. Viðskipti innlent 22. desember 2022 13:14
Arnar Már hættir hjá Play Arnar Már Magnússon, flugstjóri og einn af stofnendum Play, hefur ákveðið að láta af störfum hjá félaginu. Viðskipti innlent 22. desember 2022 08:03
Ráðin forstöðukona kennslusviðs HR Hrefna Pálsdóttir hefur verið ráðin forstöðukona kennslusviðs Háskólans í Reykjavík. Viðskipti innlent 21. desember 2022 14:51
Diljá aðstoðar Dag Diljá Ragnarsdóttir lögfræðingur hefur verið ráðin aðstoðarmaður Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. Innlent 21. desember 2022 13:25
Sigurður ráðinn framkvæmdastjóri iCert Sigurður Karlsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri iCert. Sigurður tekur við starfinu af Jóni Karlssyni. Jón starfar áfram hjá félaginu og sinnir starfi vottunarstjóra. Viðskipti innlent 20. desember 2022 15:08
Helgi til liðs við OR samstæðuna og Kristrún í nýju hlutverki Helgi Héðinsson hefur tekið við sem mannauðsleiðtogi Veitna. Þá hefur Kristrún Dröfn Jóhannsdóttir tekið við starfi forstöðukonu innri þjónustu. Viðskipti innlent 20. desember 2022 14:04
Skipuð í embætti framkvæmdastjóra Vatnajökulsþjóðgarðs Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur skipað Ingibjörgu Halldórsdóttur í embætti framkvæmdastjóra Vatnajökulsþjóðgarðs frá 1. janúar. Innlent 20. desember 2022 08:44
Hættir hjá ACRO og fer yfir til Kviku banka Sigurður Hreiðar Jónsson, sem hefur starfað í markaðsviðskiptum ACRO verðbréfa undanfarin fimm ár, hefur látið af störfum hjá félaginu en hann er jafnframt einn af hluthöfum þess. Mun hann hafa ráðið sig yfir til Kviku banka, samkvæmt upplýsingum Innherja. Klinkið 19. desember 2022 18:27
Fimm bætast í hóp eigenda hjá KPMG Ásgeir Skorri Thoroddsen, Díana Hilmarsdóttir, Helgi Níelsson, Lilja Dögg Karlsdóttir og Sigurvin Bárður Sigurjónsson hafa bæst í eigendahóp KPMG. Viðskipti innlent 19. desember 2022 12:32
Ólafur nýr framkvæmdastjóri hjá Nova Ólafur Magnússon hefur verið ráðinn í starf framkvæmdastjóra tækni og nýsköpunar hjá Nova. Viðskipti innlent 19. desember 2022 11:25
Jóhann Ingi frá Solid Clouds til Dokobit Jóhann Ingi Guðjónsson hefur verið ráðinn markaðs- og samskiptastjóri hjá Dokobit sem er leiðandi fyrirtæki á Íslandi í að bjóða upp á rafrænar undirskriftir og meðferð rafrænna gagna. Þetta kemur fram í tilkynningu. Viðskipti innlent 19. desember 2022 11:23
Hörður í Macland ráðinn til Vaxa Technologies Hörður Ágústsson, einn stofnenda fyrirtækisins Macland, hefur hafið störf sem sölu- og markaðsstjóri hátæknifyrirtækisins Vaxa Technologies. Viðskipti innlent 16. desember 2022 16:47
Logi nýr framkvæmdastjóri hjá Símanum Logi Karlsson hefur verið ráðinn til Símans sem framkvæmdastjóri tækniþróunarsviðs. Hann kemur til starfa fljótlega á nýju ári. Viðskipti innlent 16. desember 2022 16:20
Ingibjörg tekur við af Hörpu sem safnstjóri Listasafns Íslands Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, hefur skipað Ingibjörgu Jóhannsdóttur til að gegna embætti safnstjóra við Listasafn Íslands. Hún tekur við starfinu af Hörpu Þórsdóttir sem skipuð var þjóðminjavörður í ágúst síðastliðnum. Innlent 16. desember 2022 15:59
Eva Laufey tekur sæti í framkvæmdastjórn Hagkaups Eva Laufey Kjaran er nýr meðlimur framkvæmdastjórnar Hagkaups. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir líta björtum augum til framtíðarinnar. Eva hefur starfað sem markaðs- og upplifunarstjóri Hagkaups síðan í maí á þessu ári. Viðskipti innlent 16. desember 2022 11:20
Ingibjörg ráðin til Great Place to Work Ingibjörg Ýr Kalatschan hefur verið ráðin viðskiptastjóri hjá Great Place to Work (GPTW), alþjóðlegri stofnun um vinnustaðamenningu. Ingibjörg er nýflutt til Íslands eftir að hafa starfað erlendis og mun starfa hér fyrir GPTW. Viðskipti innlent 16. desember 2022 10:51
Fimmtán vilja verða forstöðumenn Kvikmyndamiðstöðvar Pálmi Guðmundsson og Gísli Snær Erlingsson eru meðal þeirra sem sækja um stöðu forstöðumanns Kvikmyndastöðvar. Innlent 16. desember 2022 10:26
Erling frá Deloitte til Carbfix Erling Tómasson viðskiptafræðingur og endurskoðandi hefur verið ráðinn til að stýra rekstri og fjármálum Carbfix. Hann hefur nú þegar tekið til starfa. Viðskipti innlent 16. desember 2022 10:04
Fimmfaldur Íslandsmeistari ráðinn inn á skrifstofu ÍSÍ Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur ráðið í tvær stöður á skrifstofu sambandsins en það er ný staða rekstrarstjóra og staða sérfræðings í kynningarmálum á skrifstofu ÍSÍ. Sport 15. desember 2022 15:01
Kristín Soffía segir upp stöðu sinni hjá KLAK Kristín Soffía Jónsdóttir hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra hjá KLAK - Icelandic Startups, síðan í júní 2021 og hefur nú sagt starfi sínu lausu. Kristín gengur til liðs við Leitar Capital á nýju ári. Viðskipti innlent 14. desember 2022 15:39
Birkir til Arctic Adventures Birkir Björnsson hefur tekið við stöðu framkvæmdastjóra upplýsingatækni hjá ferðaþjónustufyrirtækinu Arctic Adventures. Viðskipti innlent 14. desember 2022 08:02