Vistaskipti

Vistaskipti

Fréttir af vistaskiptum fólks innan fyrirtækja, stofnana og ýmissa samtaka.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Páll á­fram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið

Páll Winkel verður áfram í leyfi frá störfum sem forstöðumaður Fangelsismálastofnunar en hefur tekið að sér vera fulltrúi félags- og húsnæðismálaráðuneytisins í verkefni um nýja Miðstöð um öryggisráðstafanir. Birgir Jónasson, sem hefur verið settur fangelsismálastjóri síðan Páll fór í leyfi í september í fyrra, verður áfram settur fangelsismálastjóri í ár til viðbótar.

Innlent
Fréttamynd

Frá Sýn til Fastus

Elín Edda Angantýsdóttir hefur tekið við stöðu fjármálastjóra sölu- og þjónustufyrirtækisins Fastus. Hún starfaði áður hjá Sýn.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Þrír for­stöðu­menn til starfa hjá Ís­lands­banka

Þrír nýir forstöðumenn hafa gengið til liðs við Íslandsbanka. Sverrir Már Jónsson tekur við sem forstöðumaður eigin viðskipta, Bjarney Anna Bjarnadóttir sem forstöðumaður samskipta og greiningar og Guðmundur Böðvar Guðjónsson hefur störf sem forstöðumaður markaðsmála.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Orri ein­beitir sér að bæjar­málunum og Kári tekur við

Stjórn Algalífs hefur gengið frá ráðningu Kára Marís Guðmundssonar, sem lét nýverið að störfum sem forstjóri PCC á Bakka, í starf forstjóra Algalífs. Hann tekur við starfinu af Orra Björnssyni sem óskað hefur eftir að láta af störfum eftir þrettán ár hjá félaginu. Hann er oddviti Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði og kveðst ætla að helga sig komandi prófkjörs- og kosningabaráttu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hættir sem ráðu­neytis­stjóri

Haukur Guðmundsson, ráðuneytisstjóri dómsmálaráðuneytisins, hefur lokið störfum sem ráðuneytisstjóri og flyst í annað starf innan ráðuneytisins. Bryndís Helgadóttir var sett í starf ráðuneytisstjóra í dag.

Innlent
Fréttamynd

Reynir aftur við Endur­upp­töku­dóm

Tveir sækjast eftir því að verða dómandi og varadómandi við Endurupptökudóm. Skipað verður í embættin frá 1. febrúar næstkomandi en dómsmálaráðuneytið auglýsti embættin laus til umsóknar í október.

Innlent
Fréttamynd

Hall­grímur Örn og Bára Hlín til atNorth

Gagnaversfyrirtækið atNorth hefur ráðið tvo nýja stjórnendur í þróunarteymi fyrirtækisins. Bára Hlín Kristjánsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður verkefnastjórnunar og vörustjórnunar og Hallgrímur Örn Arngrímsson forstöðumaður þróunar og afhendingar nýrra gagnavera á Íslandi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Arn­dís Soffía tekur við af Grími

Arndís Soffía Sigurðardóttir, fyrrverandi sýslumaður í Vestmannaeyjum, hleypur í skarðið fyrir Grím Hergeirsson, lögreglustjórann á Suðurlandi, á meðan hann gegnir embætti ríkislögreglustjóra tímabundið.

Innlent