Veitingastaðir

Veitingastaðir

Fréttir af starfsemi veitingastaða á Íslandi.

Fréttamynd

Telja sig hlunnfarna um milljónir í laun frá Pizzunni

Hópur starfsmanna pítsukeðjunnar Pizzunnar telur sig hlunnfarinn um laun frá fyrirtækinu. Stéttarfélag starfsmannanna er með á milli sex og sjö milljóna króna í innheimtu frá fyrirtækinu vegna vangreiddra launa, einkum þar sem yfirvinnutímar hafa ekki verið greiddir sem slíkir.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hinn eini sanni b5 opnar í nýju hús­næði

Skemmti­staðurinn b5 mun opna aftur í sumar eftir árs­hlé á starf­semi sinni. Hann verður hins vegar ekki í Banka­stræti 5 eins og forðum, en þaðan dregur staðurinn nafn sitt, heldur á horni Hverfis­götu og Smiðju­stígs, þar sem Hverfis­barinn var áður til húsa.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Partíið er byrjað“

Skemmtistaðaeigendur eru nú í óðaönn að undirbúa helgina eftir gleðifréttir dagsins. Þeir búast við að mikið fjör verði í miðbænum í kvöld og segist plötusnúður feginn að þurfa ekki að minna á grímurnar.

Innlent
Fréttamynd

Ömmumaturinn, ástríðan og sushi-draumurinn

„Laugardagar voru í miklu uppáhaldi því þá var hakk og spaghetti. Amma gerði líka alltaf kartöflumús með rosalega mikið af sykri. Það var ekkert eðlilega gott,“ segir matreiðslumeistarinn Axel Björn Clausen í viðtalsliðnum Matarást. 

Makamál
Fréttamynd

Unglingar falsa stafræn ökuskírteini til að komast inn á staði

Næturlífið er að ná vopnum sínum og ný kynslóð er að fóta sig eftir langan vetur. Hún þarf að laga sig að nýrri tækni: Borið hefur á því að ungmenni fái myndvinnslumenn til þess að lappa upp á stafræn ökuskírteini sín til þess að færa aldurinn nær löglegum viðmiðum.

Innlent
Fréttamynd

Síðasta ár sýni á­vinning af styttri opnunar­tíma skemmti­staða

Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, kallar eftir samtali við hagsmunaaðila í miðborginni um endurskoðun á opnunartíma skemmtistaða. Hann segist hafa séð dramatíska breytingu síðasta árið, á þeim brotum sem lögregla sinnir venjulega um helgar.

Innlent
Fréttamynd

Skoða að færa KFC nær Akureyri

Skyndibitakeðjan KFC er nú í viðræðum við fasteignafélagið Klettás um mögulega opnun nýs veitingastaðar við Norðurtorg á Akureyri. Viðræðurnar eru á byrjunarstigi en stjórnendur KFC hafa reynt að nema land fyrir norðan í tuttugu ár.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Helmings­af­­sláttur á Ísey Skyr Bar heyrir brátt sögunni til

Viðskiptavinir Ísey Skyr Bar munu framvegis ekki fá 50 prósenta afslátt af drykkjum, söfum og skálum frá og með 1. júní þegar ný morguntilboð taka gildi. Rekstrarstjóri segir breytingarnar í samræmi við verð sem sambærilegir staðir hafa verið að bjóða upp á og þetta sé hluti af frekari breytingum á stöðunum.

Neytendur