Veður

Veður


Fréttamynd

Skoða hvort hægt sé að af­létta hluta rýmingar

Vonast er til að hægt verði að aflétta hluta rýmingar á Seyðisfirði í dag. Aðgerðastjórn og Veðurstofan fundaði í morgun klukkan tíu í samhæfingarstöð almannavarna varðandi næstu skref en endanleg ákvörðun hefur ekki verið tekin.

Innlent
Fréttamynd

Sér fyrir endann á úr­komu en á­fram skriðu­hætta

Skriðuhætta verður áfram á austanverðu landinu þó nú sjái fyrir endann á þeirri rigningu sem hefur verið á svæðinu. Neyðarstig almannavarna er í gildi á Seyðisfirði og hefur bærinn verið rýmdur vegna skriðuhættu eftir að stórar skriður féllu í bænum.

Innlent
Fréttamynd

Seyðfirðingar allir komnir með svefnpláss fyrir nóttina

Seyðfirðingar eru allir komnir til Egilsstaða í fjöldahjálparstöð Rauða krossins sem opnuð var í grunnskólanum þar. Að sögn Rögnvaldar Ólafssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, hafa allir fengið rúmpláss fyrir nóttina og enginn mun þurfa að halda til í skólanum í nótt.

Innlent
Fréttamynd

Hol­ræsin hafa ekki undan og slökkvi­liðið reynir að bjarga kjöllurum frá vatns­skemmdum

Slökkviliðsmenn á Seyðisfirði hafa undanfarna daga átt fullt í fangi með að dæla vatni upp úr kjöllurum og að dæla vatn úr holræsum sem hafa ekki haft undan. Haraldur Geir Eðvaldsson, slökkviliðsstjóri á Seyðisfirði segir að enn sé mikið eftir og að starf slökkviliðsins muni ekki hefjast af alvöru fyrr en íbúar hafa snúið aftur heim til sín.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta var bara áfall“

Kristinn Már Jóhannesson, slökkviliðsmaður á Austfjörðum, var við störf í námunda við húsin sem urðu fyrir stóru skriðunni sem féll á Seyðisfirði um þrjúleytið í dag. Slökkviliðsmenn voru við dæluvinnu þegar drunurnar byrjuðu. Kristinn Már var að ganga frá slöngu með félögum sínum í slökkviliðinu.

Innlent
Fréttamynd

„Örugglega mjög erfitt fyrir marga bæjarbúa að upplifa þetta“

Þórhallur Árnason, varðstjóri hjá lögreglunni á Austurlandi, segir að nú þegar fari að birta verði staðan metin á Seyðisfirði varðandi það hvort mögulegt sé að fara í hreinsunarstarf eftir aurskriðurnar tvær sem féllu á bæinn í nótt. Hann segir bæjarbúa taka einn dag í einu.

Innlent
Fréttamynd

Húsið sem skriðan hreif með sér væntan­lega ó­nýtt

Einbýlishúsið Breiðablik á Seyðisfirði er væntanlega ónýtt eftir að aurskriða tók húsið með sér í nótt og flutti það til um fimmtíu metra. Þetta segir Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn á Austurlandi, í samtali við fréttastofu.

Innlent
Fréttamynd

Áfram hættustig á Seyðisfirði og aurskriða féll í Eskifirði

Hættustig almannavarna mun áfram vera í gildi á Seyðisfirði vegna skriðuhættu. Þá er óvissustig einnig í gildi á Austurlandi vegna skriðuhættu. Þrjú hlaup urðu í Búðará í dag auk aurskriðuflóðs við Selsstaði sem lokaði vegi. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Almannavarna.

Innlent
Fréttamynd

Samheldni á Seyðisfirði

Einhverjar hreyfingar hafa verið í fjallinu á Seyðisfirði í kvöld. Það mun þó ekki vera mikið en mikið myrkur er og ekki hægt að skoða fjallið vel. Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn, segir litlar hreyfingar hafa verið í fjallinu í allan dag.

Innlent
Fréttamynd

Telur að skoða þurfi verkferla í tengslum við skriðuföll

Sveitarstjóri Múlaþings segist sammála því að skoða þurfi verkferla í tengslum við skriðuföll. Guðrún Ásta Tryggvadóttir, sem á hús við Botnahlíð þar sem aurskriður féllu, hafði haft áhyggjur af mögulegum skriðuföllum og kallað eftir upplýsingum um verkferla. Henni var sagt að lítil hætta væri á skriðuföllum.

Innlent
Fréttamynd

Ólíklegt að fólk geti farið heim til sín í nótt

Íbúum sem eiga húsnæði á rýmingarsvæðinu á Seyðisfirði hefur líkt og í gær gefist færi á að huga að húsum sínum í fylgd lögreglu og björgunarsveita. Fréttastofa ræddi við Kristján Ólaf Guðnason yfirlögregluþjón nú rétt fyrir fjögurfréttir.

Innlent
Fréttamynd

Vaxandi norðan­átt og á­fram­haldandi rigning og slydda fyrir austan

Veðurstofan spáir vaxandi norðanátt í dag, tíu til átján metrum á sekúndu, þar sem hvassast verður norðvestantil og við suðausturströndina. Dálítil rigning eða slydda á Norður- og Austurlandi og mikil rigning á Austfjörðum í fyrst. Síðan verður heldur úrkomuminna um tíma, en bætir aftur í rigningu seinni partinn. Hins vegar verður þurrt að kalla á Suður- og Vesturlandi.

Veður
Fréttamynd

Bandaríkjamenn búa sig undir snjóstorm

Bandaríkjamenn á austurströndinni búa sig nú undir mikla snjókomu og eru viðvaranir í gildi hjá sextíu milljónum manna. Búist er við að stormurinn nái allt frá Colorado og upp til Maine ríkis og viðvaranir vegna þessa eru í gildi í fjórtán ríkjum Bandaríkjanna.

Erlent