Veður

Sól­skinsveðrinu lokið í bili og vætu­tíð fram­undan

Atli Ísleifsson skrifar
Hiti verður á bilinu átta til nítján stig þar sem mildast verði norðaustan til.
Hiti verður á bilinu átta til nítján stig þar sem mildast verði norðaustan til. Vísir/Vilhelm

Nú er sólskinsveðrinu lokið, í bili að minnsta kosti, og vætutíð framundan sunnan- og vestanlands.

Í hugleiðingum veðurfræðings segir að vindar séu þó almennt hægir fram að helgi, en sums staðar þokuloft og svalt við sjávarsíðuna. Hiti verður á bilinu átta til nítján stig þar sem mildast verði norðaustan til.

„Helst að sjái til sólar á Norðausturlandi, en þar gæti hiti náð 20 stigum í dag. Annars er spáð heldur lægri hitatölum en verið hefur.

Ekki er svo skilja að fyrsta sumarvikan segi nokkuð um framhaldið þannig að um að gera að sýna þolinmæði og bíða eftir að sólin komi aftur og kæti menn og málleysingja,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Spákortið fyrir klukkan 14.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag: Suðaustlæg eða breytileg átt, víða 3-8 m/s og skúrir eða dálítil rigning, en úrkomuminna fyrir norðan. Hiti 8 til 15 stig, hlýjast austanlands.

Á fimmtudag og föstudag: Suðvestan- og vestanátt, víða 5-10 m/s og væta með köflum, en yfirleitt þurrt austanlands. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast á Austfjörðum.

Á laugardag: Suðlæg eða breytileg átt með rigningu eða súld með köflum og hiti 8 til 13 stig.

Á sunnudag (hvítasunnudagur): Ákveðin austlæg- og norðaustlæg átt og vætusamt á sunnanverðu landinu, en annars yfirleitt þurrt og milt veður.

Á mánudag (annar í hvítasunnu): Útlit fyrir stífa austanátt með rigningu, en úrkomumnna fyrir norðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×