Veður

Víða skúrir á landinu eftir há­degi

Atli Ísleifsson skrifar
Hiti á landinu verður á bilinu átta til sextán stig.
Hiti á landinu verður á bilinu átta til sextán stig. Vísir/Vilhelm

Veðurstofan gerir ráð fyrir austlægri eða breytilegri átt í dag, yfirleitt þremur til tíu metrum á sekúndu. Sums staðar verður þoka við norður- og austurströndina, en víða skúrir á landinu eftir hádegi.

Á vef Veðurstofunnar segir að hiti á landinu verði á bilinu átta til sextán stig.

„Á morgun nálgast alldjúp lægð úr suðri með vaxandi austanátt, kalda eða stinningskalda seinnipartinn en allhvössum eða hvössum vindi við suðurströndina. Úrkomulítið og fremur hlýtt, en fer að rigna syðst annað kvöld.“

Spákortið fyrir klukkan 14.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag: Vaxandi austlæg átt, 5-13 m/s seinnipartinn, en 13-18 syðst á landinu. Skýjað en úrkomulítið, hiti víða 10 til 16 stig. Fer að rigna við suðurströndina seint um kvöldið.

Á föstudag: Norðaustan og austan 5-13, en allhvass vindur á Suðausturlandi fram eftir degi. Rigning suðaustan- og austanlands, annars úrkomulítið. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast suðvestantil.

Á laugardag: Norðlæg átt 5-10 m/s. Dálítil rigning um landið austanvert og víða síðdegisskúrir vestantil. Hiti breytist lítið.

Á sunnudag (sjómannadagurinn): Norðan- og norðvestanátt með lítilsháttar rigningu norðanlands. Skýjað með köflum syðra og skúrir á stöku stað. Hiti 6 til 17 stig, hlýjast á Suðausturlandi.

Á mánudag og þriðjudag: Suðlæg átt og rigning með köflum, en úrkomulítið norðaustanlands. Hlýnar um landið norðanvert.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×