Hiti jafnvel yfir tíu stigum sunnanlands Útlit er fyrir fremur hæga vestlæga eða breytilega átt á landinu í dag. Skýjað verður að mestu um landið vestanvert og sums staðar gæti orðið vart við smásúld eða þokuloft. Þurrt og bjart í öðrum landshlutum. Veður 27. apríl 2021 07:17
Áfram hlýtt á suðvestantil en fer kólnandi í öðrum landshlutum Landsmenn mega eiga von á fremur hægri, norðlægri átt í dag en þó verður norðvestan strekkingur á Austfjörðum fram undir kvöld. Veður 26. apríl 2021 07:27
Viðbúið að gas berist yfir byggð á Reykjanesskaga í dag Viðbúið er að gasmengun frá eldstöðvunum við Fagradalsfjall muni leggja yfir byggð á norðvestanverðum Reykjanesskaga í dag. Í nótt snýst vindur fyrst til suðvesturs og síðan norðvesturs og dreifist gasmengun þá til austurs í fyrstu og gæti náð til höfuðborgarsvæðisins í fyrramálið. Innlent 24. apríl 2021 09:44
„Það hafa verið svona smáhrinur á þessu svæði síðustu daga“ „Það voru einhverjir skjálftar þarna á eftir og búnir að vera í nótt en miklu minni; bara svona frekar róleg eftirvirkni,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, um eftirleik „stóra“ skjálftans á Reykjanesskaga í gærkvöldi. Innlent 21. apríl 2021 06:32
Von á nýjum tölum um hraunflæðið í dag Vísindamenn á vegum Háskóla Íslands og Náttúrufræðistofnunar flugu yfir gosstöðvarnar í Fagradalsfjalli í gær og gerðu mælingar. Von er á nýjum tölum um hraunflæði, rúmmál og flatarmál síðar í dag. Innlent 19. apríl 2021 08:06
Suðvestan gola og él á víð og dreif Veðurstofan gerir ráð fyrir suðvestan golu eða kalda í dag, fimm til tíu metrum á sekúndu. Léttskýjað á Norðaustur- og Austurlandi, annars él á víð og dreif. Hiti verður á bilinu núll til sjö stig, en víða næturfrost. Veður 19. apríl 2021 07:13
Farfuglarnir streyma til landsins – sumir örmagnast Farfuglar streyma nú til landsins í þúsunda tali eins og lóur, spóar, stelkar, þúfutittlingar og maríuerla. Það tekur á fyrir fuglana að fljúga svona langt og eru margir við það að örmagnast þegar þeir koma til landsins. Innlent 18. apríl 2021 13:04
Ekkert sérstakt ferðaveður að gosstöðvunum í dag Ferðaveður að gosstöðvunum í Geldingadölum er ekkert sérstakt í dag. Spáð er suðvestan tíu til fimmtán metrum á sekúndu fyrir hádegi en bætir nokkuð í vindinn eftir hádegi. Hægist um aftur í kvöld en búast má við éljum í allan dag að því er segir í tilkynningu frá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum. Innlent 18. apríl 2021 10:48
Mengun mun berast yfir Vatnsleysuströnd Gasmengun frá gosstöðvunum á Reykjanesi mun berast til norðurs í dag, miðað við spár, og þá einkum yfir Vatnsleysuströnd. Þeir sem leggja leið sína að gosstöðvunum eru hvattir til að fylgjast með loftgæðamælingum og leiðbeiningum frá almannavörnum. Innlent 17. apríl 2021 09:22
Golffár á Fróni og nú þegar slegist um rástímana Áhugi á golfinu hefur ekki verið eins mikill í annan tíma á Íslandi. Þó tímabilið sé ekki hafið og nú sé svokallað vetrargolf stundað, sem áður var bara meðal þeirra hörðustu, eru allir rástímar sem í boði eru upp bókaðir og biðlistar í að komast í klúbbana. Innlent 17. apríl 2021 08:00
Hafa gefið út „opnunartíma“ fyrir gosstöðvarnar um helgina Sama fyrirkomulag verður við gosstöðvarnar í dag og um helgina og verið hefur undanfarna daga. Gossvæðið verður vaktað af lögreglu og björgunarsveitum frá kl. 12 á hádegi og fram til miðnættis en svæðinu lokað kl. 21 og rýmt kl. 23. Innlent 16. apríl 2021 08:18
Víða sunnanátt með skúrum á landinu Veðurstofan reiknar með sunnan og suðaustan tíu til átján metrum á sekúndu og rigningu eða súld fyrri part dags. Bjart verður að mestu norðaustantil á landinu. Hiti á landinu verður fimm til fjórtán stig, þar sem hlýjast verður á Norður- og Austurlandi. Veður 16. apríl 2021 07:17
Viðbragðsaðilar gæta þess að fólk virði tilmæli um lokun Gosstöðvarnar á Reykjanesskaga verða lokaðar almenningi í dag vegna afar óhagstæðrar veðurspár. Sigurður Bergmann, aðalvarðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurnesjum, segir að viðbragðsaðilar muni vakta svæðið og gæta þess að fólk virði tilmæli um lokun ekki að vettugi. Sem stendur er mannlaust á gosslóðum. Innlent 15. apríl 2021 12:29
Hlýjast á Norðurlandi og rigning sunnan- og vestantil Landsmenn mega eiga von á vaxandi suðaustanátt í dag, víða þrettán til tuttugu metrar á sekúndu eftir hádegi. Það verður rigning um landið sunnan- og vestanvert, og sums staðar talsverð rigning, einkum á Suðausturlandi. Veður 15. apríl 2021 07:23
Spá gasmengun á höfuðborgarsvæðinu í dag Veðurstofa spáir suðvestan 8-13 m/s á Reykjanesskaga í dag og segir gasmengun frá eldgosinu í Fagradalsfjalli munu berast til norðausturs yfir höfuðborgarsvæðið. Innlent 14. apríl 2021 06:36
Gasmengun yfir höfuðborgarsvæðinu á morgun Spá Veðurstofunnar um gasmengun frá eldstöðvunum á Reykjanesskaga gerir ráð fyrir að gasmengun berist til norðausturs yfir höfuðborgarsvæðið á morgun. Innlent 13. apríl 2021 22:22
Skýjað með köflum og dálitlar skúrir á víð og dreif Gera má ráð fyrir fremur suðlægri átt í dag þar sem skýjað verður með köflum og dálitlar skúrir á víð og dreif. Bjart veður verður um landið norðaustanvert. Hiti víða fimm til tíu stig. Veður 13. apríl 2021 07:14
Opna á hádegi og þangað til verða engir viðbragðsaðilar á staðnum Gosstöðvarnar á Reykjanesskaga verða opnaðar almenningi á hádegi í dag og fram að þeim tíma verða engir viðbragðsaðilar á gosstöðvunum sjálfum. Innlent 12. apríl 2021 06:44
Mildir suðlægir vindar leika um landið Spáð er rigningu eða slyddu í flestum landshlutum í dag fyrir tilstilli lægðar vestur af landinu sem beinir mildum suðlægum vindum yfir landið. Búist er við því að gasmengun leggi yfir norðanverðan Reykjanesskaga og höfuðborgarsvæðið í dag. Innlent 11. apríl 2021 07:32
Fyrst sviði, þá hósti og svo lungnabjúgur allt að tveimur dögum seinna Brennisteinsdíoxíð getur valdið eringu í húð, slímhúð og efri hluta öndunarfæra. Mikið magn getur valdið svokölluðum lungnabjúg en tveir sólahringar geta liðið þar til hann kemur fram. Innlent 9. apríl 2021 12:35
Þrennt ber að varast; nýja gíga, hraunbrúnir og gasmengun Það er þrennt sem ber að varast á gosstöðvunum; nýja gíga, hrun og undanhlaup á við hraunbrúnir og gasmengun. Þetta kom fram á upplýsingafundi vegna eldgossins í Fagradalsfjalli rétt í þessu. Innlent 9. apríl 2021 11:40
Hreindýrahjarðir á ferli við vegi á Austurlandi Vegagerðin varar ökumenn við því að hreindýrahjarðir hafi sést víða við vegi á Austurlandi. Ábendingar hafa borist um að þær hafi sést í Fagradal, við álverið á Reyðarfirði, Við Djúpavog og í Lóni. Þá hafa þær einnig sést á Breiðamerkursandi. Vegfarendur eru vinsamlegast beðnir um að sýna aðgát. Vegagerðin vekur athygli á að vetrarfærð sé í öllum landshlutum. Innlent 9. apríl 2021 06:51
Vindur gæti náð 40 metrum á sekúndu í hviðum Lægðin og snjókomubakkinn sem henni fylgdi er nú á leið austur og fjarlægist landið en skilur eftir hjá okkur norðan strekking eða allhvassann vind. Á Suðausturlandi og á Austfjörðum verður norðvestan hvassviðri eða stormur, 18 til 25 metrar á sekúndu. Veður 8. apríl 2021 07:16
Vaxandi austanátt og snjókoma eða él Veðurstofan gerir ráð fyrir hægt vaxandi austlægri átt með snjókomu eða él í dag. Má reikna með að í kvöld verði tíu til fimmtán metrar á sekúndu, en á Norðvesturlandi verður norðaustan hvassviðri með éljum og skafrenningi. Gular viðvaranir eru í gildi á Vestfjörðum og við Breiðafjörð frá síðdegis í dag og til morguns. Veður 7. apríl 2021 07:09
Yfirleitt þurrt og bjart sunnan- og vestanlands Landsmenn mega reikna með hægri, breytilegri átt í dag, en norðvestan strekkingi austast á landinu fram eftir degi. Það verður yfirleitt þurrt og bjart veður á sunnan- og vestanverðu landinu, og eftir hádegi rofar einnig til norðaustanlands. Veður 6. apríl 2021 07:14
Áfram kalt í veðri Frost var á landinu öllu í nótt og mældist það á bilinu 7 til 13 stig. Það dregur þó úr frosti eftir því sem líður á daginn og má búast við að það verði á bilinu 2 til 8 stig á landinu öllu. Innlent 5. apríl 2021 07:26
Heimskautaloft af köldustu sort steypist yfir landann Það kólnaði verulega í veðri á landinu öllu í gærkvöldi og í nótt og var algengt að hiti á mælum félli um tíu stig á þessum tíma. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands en nú mælist frost á landinu öllu og algengast að það sé á bilinu fimm til tíu stig. Innlent 4. apríl 2021 08:44
Opna aftur fyrir umferð að gosstöðvunum á morgun Ákveðið hefur verið að opna aftur fyrir umferð um Suðurstrandarveg að gosstöðvum í Geldingadölum frá hádegi á morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum en gert er ráð fyrir að opnunin taki gildi klukkan tólf á morgun, páskadag. Innlent 3. apríl 2021 10:03
Gular viðvaranir, erfið færð og lélegt skyggni við gosstöðvarnar Búist er við suðvestan hvassviðri eða stormi á Norður og Austurlandi í dag. Síðdegis er aftur á móti viðbúið að snúi í norðanátt með talsverðri snjókomu og færð fer versnandi á norðanverðu landinu að því fram kemur í athugasemd veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Gular veðurviðvaranir taka víða í gildi í dag. Innlent 3. apríl 2021 09:55
Lokað fyrir umferð að gosstöðvunum í dag Vegna veðurs verður lokað fyrir umferð að gosstöðvunum í Geldingadölum í dag. Þetta kom fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum í gær og stendur enn, að sögn Gunnars Schram yfirlögregluþjóns. Innlent 3. apríl 2021 08:02