Veður

Veður


Fréttamynd

Skiptast á skin og skúrir næstu daga

Næstu daga skiptast á skin og skúrir þar sem spár gera ráð fyrir lægðagangi. Skil með rigningu ganga þá allreglulega yfir landið en ólíkt stöðunni að undanförnu þar sem varla hefur sést til sólar sunnantil á landinu ætti að geta létt ágætlega til á milli lægðakerfa.

Veður
Fréttamynd

Víða skúrir og hiti að átján stigum

Lægð dagsins er staðsett yfir Vesturlandi í morgunsárið og fylgir henni sunnan- og suðaustanátt víða á bilinu fimmtán til þrettán metrum á sekúndu. Sökum nálægðar við lægðarmiðjuna verður hægari vindur þó vestantil.

Veður
Fréttamynd

Allt að 18 stig á Norð­austur­landi en skúrir víða um land

Víða má búast við skúrum á landinu í dag en útlit er fyrir rigningu með köflum suðaustanlands. Lengst af verður þó bjartviðri og þurrt að kalla um norðaustanvert landið. Áfram verður milt veður og gæti hitinn á Norðausturlandi náð allt að átján stigum.

Innlent
Fréttamynd

Hiti allt að tuttugu stigum norðan­lands

Veðurstofan spáir suðvestanátt í dag, fimm til þrettán metrum á sekúndu, þar sem hvassast verður með suðurströndinni. Skýjað að mestu um landið og víða dálítil rigning með köflum.

Veður
Fréttamynd

Gul við­vörun á Suður­landi

Gul viðvörun tekur gildi klukkan sex á Suðurlandi vegna hvassviðris. Austan þrettán til tuttugu metrar á sekúndu eru frá Markarfljóti austur að Vík í Mýrdal og einnig á Hellisheiði. Vindhviður gætu náð 30 metum á sekúndu sem gæti valdið ökutækjum, sem taka á sig mikinn vind, vandkvæðum.

Innlent
Fréttamynd

Rigning og kuldi á Suð­vestur­horninu í dag

Suðlægar áttir leika um landið í dag og næstu daga. Þeim fylgir talsverð væta sunnan- og vestanlands. Fremur kalt er í veðri en á norðausturhluta landsins verður áfram þurrt að mestu með sólarköflum og hlýindum.

Veður
Fréttamynd

Björgunar­sveitir glímdu við fjúkandi felli­hýsi í gær

Björgunarsveitir, lögregla og slökkvilið sinntu talsverðum fjölda útkalla á suðvesturhorni landsins síðdegis í gær og í gærkvöldi vegna hvassviðrisins sem gekk þar yfir. Óvenjulega mörg útköll sneru að þessu sinni að ferðahýsum sem höfðu fokið til.

Innlent
Fréttamynd

Á­fram skýjað og rigning

Mjög hefur lægt yfir landinu eftir veðurofsa gærdagsins. Aðeins ein gul veðurviðvörun er í gildi fyrir miðhálendið. Suðlægar áttir munu ríkja nú um mánaðarmótin en búast má við að það fari að hlýna þegar líður á vikuna.

Veður
Fréttamynd

Trampolín og hjólhýsi valda tjóni

Mikið hefur verið um að trampolín fjúki og valdi tjóni í hvassviðrinu sem gerir nú á suðvesturhorni landsins. Þá hafa verið nokkuð um að hjólhýsi fjúki úr stað og valdi tjóni.

Innlent
Fréttamynd

Rok og rigning á Suð­vestur­horninu í dag

Eftir margra vikna veðurblíðu stefnir lægð yfir landið og útlit er fyrir nokkurn lægðagang næstu daga. Lægðin sem má vænta mun byrja göngu sína yfir landið á Suðvesturhorni landsins. Nokkur vindur mun fylgja og gular veðurviðvaranir taka gildi nú upp úr hádegi á Suðurlandi, Faxaflóa og Miðhálendinu.

Innlent
Fréttamynd

Sunn­lenskur sandur skýringin á slæmu skyggni

Grátt er yfir höfuðborginni þessa stundina og mælast loftgæði óholl í Kópavogi og miðsvæðis í Reykjavík. Að sögn veðurfræðings er skýringin á þessu rykmengun frá söndum Suðurlandsins sem berst með suðaustanátt.

Innlent
Fréttamynd

Hiti við 20 gráður fyrir norðan

Ekki mátti miklu muna að hitinn færi upp í 20 gráður á Norður­landi í dag. Á þremur stöðum sýndu mælar Veður­stofunnar meira en 19 gráður, bæði í Skaga­firðinum og á torfum í Eyja­firði.

Innlent
Fréttamynd

Áfram hætta á gróðureldum þrátt fyrir úrkomu

Hættustig vegna gróðurelda er enn í gildi á höfuðborgarsvæðinu þrátt fyrir úrkomu um hvítasunnuhelgina. Áfram er spáð þurrki næstu daga ásamt talsverðum vindi. Til stendur að endurmeta stöðuna á föstudag en þá er von á úrkomu á Suðvesturlandi.

Innlent
Fréttamynd

Hiti nær allt að fjór­tán stigum yfir daginn

Veðurstofan spáir suðaustan golu í dag, en strekkingi við suður- og suðvesturströndina. Víða bjartviðri, en það verður skýjað að mestu á Austurlandi, og einnig má búast við skýjum af og til sunnantil á landinu.

Veður