Seyðfirðingar áhyggjufullir vegna mikilla rigninga Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. nóvember 2022 20:06 Björt Sigfinnsdóttir, íbúi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúar á Seyðisfirði hafa áhyggjur, sem eðlilegt er af mikilli rigningu og hættu á aurskriðum í bæjarfélaginu en þar hefur rignt meira og minna síðustu viku og ekkert lát virðist vera á rigningu þar á næstunni. Aurskriðurnar í desember 2020 eru í fersku minni hjá íbúum Seyðisfjarðar en þá urðu fordæmalausar hamfarir í kjölfar úrhellisrigningar á svæðinu í hartnær eina viku. Mikið hefur ringt á svæðinu síðustu vikur og spáin gerir ráð fyrir áframhaldandi rigningu. En hvað segja íbúar á Seyðisfirði, hvernig líður þeim með þetta? „Ég finn alveg og hef fundið fyrir því alveg undanfarna daga að það er ákveðin ólga í maganum og ákveðin kvíði, sem gerir vart við sig en ég veit jafnframt að það er verið fylgjast vel með öllu hér upp í fjöllum og hér er mikið af mælitækjum og ég treysti okkar besta fólki fyrir því,“ segir Björt Sigfinnsdóttir. „Ég held að það sé alveg stress í fólki, þetta er náttúrulega alltaf óþægilegt og við urðum öll frekar veðurhrædd eftir að skriðurnar skullu á á sínum tíma,“ segir Sesselja Hlín Jónasardóttir. Sesselja Hlín Jónasardóttir, íbúi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Skriðan 2020 féll alveg við húsið hennar Aðalheiðar og eigin manns hennar og tvö hús við hliðina á þeim fóru alveg í skriðunni „Og maðurinn minn og tveir synir voru inn í húsinu á meðan það gerðist og ég og dóttir mín stóðum álengdar og horfðum á, sem var alveg skelfilegt erfitt, ég var svolítið lengi að jafna mig á því,“ segir Aðalheiður Lóa Borgþórsdóttir. En hvað finnst Aðalheiði með ástandið eins og það er í dag? „Þetta er ónotanlegt því síðustu dagar hafa minnt svolítið á desember 2020, óneitanlega óþægilegt skulum við segja en mér finnst ég vera örugg því það er fylgst vel með,“ segir Aðalheiður og bætir við. „Það er búið að setja hér upp varnargarða og það er fylgst vel með. Hérna eru speglar í öllum hlíðum og borholur þar sem er fylgst með hvernig vatnið hleðst niður og það er að drena sig ágætlega fjallið eins og er en það er búin að vera undanfarið. Já, við teljum okkur bara þokkalega örugg.“ Aðalheiður Lóa Borgþórsdóttir, íbúi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Veður Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Sjá meira
Aurskriðurnar í desember 2020 eru í fersku minni hjá íbúum Seyðisfjarðar en þá urðu fordæmalausar hamfarir í kjölfar úrhellisrigningar á svæðinu í hartnær eina viku. Mikið hefur ringt á svæðinu síðustu vikur og spáin gerir ráð fyrir áframhaldandi rigningu. En hvað segja íbúar á Seyðisfirði, hvernig líður þeim með þetta? „Ég finn alveg og hef fundið fyrir því alveg undanfarna daga að það er ákveðin ólga í maganum og ákveðin kvíði, sem gerir vart við sig en ég veit jafnframt að það er verið fylgjast vel með öllu hér upp í fjöllum og hér er mikið af mælitækjum og ég treysti okkar besta fólki fyrir því,“ segir Björt Sigfinnsdóttir. „Ég held að það sé alveg stress í fólki, þetta er náttúrulega alltaf óþægilegt og við urðum öll frekar veðurhrædd eftir að skriðurnar skullu á á sínum tíma,“ segir Sesselja Hlín Jónasardóttir. Sesselja Hlín Jónasardóttir, íbúi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Skriðan 2020 féll alveg við húsið hennar Aðalheiðar og eigin manns hennar og tvö hús við hliðina á þeim fóru alveg í skriðunni „Og maðurinn minn og tveir synir voru inn í húsinu á meðan það gerðist og ég og dóttir mín stóðum álengdar og horfðum á, sem var alveg skelfilegt erfitt, ég var svolítið lengi að jafna mig á því,“ segir Aðalheiður Lóa Borgþórsdóttir. En hvað finnst Aðalheiði með ástandið eins og það er í dag? „Þetta er ónotanlegt því síðustu dagar hafa minnt svolítið á desember 2020, óneitanlega óþægilegt skulum við segja en mér finnst ég vera örugg því það er fylgst vel með,“ segir Aðalheiður og bætir við. „Það er búið að setja hér upp varnargarða og það er fylgst vel með. Hérna eru speglar í öllum hlíðum og borholur þar sem er fylgst með hvernig vatnið hleðst niður og það er að drena sig ágætlega fjallið eins og er en það er búin að vera undanfarið. Já, við teljum okkur bara þokkalega örugg.“ Aðalheiður Lóa Borgþórsdóttir, íbúi.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Veður Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Sjá meira