Í hugleiðingum veðurfræðings segir að á Vesturlandi verði hins vegar úrkomulítið þó eitthvað dropi víðast hvar. Hiti verður á bilinu tvö til átta stig.
Óvissustigi almannavarna var lýst yfir á Austurlandi vegna skriðuhættu í gær. Mikið hefur rignt á svæðinu í nóvember og er grunnvatnsstaða há í landshlutanum. Sérstaklega er fylgst með skriðuhættu á Seyðisfirði.
„Norðaustan 5-15 m/s á morgun, hvassast norðvestantil á landinu. Rigning með köflum víða um land, en á Suður- og Vesturlandi verður yfirleitt þurrt. Eftir hádegi bætir svo heldur í úrkomu fyrir austan. Áfram milt í veðri,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á föstudag: Norðaustan og austan 5-15 m/s, hvassast norðvestantil. Þurrt að kalla á Suður- og Vesturlandi, annars væta með köflum, en bætir í úrkomu á norðaustanverðu landinu eftir hádegi. Hiti 2 til 7 stig.
Á laugardag: Suðlæg eða breytileg átt 10-18 um morguninn og allvíða rigning. Dregur úr vindi eftir hádegi og styttir upp í flestum landshlutum. Hiti breytist lítið.
Á sunnudag: Norðan 8-15 og rigning eða snjókoma með köflum, en úrkomumeira norðaustanlands. Yfirleitt þurrt sunnantil á landinu. Hiti 0 til 7 stig, mildast syðst.
Á mánudag: Breytileg átt og dálítil él norðanlands, annars þurrt að kalla. Víða vægt frost, en hiti um og yfir frostmarki við ströndina.
Á þriðjudag og miðvikudag: Suðlæg átt og fer að rigna, en úrkomulítið á Norður- og Austurlandi. Hlýnar í veðri.