Veður

Veður


Fréttamynd

Norð­læg átt ríkjandi á landinu

Norðlæg átt verður ríkjandi á landinu í dag, þar sem vindur verður yfirleitt á bilinu fimm til tíu metrar á sekúndu. Víða á Vesturlandi verður hins vegar tíu til fimmtán metrar, einkum í vindstrengjum á Snæfellsnesi og Barðaströndinni.

Veður
Fréttamynd

Hundruð meta slegin í hitabylgjunni í Evrópu

Hitabylgja sem gekk yfir hluta meginlands Evrópu um helgina gat af sér hundruð hitameta, ekki síst í Frakklandi þar sem hitinn var hve hæst yfir meðaltali. Í Baskalandi var sögulegt hitamet slegið rækilega.

Erlent
Fréttamynd

Allt að 22 stiga hiti í dag

Í dag er spáð suðvestanátt, átta til fimmtán metrum á sekúndu, hvassast norðvestanlands. Gert er ráð fyrir rigningu með köflum í flestum landshlutum. Byrjar fyrst að rigna vestantil fyrir hádegi en ekki fyrr en síðdegis austanlands. Hiti tíu til 22 stig, en hlýjast fyrir austan.

Veður
Fréttamynd

Milljónir manna heimilis­laus eftir gríðarleg flóð

Milljónir manna eru heimilislaus og 18 látnir eftir gríðarmikil flóð í Bangladess og norðausturhluta Indlands. Herir beggja landa hafa verið kallaðir út til að hjálpa fólki sem er strandað vegna flóðanna. Búist er við því að rigningin haldi áfram út helgina.

Erlent
Fréttamynd

Gular við­varanir á 17. júní

Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir fyrir Suðurland, Suðausturland og Austfirði vegna hvassviðris og taka þær gildi annað kvöld og eru í tildi fram á morgun eða kvöld á laugardag.

Veður
Fréttamynd

„Ekkert sér­stakt veður“ á þjóð­há­tíðar­daginn

Útlit er fyrir blautt veður býsna víða á landinu á þjóðhátíðardaginn 17. júní sem haldinn verður hátíðlegur næsta föstudag. Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofunni segir allt benda til þess að ekkert sérstakt veður muni leika við landsmenn á föstudag.

Innlent
Fréttamynd

Ekki út­lit fyrir sól­bjartan þjóð­há­tíðar­dag

Í dag er spáð suðlægri átt, fimm til tíu metrum á sekúndu og má gera ráð fyrir að það verði skýjað með köflum og skúrir, einkum sunnan- og vestanlands. Þurrt að kalla norðvestantil framan af degi en þar einnig stöku skúrir seinnipartinn.

Veður
Fréttamynd

Blíðviðri og ekkert lúsmý

Sólin kemur til með að leika við Austfirðinga næstu dagana ef veðurspár ganga eftir. Blíðu á Austurlandi fylgja jafnan margir gestir á tjaldsvæðum á svæðinu og er því undirbúningur á fullu á tjaldsvæðunum í Atlavík og Höfðavík.

Innlent
Fréttamynd

Von á viðsnúningi í veðri

Í dag stefnir í sæmilegasta veður til að halda upp á sjómannadaginn. Veðrið verður heldur skárra sunnanlands en norðan. Þetta mun þó snúast við á morgun.

Innlent
Fréttamynd

Allt að átján stiga hiti í dag

Veðrinu verður nokkuð misskipt í dag, ef marka má veðurspá. Spáð er svölu verði fyrir norðan en allt að átján stiga hita sunnan heiða.

Veður
Fréttamynd

Mælt gegn ferðum með tengivagna á Suðurlandi

Veðurfræðingur mælir gegn ferðalögum með tengivagna í hvassviðrinu á Suðurlandi næsta rúma sólarhringinn þar sem gul viðvörun er í gildi. Mótstjóri TM-mótsins sem stendur yfir í Eyjum hefur litlar áhyggjur af rokinu og segir Eyjamenn hafa séð það verra.

Innlent
Fréttamynd

Gular við­varanir í gildi til mið­nættis

Gular veðurviðvaranir hafa verið gefnar út fyrir Suður- og Suðausturland í dag sem gilda til miðnættis. Ástæðan er hvassviðri og varhugavert ferðaveður fyrir ökutæki og tengivagna sem taka á sig mikinn vind.

Veður
Fréttamynd

Víða skúrir á landinu eftir há­degi

Veðurstofan gerir ráð fyrir austlægri eða breytilegri átt í dag, yfirleitt þremur til tíu metrum á sekúndu. Sums staðar verður þoka við norður- og austurströndina, en víða skúrir á landinu eftir hádegi.

Veður
Fréttamynd

Sólríkt víðast hvar á landinu í dag

Fínasta veður er í kortunum í dag og sólríkt víða á landinu. Vestan og norðvestan 3-8 í dag og léttir víða til, en 5-10 og lítilsháttar væta á Norðausturlandi fyrir hádegi. Hiti frá 6 stigum við norðurströndina, upp í 16 stig á Suðausturlandi.

Innlent
Fréttamynd

Snjór og varasöm hálka á Öxnadalsheiði í nótt

Nú er regnsvæði á leið yfir landið frá vestri til austurs og því rignir um tíma í dag í flestum landshlutum. Í kvöld kemur kalt loft úr vestri og fer hratt yfir. Á Öxnadalsheiði og eflaust víðar á fjallvegum norðanlands gerir seint í kvöld og nótt snjó eða krapa með varasamri hálku.

Veður
Fréttamynd

Víða vætu­samt og svalt veður

Veðurstofan reiknar með suðlægum áttum í dag þar sem víða verður vætusamt og fremur svalt veður. Þó verður úrkomulítið og heldur hlýrra norðaustanlands.

Veður