Töldu í fyrstu að kona væri í húsinu Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 3. september 2023 11:53 Í fyrstu var talið að kona væri föst í húsinu en hún reyndist hafa komist út af sjálfdáðun. Björgunarsveitin Sigurvon, Tómas Logi Björgunarsveitir á Suðurnjesjum voru kallaðar út í gærkvöldi þegar varnargarður brast og sjór umlukkti íbúðarhús. Í fyrstu var talið að kona væri föst í húsinu en svo reyndist ekki vera. Sjóbjörgunarsveitinni Sigurvon í Sandgerði barst útkall um klukkan níu í gærkvöldi. „Þá voru fyrstu fréttir að sjóvarnagarðar væru farnir og að það væri allt á kafi í sjó,“ segir Tómas Logi Hallgrímsson samskiptastjóri sveitarinnar, sem kom að aðgerðum í gærkvöldi. „Þegar nær dregur fáum við upplýsingar um það að þetta sé íbúðarhús sem sé að fara á kaf og að það sé kona föst inni í húsinu. Þegar við komum á staðinn var konan nú ekki föst í húsinu, hún er komin út en þurfti að vaða alveg upp að hnjám. En húsið var að hluta til alveg á kafi í sjó, alveg upp að tveimur hliðum á húsinu.“ Samverkandi þættir eins og háflóð og mikill vindur urðu til þess að varnargarðar brustu og sjór flæddi að.Björgunarsveitin Sigurvon, Tómas Logi Betur fór á horfðist í byrjun að sögn Tómasar. „Það kom ekki til þess að við þyrftum að hlaða sandpokum fyrir hurðar vegna þess að það var það hátt upp í gólfplötu á húsinu þannig að það slapp til og það er enginn kjallari í húsinu. Mitt mat var að það þyrfti ekki að taka rafmagn af húsinu en ég veit ekki hvort það hafi verið gert eftir að við fórum.“ Hann telur að konan sem var í húsinu hafi ekki verið í hættu á neinum tímapunkti. Henni var mjög brugðið og skiljanlega, ég meina, húsið þitt er að fara á kaf. Þá losnaði bátur í smábátahöfninni sem björgunarsveitin batt niður en önnur verkefni komu ekki á þeirra borð. Tómas segir að Ljósanótt hafi farið vel fram. „Við einmitt horfðum á flugeldasýninguna á leiðinni heim úr útkallinu okkar. Það tókst að skjóta henni upp þrátt fyrir veður. Ég veit ekki betur en að þar hafi allt farið mjög vel fram fyrir utan einhverjar fánastangir sem fóru á hliðina,“ segir Tómas Logi Hallgrímsson hjá björgunarsveitinni Sigurvon í Sandgerði. Björgunarsveitir Veður Suðurnesjabær Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira
Sjóbjörgunarsveitinni Sigurvon í Sandgerði barst útkall um klukkan níu í gærkvöldi. „Þá voru fyrstu fréttir að sjóvarnagarðar væru farnir og að það væri allt á kafi í sjó,“ segir Tómas Logi Hallgrímsson samskiptastjóri sveitarinnar, sem kom að aðgerðum í gærkvöldi. „Þegar nær dregur fáum við upplýsingar um það að þetta sé íbúðarhús sem sé að fara á kaf og að það sé kona föst inni í húsinu. Þegar við komum á staðinn var konan nú ekki föst í húsinu, hún er komin út en þurfti að vaða alveg upp að hnjám. En húsið var að hluta til alveg á kafi í sjó, alveg upp að tveimur hliðum á húsinu.“ Samverkandi þættir eins og háflóð og mikill vindur urðu til þess að varnargarðar brustu og sjór flæddi að.Björgunarsveitin Sigurvon, Tómas Logi Betur fór á horfðist í byrjun að sögn Tómasar. „Það kom ekki til þess að við þyrftum að hlaða sandpokum fyrir hurðar vegna þess að það var það hátt upp í gólfplötu á húsinu þannig að það slapp til og það er enginn kjallari í húsinu. Mitt mat var að það þyrfti ekki að taka rafmagn af húsinu en ég veit ekki hvort það hafi verið gert eftir að við fórum.“ Hann telur að konan sem var í húsinu hafi ekki verið í hættu á neinum tímapunkti. Henni var mjög brugðið og skiljanlega, ég meina, húsið þitt er að fara á kaf. Þá losnaði bátur í smábátahöfninni sem björgunarsveitin batt niður en önnur verkefni komu ekki á þeirra borð. Tómas segir að Ljósanótt hafi farið vel fram. „Við einmitt horfðum á flugeldasýninguna á leiðinni heim úr útkallinu okkar. Það tókst að skjóta henni upp þrátt fyrir veður. Ég veit ekki betur en að þar hafi allt farið mjög vel fram fyrir utan einhverjar fánastangir sem fóru á hliðina,“ segir Tómas Logi Hallgrímsson hjá björgunarsveitinni Sigurvon í Sandgerði.
Björgunarsveitir Veður Suðurnesjabær Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira