Töldu í fyrstu að kona væri í húsinu Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 3. september 2023 11:53 Í fyrstu var talið að kona væri föst í húsinu en hún reyndist hafa komist út af sjálfdáðun. Björgunarsveitin Sigurvon, Tómas Logi Björgunarsveitir á Suðurnjesjum voru kallaðar út í gærkvöldi þegar varnargarður brast og sjór umlukkti íbúðarhús. Í fyrstu var talið að kona væri föst í húsinu en svo reyndist ekki vera. Sjóbjörgunarsveitinni Sigurvon í Sandgerði barst útkall um klukkan níu í gærkvöldi. „Þá voru fyrstu fréttir að sjóvarnagarðar væru farnir og að það væri allt á kafi í sjó,“ segir Tómas Logi Hallgrímsson samskiptastjóri sveitarinnar, sem kom að aðgerðum í gærkvöldi. „Þegar nær dregur fáum við upplýsingar um það að þetta sé íbúðarhús sem sé að fara á kaf og að það sé kona föst inni í húsinu. Þegar við komum á staðinn var konan nú ekki föst í húsinu, hún er komin út en þurfti að vaða alveg upp að hnjám. En húsið var að hluta til alveg á kafi í sjó, alveg upp að tveimur hliðum á húsinu.“ Samverkandi þættir eins og háflóð og mikill vindur urðu til þess að varnargarðar brustu og sjór flæddi að.Björgunarsveitin Sigurvon, Tómas Logi Betur fór á horfðist í byrjun að sögn Tómasar. „Það kom ekki til þess að við þyrftum að hlaða sandpokum fyrir hurðar vegna þess að það var það hátt upp í gólfplötu á húsinu þannig að það slapp til og það er enginn kjallari í húsinu. Mitt mat var að það þyrfti ekki að taka rafmagn af húsinu en ég veit ekki hvort það hafi verið gert eftir að við fórum.“ Hann telur að konan sem var í húsinu hafi ekki verið í hættu á neinum tímapunkti. Henni var mjög brugðið og skiljanlega, ég meina, húsið þitt er að fara á kaf. Þá losnaði bátur í smábátahöfninni sem björgunarsveitin batt niður en önnur verkefni komu ekki á þeirra borð. Tómas segir að Ljósanótt hafi farið vel fram. „Við einmitt horfðum á flugeldasýninguna á leiðinni heim úr útkallinu okkar. Það tókst að skjóta henni upp þrátt fyrir veður. Ég veit ekki betur en að þar hafi allt farið mjög vel fram fyrir utan einhverjar fánastangir sem fóru á hliðina,“ segir Tómas Logi Hallgrímsson hjá björgunarsveitinni Sigurvon í Sandgerði. Björgunarsveitir Veður Suðurnesjabær Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Sjá meira
Sjóbjörgunarsveitinni Sigurvon í Sandgerði barst útkall um klukkan níu í gærkvöldi. „Þá voru fyrstu fréttir að sjóvarnagarðar væru farnir og að það væri allt á kafi í sjó,“ segir Tómas Logi Hallgrímsson samskiptastjóri sveitarinnar, sem kom að aðgerðum í gærkvöldi. „Þegar nær dregur fáum við upplýsingar um það að þetta sé íbúðarhús sem sé að fara á kaf og að það sé kona föst inni í húsinu. Þegar við komum á staðinn var konan nú ekki föst í húsinu, hún er komin út en þurfti að vaða alveg upp að hnjám. En húsið var að hluta til alveg á kafi í sjó, alveg upp að tveimur hliðum á húsinu.“ Samverkandi þættir eins og háflóð og mikill vindur urðu til þess að varnargarðar brustu og sjór flæddi að.Björgunarsveitin Sigurvon, Tómas Logi Betur fór á horfðist í byrjun að sögn Tómasar. „Það kom ekki til þess að við þyrftum að hlaða sandpokum fyrir hurðar vegna þess að það var það hátt upp í gólfplötu á húsinu þannig að það slapp til og það er enginn kjallari í húsinu. Mitt mat var að það þyrfti ekki að taka rafmagn af húsinu en ég veit ekki hvort það hafi verið gert eftir að við fórum.“ Hann telur að konan sem var í húsinu hafi ekki verið í hættu á neinum tímapunkti. Henni var mjög brugðið og skiljanlega, ég meina, húsið þitt er að fara á kaf. Þá losnaði bátur í smábátahöfninni sem björgunarsveitin batt niður en önnur verkefni komu ekki á þeirra borð. Tómas segir að Ljósanótt hafi farið vel fram. „Við einmitt horfðum á flugeldasýninguna á leiðinni heim úr útkallinu okkar. Það tókst að skjóta henni upp þrátt fyrir veður. Ég veit ekki betur en að þar hafi allt farið mjög vel fram fyrir utan einhverjar fánastangir sem fóru á hliðina,“ segir Tómas Logi Hallgrímsson hjá björgunarsveitinni Sigurvon í Sandgerði.
Björgunarsveitir Veður Suðurnesjabær Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Sjá meira