Áfram sumar og sól í dag Það verður áfram bjart og hlýtt í suðvesturfjórðungi landsins, en norðan- og austanlands verður áfram skýjað og lítilsháttar væta. Það verður norðaustlæg átt og strekkingur á norðvestanverðu landinu og með suðausturströndinni. Veður 28. júlí 2023 07:19
Júlí gæti orðið heitasti mánuðurinn í 120 þúsund ár Sérfræðingar frá Alþjóðaveðurfræðistofnuninni og Loftslagsstofnun Evrópusambandsins spá því að júlímánuður verði sá heitasti síðan mælingar hófust. Hitabylgjur hafa riðið yfir víða um heiminn og gróðuredar hafa logað á allnokkrum stöðum í júlímánuði. Erlent 27. júlí 2023 20:57
Bjart og hlýtt sumarveður víða í dag Norðaustlægar áttir verða ríkjandi á landinu í dag, skýjað að mestu en víða bjartviðri sunnan- og vestanlands. Það verður gott útivistarveður um helgina og fram í næstu viku, úrkomulítið og líkur á sólarglennum í flestum landshlutum. Veður 27. júlí 2023 07:50
Óholl loftgæði mældust í Kópavogi vegna svifryks Loftgæði í Kópavogi hafa mælst óholl frá klukkan átta í kvöld vegna mikils svifryks. Veðurfræðingur segir ástandið geta varað næstu daga. Innlent 26. júlí 2023 23:13
Sextán manns úr þremur fjölskyldum fórust í Alsír Að minnsta kosti þrjátíu og fjórir hafa farist í skógareldum í Alsír, þar af sextán fullorðnir og börn úr þremur fjölskyldum. Eldar blossuðu óvænt upp í nágrenni Lissabon höfuðborgar Portúgals í gær. Erlent 26. júlí 2023 11:30
„Eitthvað sem við munum aldrei gleyma“ Rúður brotnuðu, bílar skemmdust og fjöldi fólks slasaðist þegar haglélsstormur dundi yfir Norður-Ítalíu í fyrradag. Íslendingur á svæðinu segist enn vera að átta sig á því sem gerðist, höglin hafi verið á stærð við golfkúlur. Innlent 26. júlí 2023 09:00
Lægð veldur allhvössum austanvindi Lægð suður í hafi veldur allhvössum austanvindi allra syðst á landinu en það verður hægari vindur annars staðar. Skýjað að mestu en þokuloft við norður- og austurströndina, skúrir inn til landsins og rigning með köflum suðaustanlands. Veður 26. júlí 2023 08:03
Haglél eyðilagði bílaleigubíla Íslendinga á Ítalíu Hópur Íslendinga lenti í haglélsstormi á Norður-Ítalíu í gær. Höglin voru á stærð við golfbolta og varð mikið tjón á bílaleigubílum hópsins. Tugir fólks hafa særst og að minnsta kosti tveir látist í stormum á Norður-Ítalíu undanfarið. Erlent 25. júlí 2023 12:04
Skýjað í dag og súld norðaustanlands Það verður austan- og suðaustanátt með suðurströndinni í kvöld en norðaustlægari átt á norðvestanverðu landinu. Skýjað að mestu, súld úti við norður- og austurströndina og skúrir inn til landsins. Rigning með köflum sunnanlands í nótt og á morgun. Veður 25. júlí 2023 08:14
Þúsundir ferðamanna flýja Grikkland Þúsundir ferðamanna reyna að komast heim til sín frá Rhodes eyju í Grikklandi vegna stjórnlausra skógarelda þar. Eldar loga á tugum staða í Grikklandi og hefur fjöldi ríkja sent Grikkjum aðstoð undanfarna daga. Erlent 24. júlí 2023 19:40
Hæglætisveður og dálítil væta í dag Hæglætisveður á landinu í dag, skýjað og sums staðar dálítil væta en skúrir á hálendinu og í innsveitum norðanlands síðdegis. Hiti er tíu til sautján stig en það verður heldur svalara á Austurlandi. Veður 24. júlí 2023 08:23
Slæm loftgæði á Ísafirði og í Hveragerði í dag Mikil loftmengun er á Ísafirði og í Hveragerði í dag og gætu viðkvæmir fundið fyrir einkennum vegna slæmra loftgæða. Gasmengun frá gosinu berst til norðurs og austurs yfir suðvestanvert landið. Innlent 24. júlí 2023 07:46
Gosmóðan kemur og fer Því hefur verið spáð að gosmóða muni liggja yfir höfuðborgarsvæðinu fram á þriðjudag en árrisulir íbúar höfuðborgarsvæðisins tóku vafalítið eftir því í morgun að hún er heldur minni en í gær. Veðurfræðingur segir þó að hún komi líklegast til með að leggjast af þunga á svæðið síðdegis. Innlent 22. júlí 2023 08:11
Hitinn að sliga heilbrigðiskerfið og fólk kælt niður í líkpokum Heilbrigðisstarfsmenn í Bandaríkjunum hafa gripið til þess ráðs að setja sjúklinga með sólsting, eða hitaslag, í líkpoka fulla af klaka til að kæla þá hratt og örugglega niður. Erlent 19. júlí 2023 08:55
Birgitta ætlar aldrei aftur af landi brott: „Fólk þarf að fara að vakna“ Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata, er hætt að fljúga og segir það vera sitt framlag í baráttunni gegn loftlagsbreytingum. Hún segir fáa vilja horfast í augu við að massatúrismi sé vandamál og segist ekki eiga eftir að sakna þess að fara til útlanda, íslensk náttúra komi þar til bjargar. Innlent 19. júlí 2023 06:45
Hitinn óbærilegur á gönguleiðinni hjá Sturlu Íslendingur sem gengur vinsæla gönguleið þvert yfir Spán segir hitann í dag hafa verið óbærilegan en hitabylgja gengur nú yfir stóran hluta Evrópu. Göngufólk á leiðinni leggi mun fyrr af stað til að forðast versta hitann, en sumir hafi þrátt fyrir það helst úr lestinni. Fréttir 18. júlí 2023 21:00
46 gráður á Ítalíu og varað við versnandi hitabylgju á norðurhveli jarðar Skæð hitabylgja herjar áfram á fólk víða um heim og virðist lítið lát vera á hitanum. Alþjóðaveðurfræðistofnunin varar við því að hitabylgjan færist í aukana á norðurhveli jarðar í þessari viku með hærri næturhita og meiri hættu á hjartaáföllum og dauðsföllum. Erlent 18. júlí 2023 12:48
Íslendingar í skæðri hitabylgju: „Maður svitnar og er eldrauður í framan“ Skæðar hitabylgjur ríða nú yfir víða um heim. Þúsundir hafa þurft að flýja heimili sín vegna gróðurelda á meðan aurskriður hafa fallið á öðrum svæðum og ár flætt yfir bakkasína vegna hamfararigninga. Íslendingur í Bandaríkjunum segir öfgar í veðurfari aukast með hverju árinu. Innlent 17. júlí 2023 22:30
„Það hefur ekki enn liðið yfir mig“ Miklar hitabylgjur hafa haft áhrif víða í heiminum undanfarna daga. Höfuðborg Japans er ekki undanskilin slíku en mikill hiti hefur verið þar síðustu daga. Borghildur Gunnarsdóttir, sem stödd er í Tokyo, segir að hitinn sé svo mikill að Íslendingar í borginni hafi flúið heim til Íslands vegna hans. Innlent 17. júlí 2023 14:11
„Sumarveður“ í kortunum Norðlægar áttir verða ríkjandi á næstu dögum en í vikunni er útlit fyrir að landið skiptist í tvenn hvað hita varðar. Hlýrra verður á sunnanverðu landinu en svalt á því norðanverðu. Veður 17. júlí 2023 07:58
Norðvestanátt á landinu og gasmengun gæti borist til Grindavíkur Það verður áfram norðan- og norðvestanátt á landinu í dag. Á norðanverðu landinu verður væta og svalt í veðri, en annars skýjað með köflum, stöku skúrir og hlýtt. Á Austfjörðum hvessir seinnipartinn. Gasmengun við gosstöðvarnar berst til suðurs yfir gönguleiðir, Suðurstrandarveg og mögulega til Grindavíkur. Veður 16. júlí 2023 09:03
Rauðar viðvaranir og skógareldar í Suður-Evrópu Ekkert lát virðist ætla að verða á hitabylgjum sem ganga nú yfir Suður-Evrópu. Á Ítalíu, Spáni og Grikklandi er hitanum lýst sem óbærilegum og íbúar hafa þurft að flýja heimili sín vegna skógarelda. Erlent 15. júlí 2023 22:48
Norðanátt á landinu en lægir og hlýnar eftir helgi Norðan- og norðvestanátt ríkir enn á landinu með vætusömu og svölu veðri norðanlands. Það er heldur hlýrra og þurrara fyrir sunnan en þó skúrir á stöku stað. Eftir helgi lægir og hlýnar, einkum nyrðra. Veður 15. júlí 2023 07:53
Hitametin orðin of mörg til að telja upp Lamandi hitabylgja ríður nú yfir Evrópu. Veðurfræðingur segir loftlagsbreytingar valda fleiri bylgjum sem standi lengur en áður. Hitinn úti í heimi nú sé forsmekkurinn að því sem koma skal. Erlent 14. júlí 2023 22:37
Engar bætur eftir að tómur gámur fauk á bíla Eigandi tveggja bíla sem urðu fyrir gámi, sem fauk í aftakaveðri í febrúar í fyrra, þarf að bera tjón sitt sjálfur þar sem það var ekki metið sem svo að gámafyrirtæki hafi þurft að fjarlægja gáminn, þrátt fyrir að rauð veðurviðvörun hafi verið gefin út. Innlent 14. júlí 2023 11:16
Sögulegt hitamet gæti fallið á Ítalíu Hitabylgja gengur nú yfir Evrópu og er búist við að hitatölur fari yfir fjörutíu gráðurnar sumstaðar á Spáni, Grikklandi, í Frakklandi, Króatíu og Tyrklandi í dag. Erlent 14. júlí 2023 07:35
Víða rigning en ekki eins mikil á suðvesturhorninu Í dag verður stíf norðanátt vestanlands og hvassir vindstrengir við fjöll á meðan vindur verður hægari annars staðar. Víða verður rigning, einkum á norðaustanverðu landinu en úrkomulítið suðvestantil. Innlent 14. júlí 2023 06:35
Kuldi í kortunum en Íslendingar uppteknir af eigin nafla Kuldakast er fram undan á landinu og víða spáð köldu veðri. Sérstaklega verður kalt á föstudag og í mikilli hæð er sums staðar útlit fyrir slyddu og snjókomu. Þrátt fyrir þetta segir veðurfræðingur að sumrinu sé hvergi nærri lokið og Íslendingar geti í raun verið þakklátir fyrir að glíma ekki við þann ofsahita sem mælist nú víða um heim. Veður 13. júlí 2023 23:22
Fólk að stelast að gosinu í glórulausum aðstæðum Hjálmar Hallgrímsson, vettvangsstjóri lögreglunnar, segir margvíslegar ástæður fyrir því að gosstöðvunum hafi verið lokað í morgun. Sumir reyni að stelast til að komast að þeim, fram hjá lögreglunni. Innlent 13. júlí 2023 16:51
Gul viðvörun á Vesturlandi Gul veðurviðvörun er í gildi á Vesturlandi. Veðurstofa Íslands spáir norðan hvassvirðri á svæðinu fram á laugardag. Innlent 13. júlí 2023 10:05