„Það versta stendur yfir áramótin“ Vésteinn Örn Pétursson og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 29. desember 2024 19:42 Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. Vísir Kuldakast herjar á landið og búast má við tveggja stafa frosti næstu daga. Veðurfræðingur spáir mestum kulda yfir áramótin og þykir líklegt að kuldatíðin teygi sig inn í nýja árið. „Þetta er bara heiðarlegur vetrarkuldi, þetta er engan fimbulkulda að sjá,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. Reikna megi með sjö til tíu stiga frosti við sjávarsíðuna næstu daga en allt að tuttugu stiga frosti inn til landsins. „Kosturinn við það er að það er hægur vindur, það er enginn blástur með þessu. Þannig að snjórinn helst,“ segir Einar. Útlit sé fyrir að kuldinn vari fram á nýja árið, jafnvel út fyrstu viku janúarmánaðar. „En það versta stendur yfir áramótin, frá gamlársdegi og fram á 2. janúar.“ Frost mælist sem stendur tíu stig í höfuðborginni. „Það er talsvert frost komið inn til landsins, við sjáum það bæði á Suðurlandi og í Borgarfirði. Það er ennþá dálítill strekkingur á Norðausturlandi,“ segir Einar og spáir því að þar mælist kuldinn mestur. „Þetta er eins og við eigum von á, við fengum svona kuldakast fyrir tveimur árum á þessum árstíma og þar var kaldara og meira og verra.“ Hvernig mun viðra til flugelda á gamlárskvöld? „Það verður léttskýjað eiginlega um land allt, nema á Norðausturlandi þar sem gengur á með smá éljum. En þetta snýst voðalega mikið um vindinn. Það verður tíu stiga frost hér í bænum. Mér sýnist á öllu að það verði rétt gola af austri sem ætti að blanda reyknum. Ef ekki er hætt við því að reykurinn svælist niður og það verði hér slæm loftgæði.“ Veður Áramót Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Hæstiréttur hafnar Alex Jones Erlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Fleiri fréttir Vindur fyrir norðan og rigning og þokusúld vestanlands Dálítil væta og hiti að átján stigum Tuttugu stig á nokkrum stöðum Allt að 18 stig í dag Allt að átján stig fyrir austan á morgun Vindur fer smá saman minnkandi Fer að rigna og bætir í vind Smávægileg útköll vegna óveðursins Urðu fyrir sjóskvettu í beinni Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Sjór geti gengið á land í Faxaflóa á morgun Gular viðvaranir vegna vestanstorms Dregur úr vindi og úrkomu þegar líður á daginn Hægur vindur og skúrir eða slydduél Lægð á Grænlandshafi stjórni veðrinu þennan daginn Sleppum ekki alveg við leiðindi Gular viðvaranir og allt að 45 metrar á sekúndu í hviðum Hægviðri og víða bjart Skúrir og áfram milt í veðri Suðlægar áttir og úrkoma í flestum landshlutum Sunnan strekkingur og vætusamt Allhvass vindur sunnan- og vestanlands og rigning Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Von á mesta vindinum í marga mánuði Búast við auknu álagi á fráveitu vegna mikillar úrkomu Röð lægða með hefðbundnu haustveðri Lægðagangur næstu daga býður upp á sígilt haustveður Strekkingsvindur og fremur vætusamt næstu daga Vaxandi vindur þegar líður á daginn Grunn lægð yfir landinu í dag en suðlægir vindar á morgun Sjá meira
„Þetta er bara heiðarlegur vetrarkuldi, þetta er engan fimbulkulda að sjá,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. Reikna megi með sjö til tíu stiga frosti við sjávarsíðuna næstu daga en allt að tuttugu stiga frosti inn til landsins. „Kosturinn við það er að það er hægur vindur, það er enginn blástur með þessu. Þannig að snjórinn helst,“ segir Einar. Útlit sé fyrir að kuldinn vari fram á nýja árið, jafnvel út fyrstu viku janúarmánaðar. „En það versta stendur yfir áramótin, frá gamlársdegi og fram á 2. janúar.“ Frost mælist sem stendur tíu stig í höfuðborginni. „Það er talsvert frost komið inn til landsins, við sjáum það bæði á Suðurlandi og í Borgarfirði. Það er ennþá dálítill strekkingur á Norðausturlandi,“ segir Einar og spáir því að þar mælist kuldinn mestur. „Þetta er eins og við eigum von á, við fengum svona kuldakast fyrir tveimur árum á þessum árstíma og þar var kaldara og meira og verra.“ Hvernig mun viðra til flugelda á gamlárskvöld? „Það verður léttskýjað eiginlega um land allt, nema á Norðausturlandi þar sem gengur á með smá éljum. En þetta snýst voðalega mikið um vindinn. Það verður tíu stiga frost hér í bænum. Mér sýnist á öllu að það verði rétt gola af austri sem ætti að blanda reyknum. Ef ekki er hætt við því að reykurinn svælist niður og það verði hér slæm loftgæði.“
Veður Áramót Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Hæstiréttur hafnar Alex Jones Erlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Fleiri fréttir Vindur fyrir norðan og rigning og þokusúld vestanlands Dálítil væta og hiti að átján stigum Tuttugu stig á nokkrum stöðum Allt að 18 stig í dag Allt að átján stig fyrir austan á morgun Vindur fer smá saman minnkandi Fer að rigna og bætir í vind Smávægileg útköll vegna óveðursins Urðu fyrir sjóskvettu í beinni Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Sjór geti gengið á land í Faxaflóa á morgun Gular viðvaranir vegna vestanstorms Dregur úr vindi og úrkomu þegar líður á daginn Hægur vindur og skúrir eða slydduél Lægð á Grænlandshafi stjórni veðrinu þennan daginn Sleppum ekki alveg við leiðindi Gular viðvaranir og allt að 45 metrar á sekúndu í hviðum Hægviðri og víða bjart Skúrir og áfram milt í veðri Suðlægar áttir og úrkoma í flestum landshlutum Sunnan strekkingur og vætusamt Allhvass vindur sunnan- og vestanlands og rigning Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Von á mesta vindinum í marga mánuði Búast við auknu álagi á fráveitu vegna mikillar úrkomu Röð lægða með hefðbundnu haustveðri Lægðagangur næstu daga býður upp á sígilt haustveður Strekkingsvindur og fremur vætusamt næstu daga Vaxandi vindur þegar líður á daginn Grunn lægð yfir landinu í dag en suðlægir vindar á morgun Sjá meira