Veður

Veður


Fréttamynd

Von á rigningu eða snjó­komu seinni partinn

Nú í morgunsárið er hægur vindur á landinu og yfirleitt þurrt og kalt veður. Úrkomusvæði mun nálgast dálítið úr vestri í dag og mun þykkna upp á Suður- og Vesturlandi. Þannig má má búast við rigningu eða snjókomu með köflum á þeim slóðum síðdegis og mun hlýna smám saman. Austanlands verður lengst af þurrt og bjart.

Veður
Fréttamynd

Hægur vindur og skýjað að mestu

Útlit er fyrir fremur hæga vestan- og norðvestanátt á landinu í dag þar sem skýjað verður að mestu og dálítil él eða slydduél. Þó má reikna með að verði léttskýjað suðaustan- og austanlands.

Veður
Fréttamynd

Búast við stormi um miðja viku

Í dag er útlit fyrir hæga breytilega átt á landinu. Þannig heldur það áfram þar til um miðja viku þegar allhvöss sunnanátt og rigning tekur við. Samhliða því hlýnar og á fimmtudag er samkvæmt hugleiðingum veðurfræðings von á stormi. 

Veður
Fréttamynd

Sólin geri lítið gagn til upp­hitunar

Útlit er fyrir rólegt veður víðast hvar á landinu um helgina og litlar breytingar frá því sem verið hefur, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar.

Innlent
Fréttamynd

Víða létt­skýjað og frost að fimm­tán stigum

Lægðasvæði suður af landinu veldur nú austlægri átt hjá okkur með strekkingi syðst en annars fremur hægum vindi. Gera má ráð fyrir að frost verði yfirelitt á bilinu núll til fimmtán stig og verður kaldast í innsveitum norðan heiða.

Veður
Fréttamynd

Á­fram hvasst við suður­ströndina

Hæð er nú yfir Grænlandi, en víðáttumikið lægðasvæði allangt suður af landinu. Gera má ráð fyrir austlægri átt í dag, yfirleitt fimm til þrettán metrum á sekúndu en talsvert hvassara við suðurströndina með snörpum vindhviðum. Aðstæður geta verið varasamar ökutækjum sem taka á sig mikinn vind.

Veður
Fréttamynd

Hvass­viðri syðst á landinu

Víðáttumikið lægðasvæði er nú suðvestur af landinu sem heldur austlægum áttum að landinu. Veðurstofan gerir ráð fyrir að víðast hvar verði því fimm til þrettán metrar á sekúndu. Syðst og í kringum Öræfajökul er útlit fyrir allhvassan eða hvassan vind í dag og á morgun.

Veður
Fréttamynd

Gróðureldar um allan heim og asahláka á allra vörum

Árið byrjaði eins og það síðasta endaði: Með mestu kuldatíð í manna minnum. Svo tók við hin margumtalaða asahláka, sem setti samfélagið á Suðvesturhorni landsins nánast á hliðina. Svo var vont veður og lægðir fram á sumar og fjöldamörg snjóflóð féllu á Austfjörðum.

Innlent
Fréttamynd

Hvessir og þykknar upp syðst í kvöld

Spáð er austangolu eða blástri í dag og víða léttskýjað, en skýjað með dálitlum éljum norðvestantil fram til hádegis, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Búist við snjó­komu víða um land

Búist er við snjókomu á köflum víða um land í dag. Það á meðal annars við um höfuðborgarsvæðið, en sérstaklega er minnst á Reykjanesið varðandi snjókomuna.

Innlent
Fréttamynd

Væta um sunnan- og vestan­vert landið

Veðurstofan gerir ráð fyrir suðlægri átt í dag, átta til fimmtán metrum á sekúndu, en hægari austantil. Reikna má dálítilli vætu um sunnanvert landið en lengst af þurrt fyrir norðan.

Veður
Fréttamynd

Um sex­tán stiga frost við Mý­vatn

Norðanátt færði kaldan loftmassa yfir landið í gær og var allvíða hægur vindur og bjart yfir í nótt. Það voru því nokkuð góðar aðstæður fyrir frostið að ná sér á stik og kaldast mældist 16,1 stigs frost við Mývatn.

Veður
Fréttamynd

Víða all­hvasst, skúrir og él

Veðurstofan spáir suðvestan og síðar vestanátt í dag, allhvössu eða hvössu og skúrum eða éljum, en bjartviðri austantil. Gul veðurviðvörun vegna vinds er í gildi fyrir Suðurland í dag.

Veður
Fréttamynd

Stranda­glópar ýmist ösku­reiðir eða sultuslakir

Veður hefur leikið íbúa á suðvesturhorninu og víðar grátt í dag. Ferðamenn hafa ekki heldur farið varhluta af veðrinu, og einhverjir þeirra orðið fyrir því að flugferðum þeirra var frestað eða þær felldar niður. Þeir eru misánægðir með gang mála.

Innlent