Veður

Veður


Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Þurrt og bjart víða um landið

Hæðarsvæði fyrir norðan land, sem teygir sig frá Grænlandi yfir til Skandinavíu, gerir það að verkum að lægðir komast ekki hina algengu leið til norðurs. Það veldur því að lægðirnar sunnan lands þrýsta á móti hæðinni og má búast við allhvössum eða hvössum vindi allra syðst á landinu en hægari annars staðar.

Veður
Fréttamynd

Biður Dóru Björt af­sökunar eftir deilur um vetrarþjónustu

Þröstur Ingólfur Víðisson, fyrrverandi verkstjóri hjá Reykjavíkurborg, hefur beðið Dóru Björt Guðjónsdóttur, borgarfulltrúa Reykjavíkurborgar, afsökunar á að hafa kennt henni um slæma stöðu mála í vetrarþjónustu borgarinnar. Dóra Björt segist hafa sætt hótunum fyrir verkefni sem hún kom sjálf aldrei að.

Innlent
Fréttamynd

Hvasst syðst á landinu

Víðáttumikið hæðarsvæði norðan við landið, sem teygir sig frá Grænlandi yfir til Skandinavíu, gerir það að verkum að lægðir komast ekki hina algengu leið til norðurs. Þar af leiðandi þrýsta lægðirnar sunnanlands á móti hæðinni. Því má búast við allhvössum eða hvössum vindi allra syðst á landinu en mun hægari vindi annars staðar.

Veður
Fréttamynd

Kólnandi veður og víða bjart

Veðurstofan gerir ráð fyrir strekkings austanátt með skúrum eða éljum suðaustan- og austanlands næstu daga, en bjart veður víða annars staðar.

Veður
Fréttamynd

Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar

Aldrei hafa jafn margir leitað á bráðamóttöku Landspítalans vegna hálkuslysa á einum degi líkt og á þriðjudag þegar níutíu slösuðust. Leggja þurfti fimm inn á sjúkrahúsið.

Innlent
Fréttamynd

Annasamasti dagur á bráða­mót­töku í lækna minnum

Hálfgert hættuástand skapaðist sunnan- og vestanlands fyrir akandi, hjólandi og gangandi vegfarendur vegna flughálku í morgun. Rekja má fjölda umferðaróhappa og slysa til hennar. Á hádegi höfðu þrjátíu manns leitað á bráðamóttöku vegna hálkumeiðsla en í kvöld hafði sú tala hækkað í áttatíu.

Innlent
Fréttamynd

Ró­leg austan­átt en hvessir á morgun

Kröpp smálægð fyrir vestan land er nú að fjarlægjast og hefur hún dælt skúrum eða éljum inn á Suður- og Vesturland í nótt. Flughált er á götum víða um land, meðal annars á höfuðborgarsvæðinu.

Veður
Fréttamynd

Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrar­veður

Stóri-Boli, sem hefur verið veikur frá áramótum, virðist vera að sækja í sig veðrið gegn sterkum Síberíu-Blesa. Þannig virðist von á umpólun þessara megin vetrarhvirfla og mun hæðarhryggur yfir Alaska ýta þarna undir. Þetta segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur á Facebook-síðu sinni og boðar útsynning í fyrsta sinn í vetur. En hvað þýðir þetta allt?

Innlent
Fréttamynd

Líkur á smá slyddu og snjó­komu syðst

Útlit er fyrir austan og norðaustan fimm til þrettán metrar á sekúndu í dag, en hægviðri á Norður- og Austurlandi. Líkur á smá slyddu eða snjókomu syðst á landinu og smáél fyrir norðan, annars víða þurrt.

Veður