Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Alls voru 327 viðvaranir gefnar út árið 2025. Aldrei hafa fleiri rauðar viðvaranir verið gefnar út á einu ári, alls nítján talsins. Þær tengdust allar sunnanillviðri sem gekk yfir landið dagana 5. og 6. febrúar 2025. Innlent 30.1.2026 11:34
Víðast úrkomulítið en skúrir og slydduél austantil Veðurstofan gerir ráð fyrir fremur hægri austlægri átt í dag og rigning eða snjókoma austantil fram eftir morgni. Það verða skúrir eða slydduél suðaustanlands seinnipartinn, en úrkomulítið í öðrum landshlutum. Veður 30.1.2026 07:11
Mildri austanátt beint til landsins Austan hvassviðri eða stormur var enn syðst á landinu í nótt, en þar er nú farið að lægja. Annars staðar var mun hægari vindur. Veður 29.1.2026 07:20
Þurrt og bjart víða um landið Hæðarsvæði fyrir norðan land, sem teygir sig frá Grænlandi yfir til Skandinavíu, gerir það að verkum að lægðir komast ekki hina algengu leið til norðurs. Það veldur því að lægðirnar sunnan lands þrýsta á móti hæðinni og má búast við allhvössum eða hvössum vindi allra syðst á landinu en hægari annars staðar. Veður 25. janúar 2026 09:25
Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þröstur Ingólfur Víðisson, fyrrverandi verkstjóri hjá Reykjavíkurborg, hefur beðið Dóru Björt Guðjónsdóttur, borgarfulltrúa Reykjavíkurborgar, afsökunar á að hafa kennt henni um slæma stöðu mála í vetrarþjónustu borgarinnar. Dóra Björt segist hafa sætt hótunum fyrir verkefni sem hún kom sjálf aldrei að. Innlent 24. janúar 2026 13:03
Hvasst syðst á landinu Víðáttumikið hæðarsvæði norðan við landið, sem teygir sig frá Grænlandi yfir til Skandinavíu, gerir það að verkum að lægðir komast ekki hina algengu leið til norðurs. Þar af leiðandi þrýsta lægðirnar sunnanlands á móti hæðinni. Því má búast við allhvössum eða hvössum vindi allra syðst á landinu en mun hægari vindi annars staðar. Veður 24. janúar 2026 09:02
Kólnandi veður og víða bjart Veðurstofan gerir ráð fyrir strekkings austanátt með skúrum eða éljum suðaustan- og austanlands næstu daga, en bjart veður víða annars staðar. Veður 23. janúar 2026 07:10
Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Aldrei hafa jafn margir leitað á bráðamóttöku Landspítalans vegna hálkuslysa á einum degi líkt og á þriðjudag þegar níutíu slösuðust. Leggja þurfti fimm inn á sjúkrahúsið. Innlent 22. janúar 2026 15:59
Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Hafrannsóknaskipin Þórunn Þórðardóttir og Árni Friðriksson hafa neyðst til að gera hlé á loðnumælingum vegna brælu undan Húnaflóa. Báðum hefur verið siglt í átt að landi í var. Innlent 22. janúar 2026 14:52
Ákveðin austanátt á landinu öllu og víða snarpar hviður Ákveðin austanátt er á landinu öllu í dag og má reikna með að víða verði snarpar hviður við fjöll sem geti náð 30-35 metrum á sekúndu. Veður 22. janúar 2026 07:04
Víða rigning með köflum og bætir í vind í kvöld Víðáttumikið lægðasvæði suður af landinu stjórnar veðrinu á landinu næstu daga og má reikna með þrálátri austanátt. Veður 21. janúar 2026 07:10
Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Hálfgert hættuástand skapaðist sunnan- og vestanlands fyrir akandi, hjólandi og gangandi vegfarendur vegna flughálku í morgun. Rekja má fjölda umferðaróhappa og slysa til hennar. Á hádegi höfðu þrjátíu manns leitað á bráðamóttöku vegna hálkumeiðsla en í kvöld hafði sú tala hækkað í áttatíu. Innlent 20. janúar 2026 20:40
Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Fleiri en þrjátíu hafa leitað á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi það sem af er degi vegna flughálku sem beið landsmanna á sunnan og vestanverðu landinu. Meiðslin hafa mörg hver verið alvarleg og mörg umferðaróhöpp og slys má rekja til hálku á vegum. Innlent 20. janúar 2026 11:52
Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Fyrirséð er að mikið verði að gera á bráðamóttöku Landspítalans vegna hálkuslysa og bið gæti myndast, að sögn upplýsingafulltrúa spítalans. Á þriðja tug manna höfðu leitað á móttökuna vegna slíkra slysa í morgun. Innlent 20. janúar 2026 10:35
Róleg austanátt en hvessir á morgun Kröpp smálægð fyrir vestan land er nú að fjarlægjast og hefur hún dælt skúrum eða éljum inn á Suður- og Vesturland í nótt. Flughált er á götum víða um land, meðal annars á höfuðborgarsvæðinu. Veður 20. janúar 2026 07:15
Flughált í höfuðborginni og víðar um land Flughált er á höfuðborgarsvæðinu og starfsmenn borgarinnar og Vegagerðar í óða önn við að salta göturnar nú í morgunsárið. Innlent 20. janúar 2026 07:00
Víða rigning og kólnar í veðri Veðurstofan gerir ráð fyrir suðaustlægri átt í dag þar sem verður allvíða átta til fimmtán metrar á sekúndu. Veður 19. janúar 2026 07:14
Minnkandi norðlæg átt en bætir í vind á morgun Útlit er fyrir minnkandi norðlæga átt í dag þar sem búast megi við slyddu eða snjókomu með köflum fyrir norðan og jafnvel rigningu úti við sjóinn. Veður 16. janúar 2026 07:10
Þurrt og bjart suðvestantil en snjór og él víða Útlit er fyrir norðlæga átt á bilinu fimm til þrettán metra á sekúndu í dag. Spáð er þurru og björtu veðri suðvestanlands, snjókoma á norðaustanverðu landinu og él í öðrum landshlutum. Veður 15. janúar 2026 07:07
Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Stóri-Boli, sem hefur verið veikur frá áramótum, virðist vera að sækja í sig veðrið gegn sterkum Síberíu-Blesa. Þannig virðist von á umpólun þessara megin vetrarhvirfla og mun hæðarhryggur yfir Alaska ýta þarna undir. Þetta segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur á Facebook-síðu sinni og boðar útsynning í fyrsta sinn í vetur. En hvað þýðir þetta allt? Innlent 14. janúar 2026 12:29
Líkur á smá slyddu og snjókomu syðst Útlit er fyrir austan og norðaustan fimm til þrettán metrar á sekúndu í dag, en hægviðri á Norður- og Austurlandi. Líkur á smá slyddu eða snjókomu syðst á landinu og smáél fyrir norðan, annars víða þurrt. Veður 14. janúar 2026 07:07
Stíf norðvestlæg átt ásamt ofankomu Lægð austnorðaustur af landinu beinir stífri norðvestlægri átt ásamt ofankomu til landsins í dag, en úrkomulítið verður sunnanlands. Veður 13. janúar 2026 07:12
Loka lauginni vegna veðurs Klébergslaug á Kjalarnesi hefur verið lokað vegna veðurs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Innlent 12. janúar 2026 13:38
Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Bálhvasst er á Austfjörðum og hefur talsverður snjór safnast undir Grænafelli á Fagradal. Hefur óvissustigi því verið lýst yfir á Fagradal vegna snjóflóðahættu við Grænafell. Innlent 12. janúar 2026 10:36