Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Vegfarandi varð var við þennan hvirfilbyl á leið suður með sjó um sjöleytið í gærkvöld. Innlent 30.8.2025 09:44
Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Hægur vindur er nú á landinu og verður skýjað með köflum og smá skúrir á víð og dreif. Líkur eru á hellidembu suðvestantil seinnipartinn og er ekki útilokað að vart verði við þrumur og eldingar um tíma. Veður 29.8.2025 07:18
Hlýtt og rakt loft yfir landinu Hin djúpa lægð sem olli hvassri austanátt syðst á landinu í byrjun vikunnar er nú komin suðaustur að Skotlandi og eru vindar á landinu því hægir. Veður 28.8.2025 07:07
Gul viðvörun á Suðurlandi vegna hvassviðris Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun syðst á Suðurlandi vegna austan hvassviðris. Viðvörunin tekur gildi klukkan 12 á morgun og gildir til klukkan 20. Veður 25. ágúst 2025 10:47
Kröpp lægð stjórnar veðrinu næstu daga Langt suðsuðvestur af landinu er nú kröpp lægð, með uppruna úr fyrrverandi fellibyl, Erin, á norðurleið og mun hún stjórna veðrinu hjá okkur næstu daga. Veður 25. ágúst 2025 07:10
Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Hæð yfir Norðursjó og lægðarsvæði vestur og suðvestur af Íslandi beinir hlýju og röku lofti til landsins í dag. Því verður sunnan og suðaustan stinningsgola en sums staðar má búast við strekking og rigningu með köflum. Nokkuð hlýtt verður, eða á bilinu þrettán til 22 stig. Veður 24. ágúst 2025 08:05
Litlar breytingar á hlaupi í Hvítá við Húsafell frá því í gær Jökulhlaup hófst í gær úr Hafrafellslóni vestan Langjökuls. Hlaupið rennur í farveg Svartár og þaðan í Hvítá í Borgarfirði. Elísabet Pálmadóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir litlar breytingar á hlaupinu frá því snemma í gærkvöldi. Ekki er mikil úrkoma á svæðinu en það bætir í hana í kvöld. Veður 23. ágúst 2025 09:50
Skýjað, lítilsháttar væta og temmilega hlýtt Suðvestur af Íslandi er lægð sem beinir hlýju og röku lofti til landsins. Áttin verður suðaustlæg og hvessir eftir því sem líður á daginn. Skýjað og lítilsháttar væta og hiti á bilinu tíu til sautján stig sunnan- og vestanlands fram eftir degi en í kvöld fer að rigna. Á Norður- og Austurlandi verður víðast hvar léttskýjað og hiti að 23 stigum. Veður 23. ágúst 2025 07:47
Rigning og rok í methlaupi Veðurspáin fyrir morgundaginn aftrar ekki metþátttöku í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka. Nú hafa yfir sextán þúsund skráð sig til þátttöku sem slær fyrra met frá árinu 2014 sem stóð í 15.552. Siggi stormur segir að það gæti orðið allhvasst og rigning þegar flugeldasýningin fer fram um kvöldið. Innlent 22. ágúst 2025 13:15
Hiti að 21 stigi í dag Veðurstofan gerir ráð fyrir suðaustan fimm til þrettán metrum á sekúndu sunnan- og vestanlands, en átta til fimmtán á morgun. Skýjað verður á þessum slóðum og sums staðar dálítil væta, og mun bæta í úrkomu seinnipartinn á morgun. Veður 22. ágúst 2025 07:13
Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Útlit er fyrir hæga breytilega átt eða hafgolu í dag. Á Suður- og Vesturlandi verður skýjað að mestu, en smávegis glufur gætu þó myndast í skýjahuluna þegar líður á daginn. Veður 21. ágúst 2025 07:05
Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við Aldrei hafa fleiri hlauparar skráð sig til leiks í Reykjavíkurmaraþonið sem haldið er árlega á Menningarnótt. Veðurfræðingur spáir hægum vind á laugardagsmorgun en bæta mun í þegar líður á morguninn. Innlent 20. ágúst 2025 13:15
Hægviðri og hiti að nítján stigum Yfir Íslandi er nú allmikil hæð sem heldur velli í dag og á morgun. Vindar eru því almennt hægir og skýjað á vestanverðu landinu og með Norðurströndinni í morgunsárið, en léttir síðan til. Veður 20. ágúst 2025 07:07
Norðlæg átt og víðast hvar væta Veðurstofan gerir ráð fyrir norðlægri eða breytilegri átt í dag, þremur til tíu metrum á sekúndu. Líkur eru á dálítilli rigningu eða súld á norðanverðu landinu, en að styttir upp síðdegis. Veður 18. ágúst 2025 07:10
Hlýjast suðaustantil Í dag er búist við suðvestan átta til fimmtán metrum á sekúndu og dálítilli vætu norðan- og vestantil, samkvæmt textaspá Veðurstofunnar. Veður 17. ágúst 2025 08:48
Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Allt bendir til þess að hitamet aldarinnar hafi verið slegið á Íslandi í dag þegar hitinn mældist 29,8 gráður á Egilsstaðaflugvelli. Veður 16. ágúst 2025 20:40
Hitamet aldarinnar slegið Hitamet þessarar aldar var líklega slegið á flugvellinum á Egilsstaðaflugvelli fyrr í dag þar sem hiti mældist 29,8 gráður. Það mun vera hæsti hiti sem mælst hefur í ágústmánuði á Íslandi. Veður 16. ágúst 2025 17:22
Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Víða er tjón eftir mikið vatnaveður sem reið yfir höfuðborgarsvæðið síðdegis í gær. Vatn lak inn í kjallara á Kjarvalsstöðum í Reykjavík en málverk urður ekki fyrir skemmdum. Í heimahúsum fór vatn að flæða upp úr klósettum og niðurföllum. Innlent 16. ágúst 2025 12:59
Gular viðvaranir öðrum megin og 28 stiga hiti hinum megin Víðáttumikil hæð norðvestur af Írlandi stýrir veðrinu næstu daga. Suðvestanátt dælir mjög röku og hlýju lofti til okkar. Þetta kemur fram í textaspá Veðurstofunnar. Veður 16. ágúst 2025 08:08
Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Björgunarsveitin Húnar Hvammstanga hafði í nógu að snúast í dag á Holtavörðuheiðinni. Vonskuveður var þar sem olli truflunum og erfiðleikum á meðal ferðalanga. Innlent 15. ágúst 2025 22:39
Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur farið í átján útköll vegna vatnstjóns á höfuðborgarsvæðinu á um tveimur klukkustundum. Meðal útkalla var vatnstjón á Kjarvalsstöðum. Innlent 15. ágúst 2025 18:16
Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Hjólhýsi hafa, að sögn lögreglu, sprungið á Holtavörðuheiðinni vegna vonskuveðurs sem gengur þar yfir. Innlent 15. ágúst 2025 17:08
Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Höfuðborgarsvæðið og Suðurland hafa bæst í hóp þeirra landshluta þar sem gul viðvörun er nú í gildi. Viðvaranirnar eru vegna eldinga- og þrumuveðurs. Veður 15. ágúst 2025 16:30
Spá eldingum á Vesturlandi Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir vegna eldingaspár á vestanverðu landinu í dag en eldingar hafa mælst vestur af landinu og má búast við eldingum á vestanverðu landinu fram yfir hádegi. Innlent 15. ágúst 2025 08:47
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent