Veður

Veður


Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Hringvegurinn opinn á ný

Hluta Þjóðvegar 1 var lokað á tveimur stöðum á Suðurlandi vegna veðurs. Gular veðurviðvaranir eru í gildi víða um land. Opnað var aftur fyrir umferð um veginn rétt fyrir klukkan eitt.

Innlent
Fréttamynd

„Því miður er verk­lagið þannig“

Skrifstofustjóri skrifstofu reksturs og umhirðu borgarlands Reykjavíkurborgar, sem er sá hluti embættismannakerfis borgarinnar sem annast snjómokstur, segist reikna með því að mokstri ljúki og götur borgarinnar verði færar seinni partinn á morgun. Þá taki ekki viðaminna verkefni hins vegar við þegar hlýnar í veðri.

Innlent
Fréttamynd

Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri

Áttræð hjón hafa verið föst heima hjá sér í rúma þrjá sólarhringa þar sem gatan var ekki mokuð við heimili þeirra. Þau eru ósátt við hvernig staðið var að snjómokstri og segja fá svör að fá frá borginni.

Innlent
Fréttamynd

Spyr hvort öku­menn myndu keyra á gangandi á götunni

Formaður reiðhjólabænda segir ökumenn ekki þurfa að sýna hjólreiðafólki einhverja sérstaka varúð heldur einfaldlega fara að umferðarlögum. Hann spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi sem neyðast til að ganga á götunni. Atvik í Spönginni þar sem ökumaður bíls keyrir utan í hjólreiðamann sem bregst við með skemmdarverkum hefur vakið mikla athygli.

Innlent
Fréttamynd

Reikna með flug­hálum vegum

Það mun hlýna í nótt og á morgun og um tíma verða margir vegir flughálir þegar blotnar í þjöppuðum snjónum. Reiknað er með að hláni strax í kvöld suðaustanlands.

Innlent
Fréttamynd

Djúp lægð nálgast landið úr suðri

Dálítill éljagangur verður á norðurhluta landsins fram undir hádegi í dag og samhliða því má búast má við lélegu skyggni og erfiðum aksturskilyrðum, einkum á fjallvegum, á Norðausturlandi.

Veður
Fréttamynd

Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara

Margir á suðvesturhorninu nýttu sér blíðskaparveður dagsins til útivistar, þó sumir af illri nauðsyn enda hafa margir þurft að skafa af bílnum eða moka snjó eftir fannfergi þriðjudagsins. Hress hópur ungra drengja ærslaðist í Laugardal, þar sem þeir höfðu útbúið sleðabraut.

Innlent
Fréttamynd

Nýtt snjódýptarmet í Reykja­vík í októ­ber

Sigríður Magnea Óskarsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, mældi nýtt met í snjódýpt í mælareit Veðurstofunnar á Bústaðavegi klukkan níu í morgun. Nýtt met fyrir snjódýpt í Reykjavík í október er nú 40 sentímetrar og bættust þannig þrettán sentímetrar við það met sem slegið var í gær þegar snjódýptin var mæld 27 sentímetrar.

Veður
Fréttamynd

Snjóhengjur geti skapað hættu

Enn er viðvörun um aukna snjóflóðahættu í gildi á Suðvesturlandi. Gefin var út slík viðvörun í gær vegna mikillar snjókomu. Þá var hættan metin töluverð en er nú búin að lækka hana í nokkra hættu. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni er viðvörunin í gildi þar til klukkan 19 í kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Þurftu að halda peppfund á lygi­legum óhappadegi

Fjöldi árekstra í ófærðinni sem myndaðist í gær á höfuðborgarsvæðinu sló met að sögn þjónustuaðila. Lögregla segist vonsvikin með það hversu margir ökumenn hafi haldið út á vanbúnum bílum. Veðurstofa segir ekki von á slíku fannfergi á höfuðborgarsvæðinu í bráð.

Innlent
Fréttamynd

Hálka á höfuð­borgar­svæðinu og Hellis­heiði

Veðrið sem gekk yfir í gær hefur nú lægt að mestu en enn er í gildi gul viðvörun fyrir Suðausturland, þar sem spáð er snjókomu eða slyddu og talsverðri ofankomu á köflum, með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum.

Innlent