Veður

Veður


Fréttamynd

Flug­ferðum af­lýst og hvatt til heima­vinnu vegna snjó­komu

Fjölda flug- og lestarferða hefur verið aflýst í Danmörku í dag og á sumum stöðum um landið er fólk sem það getur hvatt til að vinna heima þar sem það á við vegna snjóstorms sem gengur yfir landið í dag. Snjórinn byrjaði að falla í suðurhluta landsins í morgun en búist er við að veðrið gangi yfir stóran hluta landsins þegar líður á daginn.

Erlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Djúp lægð veldur stormi syðst á landinu

Mjög djúp og víðáttumikil lægð langt suðvestur í hafi þokast austur landið í dag og veldur austan hvassviðri eða stormi allra syðst á landinu. Reikna má með strekkingi annars staðar á landinu.

Veður
Fréttamynd

Annasamasti dagur á bráða­mót­töku í lækna minnum

Hálfgert hættuástand skapaðist sunnan- og vestanlands fyrir akandi, hjólandi og gangandi vegfarendur vegna flughálku í morgun. Rekja má fjölda umferðaróhappa og slysa til hennar. Á hádegi höfðu þrjátíu manns leitað á bráðamóttöku vegna hálkumeiðsla en í kvöld hafði sú tala hækkað í áttatíu.

Innlent
Fréttamynd

Ró­leg austan­átt en hvessir á morgun

Kröpp smálægð fyrir vestan land er nú að fjarlægjast og hefur hún dælt skúrum eða éljum inn á Suður- og Vesturland í nótt. Flughált er á götum víða um land, meðal annars á höfuðborgarsvæðinu.

Veður
Fréttamynd

Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrar­veður

Stóri-Boli, sem hefur verið veikur frá áramótum, virðist vera að sækja í sig veðrið gegn sterkum Síberíu-Blesa. Þannig virðist von á umpólun þessara megin vetrarhvirfla og mun hæðarhryggur yfir Alaska ýta þarna undir. Þetta segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur á Facebook-síðu sinni og boðar útsynning í fyrsta sinn í vetur. En hvað þýðir þetta allt?

Innlent
Fréttamynd

Líkur á smá slyddu og snjó­komu syðst

Útlit er fyrir austan og norðaustan fimm til þrettán metrar á sekúndu í dag, en hægviðri á Norður- og Austurlandi. Líkur á smá slyddu eða snjókomu syðst á landinu og smáél fyrir norðan, annars víða þurrt.

Veður
Fréttamynd

Gæti slegið í storm og hring­vegurinn lokaður

Alldjúp lægð við Færeyjar beinir norðlægri átt til landsins í dag sem víðast verður 10 til 18 metrar á sekúndu. Á Suðausturlandi og Austfjörðum má hins vegar búast við hvassviðri eða stormi og einnig getur slegið í storm í staðbundnum vindstrengjum á Suðurlandi og við Faxaflóa.

Veður
Fréttamynd

Út­lit fyrir hríðar­veður á austasta hluta landsins í kvöld

Nú í morgunsárið er vaxandi lægð á milli Íslands og Skotlands samkvæmt hugleiðingum veðurfræðings. Þessi lægð beinir til okkar norðaustlægri átt og verður þannig víða fimm til þrettán metrar á sekúndu en sums staðar allhvasst við suðausturströndina. Él norðan- og austanlands, en léttskýjað um landið suðvestanvert. Frost verður líklega á bilinu nú ill til 10 stig.

Veður
Fréttamynd

Frost og hægur vindur

Hæð yfir Grænlandi og lægðasvæði vestur af Skotlandi beina til okkar norðaustan- og austanátt. Í hugleiðingum veðurfræðings segir að þannig eigi að vera fremur hægur vindur í dag en strekkingur við suðausturströndina.

Veður
Fréttamynd

Hringvegurinn opinn á ný

Opnað hefur verið fyrir umferð um hringveginum á milli Kálfafells og Jökulsárslóns. Veginum var lokað vegna hríðarveðurs sem gekk þar yfir í gær og í nótt.

Innlent