Veður

Veður


Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Rólegheitaveður á páska­dag

Víðáttumikill hæðarhryggur norður í hafi teygir sig yfir landið og gefur yfirleitt mjög hægan vind á páskadag. Lægð suðvestur af landinu veldur þó austankalda eða -strekking allra syðst.

Innlent
Fréttamynd

Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum

Björgunarsveitir á Norðurlandi voru kallaðar út í tvö aðskilin útköll í gærkvöldi vegna ferðafólks sem var í vandræðum vegna færðar og veðurs. Hríðarveður gekk yfir norðan- og vestanvert landið í gær og er gul viðvörun í gangi á Norður- og Vesturlandi þar til á morgun og til klukkan 22 við Faxaflóa.

Veður
Fréttamynd

All­hvöss norðan­átt og víða erfið færð norðan­til

Djúp lægð er nú við austurströndina og veldur hún allhvassri eða hvassri norðanátt á landinu. Gular viðvaranir eru í gildi á Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra vegna norðan hríðar og má víða búast við lélegu skyggni og slæmum akstursskilyrðum.

Innlent
Fréttamynd

Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi

Vegfarendur eru hvattir til að vera vakandi fyrir vaxandi hríðarveðri norðaustan lands og einnig á Norðurlandi og á Vestfjörðum þegar líða tekur á daginn. Viðbúið er að einhverjir vegir verði ófærir eftir að þjónustutíma Vegagerðarinnar lýkur í kvöld og fram eftir morgni í fyrramálið. Þó er útlit fyrir „ekta páskaveður“ um næstu helgi.

Innlent
Fréttamynd

Vara við norðan hríð í kvöld

Veðurstofa Íslands varar við norðanhríð um norðan- og austanvert landið í kvöld. Gular viðvaranir tóku gildi á austanverðu landinu klukkan níu í morgun og munu fleiri taka gildi á landinu norðanverðu klukkan sex.

Innlent
Fréttamynd

Líf ó­lík­lega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst

Tiltölulega litlar líkur eru á því að mannslíf væru í hættu vegna hraunrennslis á höfuðborgarsvæðinu myndi eldgos verða svo nálægt borginni þannig að henni væri ógnað. Það væri vegna þess að í flestum tilfellum væri nægur tími til að rýma byggð. Hins vegar gæti tjón á byggingum og innviðum orðið gífurlegt og gjöreyðilegging möguleg.

Innlent
Fréttamynd

Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og létt­skýjað í dag

Í dag má búast við sunnan og suðaustan fimm til 13 metrum á sekúndu. Léttskýjað verður á Norðaustur- og Austurlandi, en súld eða dálítil rigning öðru hverju sunnan- og vestanlands. Hiti verður á bilinu fjögur til 14 stig, en að 18 stigum á morgun, hlýjast verður fyrir norðan.

Veður
Fréttamynd

Allt að 14 stiga hiti á Austur­landi í dag

Hiti verður á bilinu fimm til 14 stig í dag og hlýjast verður á Austurlandi. Víðáttumikil hæð austur af landinu beinir til okkar mildri suðlægri átt samkvæmt hugleiðingum Veðurfræðings. Víða verður því kaldi eða strekkingur sunnan- og vestantil á landinu og súld eða dálítil rigning með köflum, en hægari vindur og léttskýjað um landið norðaustanvert.

Veður