Veður

Veður


Fréttamynd

„Það gæti tekið bara fimm­tán mínútur að kála þeim“

Veðurfræðingur segir að það gæti jafnvel orðið hlýrra á sumum stöðum í dag en var í gær og að núverandi hitabylgja endist líklega út vikuna. Dýraverndunarsamtökin Dýrfinna hvetja hundaeigendur til að þekkja einkenni hitaslags en það getur orðið lífshættulegt á örskotsstundu.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Hiti gæti náð 25 stigum í dag

Hitinn á landinu í dag gæti náð allt að 25 stigum en hlýjast verður á Norður- og Austurlandi. Þar verður einnig léttskýjað og suðlæg átt frá þremur til átta metrum á sekúndu.

Veður
Fréttamynd

Veður­blíða víða um land

Veðurstofa Íslands spáir hita upp á elleftu til 21 stig en hlýjast verður á norðaustanverðu landinu. Einnig má búast við sólskini um tíma á Vestfjörðum og Vesturlandi.

Veður
Fréttamynd

Hlýnar um helgina

Súld eða dálítið rigning er á vestanverðu landinu í dag með skúrum og rigningu austanlands síðar. Úrkomulítið er á Suðausturlandi og styttir víða upp í kvöld. Hiti er á bilinu 10 til 18 stig og hlýjast suðaustantil.

Veður
Fréttamynd

109 látnir og yfir 160 saknað

Alls hafa 109 fundist látnir og yfir 160 er saknað eftir ofsaflóðin í Texas fyrir helgi. Björgunarstörf standa enn yfir en litlar vonir eru um að fleiri finnist á lífi.

Erlent
Fréttamynd

Skýjað með skúrum í höfuð­borginni

Skýjað er í dag og sums staðar smá skúrir víða um land en bjart með köflum og yfirleitt þurrt á Norður- og Austurlandi. Hiti er á bilinu 10 til 20 stig og hlýjast norðaustan- og austanlands.

Veður
Fréttamynd

Hiti nær 22 stigum fyrir austan

Nú í morgunsárið er hæðarhryggur yfir landinu. Hægur vindur um mest allt land og yfirleitt bjart. Á Höfuðborgarsvæðinu eru enn þokuský á sveimi, en nú þegar sólin byrjar að skína hverfur þar fljótlega á brott. Hiti nær allt að 22 stigum og hlýjast er austanlands.

Innlent
Fréttamynd

Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun

Veður fer hlýnandi á næstu dögum og bjart verður víða á landinu og hlýtt í dag. Vestlæg átt er ríkjandi 5 til 13 m/s en skýjað suðvestantil framan af degi. Hiti er á bilinu 10 til 20 stig og hlýjast á suðausturlandi.

Veður
Fréttamynd

Fínasta veður um land allt

Í dag verður hægt vaxandi vestanátt, 5-10 metrar á sekúndu eftir hádegi, en 8 til 13 seinnipartinn og 10-15 norðvestantil undir kvöld.

Veður
Fréttamynd

Skúrir á víð og dreif

Úrkomusvæði gekk yfir landið og því rigndi nokkuð víða í gærkvöldi og í nótt. Vindur verður með hægasta á móti.

Veður
Fréttamynd

Skúrir víða um land og lægð nálgast

Útlit er fyrir fremur norðvestlæga átt í dag, þremur til tíu metrum á sekúndu og hvassast syðst á landinu. Víða má gera ráð fyrir skúrum, en það verður að mestu bjart suðvestanlands.

Veður
Fréttamynd

All­kröpp lægð á leiðinni til landsins

Allkröpp lægð er nú á leið til norðausturs milli Íslands og Færeyja og mun hún valda suðvestan hvassviðri í dag. Á Íslandi liggjum við þó í mun hægari norðanátt vestan lægðarmiðjunnar þar sem vindhraði verður yfirleitt á bilinu fimm til tíu metrar á sekúndu.

Veður
Fréttamynd

Hitamet slegið á Spáni um helgina

Hitamet var slegið á Spáni í gær þegar hiti mældist 46 gráður í bænum El Granado. Útlit er fyrir að mánuðurinn verði sá heitasti í sögu Spánar samkvæmt veðurstofu landsins. Fjallað er um málið á vef BBC en hitabylgja gengur nú yfir í Evrópu. Víða hafa stjórnvöld gefið út viðvaranir vegna hita.

Erlent
Fréttamynd

Veður­stofan nýtir ofur­tölvu til að herma eftir hraun­flæði

Ofurtölva í eigu Háskóla Íslands gerir Veðurstofu Íslands kleift að herma eftir hraunflæði og áhrifum jökulhlaupa á nákvæmari hátt. Forstjóri Veðurstofunnar segir samstarfið við Háskóla Íslands gríðarlega mikilvægt og að það hafi verið mikið gæfuspor að samnýta mikilvæga reikniinnviði.

Innlent
Fréttamynd

Skýjað og skúrir en ekki of kalt

Lægðin sem stýrði veðrinu við Ísland í gær er komin til Norður-Noregs en drag frá henni hafi þó enn áhrif. Von er á fremur hægri breytilegri átt og það verður skýjað að mestu með skúrum eða rigningu. Fyrir vestan verður þurrt og jafnvel sól.

Veður
Fréttamynd

Allt að sau­tján stiga hiti í dag

Víðáttumikil lægð milli Íslands og Færeyja stjórnar veðrinu á Íslandi í dag með norðlægri eða breytilegri átt. Á Norður- og Austurlandi verður svalt en í öðrum landshlutum verður skýjað með köflum, sums staðar dálítil væta og hiti allt að 17 stig.

Veður