Góðar líkur á rauðum jólum í Reykjavík Meiri líkur eru á rauðum jólum á höfuðborgarsvæðinu í ár, miðað við það sem Sigurður Þ. Ragnarsson, þekktur sem Siggi Stormur, les út úr kortunum á þessari stundu. Veður 9.12.2024 23:47
Bilunin á afar erfiðum stað og bærinn áfram keyrður á varaafli Bilanaleit á Víkurstreng hefur staðið yfir frá því snemma í morgun. Nú rétt eftir hádegi kom í ljós að líklegast er bilunin staðsett í strengnum þar sem hann er plægður undir Skógá. Vík í Mýrdal verður áfram keyrð á varaafli. Innlent 9.12.2024 13:51
Dregur úr vindi og úrkomu með morgninum Lægðir á Grænlandssundi og hæð yfir Skotlandi stýra veðrinu í da gen draga mun úr vindi og úrkomu með morgninum. Veður 9.12.2024 07:12
Merseyside-slagnum frestað vegna veðurs Leik Everton og Liverpool sem átti að hefjast í hádeginu hefur verið frestað vegna veðurs. Enski boltinn 7. desember 2024 09:12
Veðurviðvaranir í kortunum næstu daga Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular og appelsínugular veðurviðvaranir fyrir næstu daga. Innlent 7. desember 2024 08:38
Reykjavíkurborg salti auðan stíg en ekki flughálan Yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans hefur aldrei séð annan eins fjölda hálkuslysa á skömmum tíma, en flughált er víða. Íbúi í Vesturbæ Reykjavíkur segir farir sínar ekki sléttar af hálkuvörnum borgarinnar. Innlent 6. desember 2024 20:03
Um 60 á bráðamóttöku í gær vegna hálkuslysa Alls leituðu 60 einstaklingar á bráðamóttöku Landspítalans í gær vegna hálkuslysa. Mikil hálka hefur verið síðustu daga á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 6. desember 2024 15:24
Köld norðanátt og víða él Lægðin sem olli leiðindaveðrinu austast á landinu í gær þokast nú til norðurs og grynnist smám saman. Hún beinir til okkar fremur kaldri norðan- og norðvestanátt, fimm til fimmtán metrum á sekúndu í dag og víða él, en yfirleitt þurrt sunnan heiða. Veður 6. desember 2024 07:06
Gular viðvaranir og varasamt ferðaveður á Austurlandi Gul veðurviðvörun tekur gildi á Austfjörðum og Suðausturlandi klukkan átta fyrir hádegi í dag. Snjókoma, vindur og almennt slæmt veður til ferðalaga verður meginstefið í báðum landshlutum. Innlent 5. desember 2024 06:53
Stöku él og vaxandi norðaustanátt Veðurstofan gerir ráð fyrir stöku éljum fram eftir degi en vaxandi norðaustanátt þegar líður á daginn. Veður 4. desember 2024 07:05
Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Töluverð hálka hefur myndast á höfuðborgarsvæðinu síðustu sólarhringa. Hjólreiðafólk og gangandi eru allt annað en sáttir með stígahreinsun sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu, og víðar. Innlent 3. desember 2024 21:48
Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Hitabreytingar voru með mesta móti á Austfjörðum í gær. Hitinn fór sem dæmi úr -23,6 gráðum í Möðrudal á Fjöllum í gærmorgun yfir í -0,4 gráður klukkan níu í morgun. Innlent 3. desember 2024 16:58
Skúrir eða él á víð og dreif Nú í morgunsárið eru þrjár mis aðgangsharðar lægðir fyrir vestan land. Sú sem er skammt suðvestur af landinu mun sigla yfir landið í dag á meðan hinar halda sig nálægt Grænlandi og hafa takmörkuð áhrif á landsmenn. Veður 3. desember 2024 07:13
Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Mjög vel er fylgst með ástandinu í Ölfusá vegna stórrar krapastíflu við Ölfusárbrú og Selfosskirkju. Lögreglan notar meðal annars dróna til að fylgjast með ánni. Heimamenn hafa miklar áhyggjur af grenitré í kletti í ánni, hvort áin eigi eftir að skemma það eða ekki. Innlent 2. desember 2024 20:59
Gekk betur en óttast var Umferðin á höfuðborgarsvæðinu undir kvöld virðist hafa gengið betur en óttast var, þó hún hafi farið hægar en gengu og gerist. Segja má að íbúar höfuðborgarsvæðisins hafi upplifað sinn fyrsta vetrardag í dag. Innlent 2. desember 2024 19:33
Ástand á Reykjanesbrautinni Viðbragðsaðilar eru á fjórum vettvöngum á Reykjanesbraut þar sem árekstrar eða óhöpp hafa orðið. Ekki er vitað um slys á fólki. Innlent 2. desember 2024 15:58
Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá Lögreglan á Suðurlandi fylgist grannt með stöðunni í Ölfusá vegna krapastíflu í ánni á milli Ölfusárbrúar og Selfosskirkju. Fólk er beðið að sýna sérstaka varúð við ána en vatn var farið að flæða upp að og yfir göngustíga við ánna í gær. Innlent 2. desember 2024 13:05
Vegir víða á óvissustigi Vegir á Suðurlandi, Vesturlandi og á Vestfjörðum verða á óvissustigi síðdegis vegna gulrar veðurviðvörunar og geta lokað með stuttum fyrirvara. Líkt og fram hefur komið er spáð suðaustan hríð síðdegis upp úr klukkan 14:00. Innlent 2. desember 2024 11:35
Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Það var mjög kalt á landinu í nótt, frost fór til dæmis niður fyrir tuttugu stig á nokkrum stöðvum á Norðausturlandi. Veður 2. desember 2024 07:29
Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Á meðan landsmenn gengu til Alþingiskosninga mallaði eldgosið á Reykjanesskaga áfram. Lítil breyting hefur orðið á hegðun gossins samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofu. Innlent 2. desember 2024 07:04
„Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Vatn er farið að flæða yfir göngustíga við Ölfusá vegna ís- og krapamyndunar og er fólk beðið að sýna varúð. Lögreglan fer í reglulegar eftirlitsferðir um svæðið til að fylgjast með þróuninni. Innlent 1. desember 2024 21:44
Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Vatnsyfirborð Ölfusár hækkar og hækkar vegna klakastíflu sem hefur myndast í henni. Hækkunina má sjá myndrænt á myndum þar sem klakinn nálgast grenitré sem stendur á toppi Jórukletts í miðri ánni. Innlent 1. desember 2024 19:43
Gular viðvaranir í borginni og víðar Gular viðvaranir taka gildi á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa, Miðhálendi og Suðurlandi seinni partinn á mánudaginn. Veður 1. desember 2024 13:29
„Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Formaður landskjörstjórnar telur ólíklegt að fresta þurfi kjörfundi vegna veðurviðvarana í kvöld. Líklega gangi allt upp samkvæmt áætlun. Innlent 30. nóvember 2024 15:27