Tónlist

Tónlist

Fréttir af innlendum og erlendum tónlistarmönnum, uppákomum og myndböndum.

Fréttamynd

Allar útvarpsstöðvar sameinast í spilun sama lagsins

Á sunnudag er minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa 2021. Að þessu tilefni ætla allar útvarpsstöðvar landsins sem eru með beinar útsendingar að sameinast í því klukkan 14:00 að spila lagið When I think of Angels og segja frá minningardeginum.

Lífið
Fréttamynd

Seldist upp á 90 mínútum

Hljómsveitin Sign fagnar tuttugu ára afmæli fyrstu plötu sveitarinnar, Vindar og Breytingar, í Iðnó þann 27. nóvember í samstarfi við X977. 

Tónlist
Fréttamynd

Rokk og ról fyrir ljúfar sálir

Baby It’s Love er nýjasta lagið frá Rolf Hausbentner Band og er unnið í samstarfi við Fríðu Dís.  Svalur rokkari um neistann sem blossar upp á milli tveggja einstaklinga sem kom út á streymisveitum föstudaginn 12. nóvember 2021.  

Albumm
Fréttamynd

Níu ára drengur látinn eftir troðninginn á Astroworld

Níu ára drengur, sem hefur verið haldið sofandi frá því að hann varð undir á Astroworld-tónlistarhátíðinni í Texas í Bandaríkjunum, er látinn. Ezra Blount hlaut umtalsverðan heila- og líffæraskaða en hann er yngstur þeirra sem hafa látist.

Erlent
Fréttamynd

Fyrsta breiðskífa Kig & Husk er komin út

Fyrsta breiðskífa Kig & Husk sem er skipuð Frank Hall (Ske) og Höskuldi Ólafssyni (Quarashi, Ske), kemur út í dag 11. nóvember. Platan nefnist Kill the Moon og inniheldur 10 frumsamin lög.

Albumm
Fréttamynd

Út í geim á svifbretti með grúvið og kúabjölluna

Rokksveitin Volcanova sendi frá sér sína fyrstu plötu Radical Waves á síðasta ári. Plötunni var tekið vel af gagnrýnendum og aðdáendum um allan heim og var henni loksinsfagnað á Húrra þann 1. október síðastliðinn fyrir pakk fullu húsi eftir að sveitin þurfti að fresta tónleikunum í 5 skipti. 

Albumm
Fréttamynd

Árið 1996 var hápunktur í útgáfu danstónlistar

Safnplatan PartyZone 96 á tuttugu og fimm ára útgáfuafmæli um þessar mundir. Í tilefni af því er bæði platan og besta danstónlist þess tíma spiluð í nýjustu tveimur þáttum PartyZone og er hægt að hlusta á þá á Vísi og í öppum Bylgjunnar, FM957 og X977. 

Tónlist
Fréttamynd

Tónleikum Bocelli líklega frestað

„Í ljósi tilkynninga stjórnvalda í dag lítur út fyrir að tónleikum Andrea Bocelli verði frestað enn og aftur,“ sendi Sena frá sér í tilkynningu rétt í þessu. 

Lífið
Fréttamynd

Taylor Swift heldur áfram að toppa sig

Taylor Swift heldur sífellt áfram að gleðja aðdáendur sína með nýjum gullmolum. Í nótt gaf hún aftur út plötu sína Red, sem kom fyrst út árið 2012. Platan heitir núna RED (Taylor’s Version) og er hún enn betri en upprunalega útgáfan.

Tónlist