Tónlist

Tónlist

Fréttir af innlendum og erlendum tónlistarmönnum, uppákomum og myndböndum.

Fréttamynd

Föstudagsplaylisti Bergs Thomas Anderson

Bergur Thomas Anderson er tón- og myndlistarmaður sem hefur komið víða við, hefur m.a. verið bassaleikari sveitanna Sudden Weather Change, Grísalappalísu og Oyama, en á dögunum kom út hans fyrsta sólóplata.

Tónlist
Fréttamynd

„Maður þarf að treysta á örlögin“

Popptónlistarmaðurinn Benedikt gefur út sína fyrstu stuttskífu (EP), Maybe The Best Has Yet To Come, 26. nóvember næstkomandi. Eins og titillinn vísar til eru skilaboðin að þegar á móti blæs þarf maður að treysta á örlögin, að manni hafi verið ætlað eitthvað annað og jafnvel betra. Lögin eru grípandi popp sem endurspegla tilfinningar, svo sem glettni, þrá, uppgjör og bjartsýni til framtíðar.

Lífið
Fréttamynd

Bry­an Adams greinist aftur með kórónu­veiruna

Kanadíski söngvarinn Bryan Adams greindist með kórónuveiruna í dag. Söngvarinn tók próf þegar hann lenti á Ítalíu í morgun sem reyndist jákvætt. Adams ber sig vel en segist fara á spítala til öryggis.

Lífið
Fréttamynd

Sleik um jólin?

Englahár, konfektvíma, steikur og sleikur. Inn í grámygluna og Covid-kvíðann færa The Post Performance Blues Band okkur myndband við harm blítt jólalag sveitarinnar Bleik jól.

Albumm
Fréttamynd

Dívur frá Detroit á toppnum

Tónlistarþátturinn PartyZone hefur sett saman lista yfir 30 bestu danstónlistarlög október og nóvembermánaðar. Á toppnum trónir Dames Brown, tríó söngdíva frá Detroit.

Tónlist
Fréttamynd

Ólafur Arnalds til­­­nefndur til tveggja Gram­­my-verð­­launa

Tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds hlaut í dag tvær tilnefningar til hinna virtu Grammy-verðlauna fyrir tvö lög af nýjustu breiðskífu sinni some kind of peace. Platan sem kom út í fyrra hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda en þar sýnir Ólafur persónulegri hlið en hann hefur sýnt áður. 

Tónlist
Fréttamynd

Evu Cassidy dreymir um að feta í fótspor frænku sinnar

Eva Cassidy syngur í kirkjukór og dreymir hana um að taka þátt í Vælinu, söngvakeppni Verzlunarskólans. Það er þó ekki sú Eva Cassidy sem okkur flestum er kunnug, heldur fimmtán ára gömul frænka hennar og nafna sem á ekki langt að sækja sönghæfileikana.

Tónlist
Fréttamynd

Kanye og Dra­ke halda tón­leika saman

Tveir stærstu rapparar heims, Kanye West og Dra­ke, höfðu eldað grátt silfur saman síðustu ár áður en þeir sættust ó­vænt fyrr í vikunni. Þeir ætla sér að koma fram saman á tón­leikum þann 9. desember næst­komandi í til­raun til að reyna að fá banda­rísk yfir­völd til að sleppa fanganum Larry Hoover lausum.

Tónlist
Fréttamynd

DJ Muscle boy og Jóhanna Guðrún saman á toppi Íslenska listans

Íslenski listinn fór skemmtilega af stað í dag með heitustu lögum okkar Íslendinga. Ég ákvað samhliða listanum að fara í spennandi ferðalag um tónlistarsöguna, í svokallaða tónlistar-tímavél, og skoða hvaða lög sátu á toppnum fyrir 10 og 20 árum síðan. Skoðum það aðeins!

Tónlist