Tónlist

Margt sem kemur á óvart

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Benni Hemm Hemm var að senda frá sér lagið Á óvart ásamt Urði og Kött Grá Pje.
Benni Hemm Hemm var að senda frá sér lagið Á óvart ásamt Urði og Kött Grá Pje. Aðsend

Tónlistarfólkið Benni Hemm Hemm, Urður og Kött Grá Pje hafa komið víða að í tónlistarsenunni en þau voru að sameina krafta sína og senda frá sér lagið Á Óvart.

Hér má heyra lagið:

Það er ýmislegt sem kemur á óvart bæði í þessu lagi sem og þessu samstarfi. Söngkonan Urður sló meðal annars í gegn sem söngkona sveitarinnar Gusgus um tíma en það er langt síðan hún hefur gefið út tónlist og auk þess hefur hún aldrei áður sungið á íslensku. 

Söngkonan Urður.Aðsend

Einnig er dágóður tími síðan Kött Grá Pje sendi frá sér efni en hann og Urður hafa aldrei hist.

Tónlistarmaðurinn Kött Grá Pje.Aðsend

Benni Hemm Hemm hefur sent frá sér nokkur lög og smáskífu á þessu ári og gaf meðal annars út lagið Eitthvað leiður þann sautjánda júní síðastliðinn. Hið óvænta heldur áfram að einkenna lagið þar sem þetta er fyrsta rapplag sem hann gefur út.

Cover mynd lagsins Á Óvart.Aðsend

Tengdar fréttir

Sól og sumardans ásamt myrkari hliðum tilverunnar

Benni Hemm Hemm var að gefa út lagið Eitthvað leiður í dag, á 17. Júní. Lagið er unnið með hópi öflugs tónlistarfólks sem leika á hin ýmsu hljóðfæri. Blaðamaður tók púlsinn á Benna.

Margmenni á fyrsta Airwaves-gigginu í gær

Það fer ekki á milli mála að tónlistarhátíðin Iceland Airwaves er hafin og miðborgin er full af erlendum sem innlendum tónlistarunnendum. Það var stappfullt á Kex Hostel í hádeginu í gær þegar ein vinsælasta hljómsveit landsins, GusGus, steig á stokk og söng fyrir veðurbarða tónleikagesti. Svo mikið var stuðið að undir lokin voru flestir farnir að dilla sér við dansvæna tóna GusGus og lofuðu tónleikarnir góðu fyrir framhaldið á tónlistarhátíðinni.

„Undirmeðvitundin er stundum svo mikið með á nótunum að hún er langt á undan manni“

Tónlistarmaðurinn Benni Hemm Hemm gefur út breiðskífu miðvikudaginn 8. júní. Platan, sem ber titilinn Benni Hemm Hemm & the Melting Diamond Band III, er þriðja platan sem kemur út úr samstarfi hljómsveitarinnar við Mengi Records. Hún kemur út á stafrænu formi og á vínyl en einnig eru gefin út vídeóverk með öllum tónverkunum. Útgáfu plötunnar verður fagnað með tónleikum í Mengi samdægurs, miðvikudagskvöldið 8. júní. Blaðamaður tók púlsinn á Benna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.