Tónlist

Tónlist

Fréttir af innlendum og erlendum tónlistarmönnum, uppákomum og myndböndum.

Fréttamynd

„Þetta var snarbilað“

Kristinn Óli Haraldsson, betur þekktur sem Króli, varð landsþekktur á einni nóttu þegar hann gaf út lagið B.O.B.A árið 2017 með Jóa Pé.

Lífið
Fréttamynd

Jülevenner Emmsjé Gauta nú einnig í streymi

Íbúar dreifbýlis, Íslendingar sem hafa gefist upp og flutt af landi brott, félagsfælnir, ungbarna foreldrar, sóttkvíar fólk og aðrir sem vegna óviðráðanlegra aðstæðna komast ekki í Háskólabíó. Bið ykkar er á enda, nú getiði upplifað Jülevenner 2021 með stafrænum hætti í gegnum streymi NovaTV.

Lífið
Fréttamynd

Jóla­molar: Christ­mas Vacation fastur liður á hverju ári

Það er óhætt að segja að Sigga Beinteins sé ein ástsælasta söngkona landsins og eru jólatónleikar hennar, Á hátíðlegum nótum, orðnir að hefð hjá mörgum í aðdraganda jólanna. Tónleikarnir í ár fara fram í Eldborgarsal Hörpu dagana 3. og 4. desember, þar sem Sigga mun syngja inn jólin ásamt stórskotaliði söngvara. Hér ætlum við hins vegar að komast að því hvað það er sem kemur sjálfri Siggu Beinteins í jólaskapið.

Jól
Fréttamynd

Jóla­molar: Svört rós frá kærastanum eftir­minni­legasta jóla­gjöfin

Það er óhætt að fullyrða að hver einasti Íslendingur hafi einhvern tímann sungið með jólalaginu Ég hlakka svo til. Lag sem sungið var af hinni ellefu ára gömlu Svölu Björgvins í þættinum Jólaboð afa árið 1998. Í dag er hún ein skærasta stjarna okkar Íslendinga. Svala segist vera mikið jólabarn en fyrir henni snúast jólin frekar um að gefa en þiggja.

Jól
Fréttamynd

Arnar Eggert fékk Lítinn fugl

Dagur íslenskrar tónlistar var haldinn hátíðlegur víða um land í dag með ýmsum hætti en í Iðnó við tjörnina var haldin stutt hátíðarsamkoma að þessu tilefni þar sem veittar voru viðurkenningar tileinkaðar deginum og heiðursverðlaun dagsins, kennd við Lítinn fugl.

Tónlist
Fréttamynd

Jóla­molar: Losnuðu úr sótt­kví korter í jól og fjöl­skyldan brunaði af stað

Söngkonan og áhrifavaldurinn Camilla Rut, betur þekkt sem Camy, er mikið jólabarn. Hún og eiginmaður hennar, Rafn Hlíðkvist, hafa haldið vinsæla jólatónleika síðustu ár en árið 2019 fylltu þau Gamla bíó. Camilla segir jólin fyrst og fremst snúast um að skapa minningar með börnunum og finnst henni fátt dýrmætara en að upplifa jólin í gegnum drengina sína tvo.

Jól
Fréttamynd

Rihanna gerð að þjóðhetju Barbados

Tónlistarkonan og auðjöfurinn Ríhanna var í dag gerð að þjóðhetju Barbados. Var það gert á athöfn þar sem formlegum tengslum eyríkisins og bresku krúnunnar var formlega slitið.

Lífið
Fréttamynd

Ragga Rix vann Rímna­flæði 2021

Ragga Rix stóð uppi sem sigurvegari Rímnaflæðis, rappkeppni unga fólksins, sem fór fram í kvöld. Hún flutti frumsamið lag sitt Mætt til leiks.

Lífið
Fréttamynd

Jelena, Maggi Kjartans og Tryggvi á Degi íslenskrar tónlistar

Dagur íslenskrar tónlistar verður haldinn hátíðlegur á miðvikudag. Á fjölum Iðnó við tjörnina verður efnt til dagskrár í tilefni dagsins, þar sem veittar verða viðurkenningar þeim verkefnum sem þótt hafa staðið upp úr síðustu misseri - auk heiðursverðlauna dagsins, sem kennd eru við Lítinn fugl.

Tónlist
Fréttamynd

Switchstance með Quarashi kom út fyrir 25 árum

Hljómsveitin Quarashi er ein vinsælasta sveit landsins fyrr og síðar. Sveitin naut gífulegrar velgengni bæði hér á klakanum sem og erlendis. Sveitin gaf út fimm hljóðversplötur en sú fyrsta, Switchstance kom einmitt út á þessum degi, 28. Nóvember 1996 og fagnar því 25 árum í dag!

Albumm