Jelena, Maggi Kjartans og Tryggvi á Degi íslenskrar tónlistar Dagur íslenskrar tónlistar verður haldinn hátíðlegur á miðvikudag. Á fjölum Iðnó við tjörnina verður efnt til dagskrár í tilefni dagsins, þar sem veittar verða viðurkenningar þeim verkefnum sem þótt hafa staðið upp úr síðustu misseri - auk heiðursverðlauna dagsins, sem kennd eru við Lítinn fugl. Tónlist 29. nóvember 2021 09:56
Switchstance með Quarashi kom út fyrir 25 árum Hljómsveitin Quarashi er ein vinsælasta sveit landsins fyrr og síðar. Sveitin naut gífulegrar velgengni bæði hér á klakanum sem og erlendis. Sveitin gaf út fimm hljóðversplötur en sú fyrsta, Switchstance kom einmitt út á þessum degi, 28. Nóvember 1996 og fagnar því 25 árum í dag! Albumm 28. nóvember 2021 12:45
Lag frá 2017 stefnir í að verða eitt stærsta partýlag ársins Íslenski listinn heldur ótrauður áfram og síðastliðinn laugardag létu heitustu lög landsins ljós sitt skína. Tónlist 27. nóvember 2021 16:00
Skipuleggur sig út frá því sem skiptir mestu máli „Ég er virkilega spennt og hlakka mikið til, þetta verður mjög skemmtilegt,“ segir Jóhanna Guðrún Jónsdóttir sem á sunnudag heldur útgáfutónleika í Háskólabíói fyrir plötu sína Jól með Jóhönnu. Lífið 27. nóvember 2021 13:00
Tónlist og dans sem sprengdi krúttskalann við opnun jólaþorps Hafnfirðinga Hellisgerði í Hafnarfirði er nú komið í hátíðarbúning annað árið í röð. Bæjarstjóri Hafnarfjarðar segir jólaþorpið hafa fengið góð viðbrögð og bjóða þau upp á alls kyns nýjungar í ár. Lífið 26. nóvember 2021 23:12
Birkir Blær kominn í undanúrslit í Svíþjóð Velgengni Birkis Blæs Óðinssonar í sænska Idol hélt áfram í kvöld og er hann nú kominn í undanúrslit keppninnar. Lífið 26. nóvember 2021 22:29
Hvort syngur Guðrún Árný eða Eyþór Ingi betur í karókí? Útvarpsþátturinn FM95BLÖ fór af stað með karókíkeppni í síðustu viku og er nú komið að þriðju umferð. Þessa vikuna eru það engin önnur en Guðrún Árný og Eyþór Ingi sem syngja. Hlustendur þáttarins meta hvor stóð sig betur. Lífið 26. nóvember 2021 17:00
Föstudagsplaylisti Bergs Thomas Anderson Bergur Thomas Anderson er tón- og myndlistarmaður sem hefur komið víða við, hefur m.a. verið bassaleikari sveitanna Sudden Weather Change, Grísalappalísu og Oyama, en á dögunum kom út hans fyrsta sólóplata. Tónlist 26. nóvember 2021 15:33
Lilja og Vala stukku upp á borð í miðri útsendingu Lilja Katrín, Gulli og Vala í Bítinu á Bylgjunni fóru í lagakeppni þar sem þemað var kraftballöður. Lilja Katrín lofaði að hún myndi dansa uppi á útsendingarborðinu ef hennar lag ynni keppnina. Lífið 26. nóvember 2021 13:30
„Maður þarf að treysta á örlögin“ Popptónlistarmaðurinn Benedikt gefur út sína fyrstu stuttskífu (EP), Maybe The Best Has Yet To Come, 26. nóvember næstkomandi. Eins og titillinn vísar til eru skilaboðin að þegar á móti blæs þarf maður að treysta á örlögin, að manni hafi verið ætlað eitthvað annað og jafnvel betra. Lögin eru grípandi popp sem endurspegla tilfinningar, svo sem glettni, þrá, uppgjör og bjartsýni til framtíðar. Lífið 26. nóvember 2021 10:00
Bryan Adams greinist aftur með kórónuveiruna Kanadíski söngvarinn Bryan Adams greindist með kórónuveiruna í dag. Söngvarinn tók próf þegar hann lenti á Ítalíu í morgun sem reyndist jákvætt. Adams ber sig vel en segist fara á spítala til öryggis. Lífið 25. nóvember 2021 23:40
Bylgjan órafmögnuð: Ellen Kristjáns og fjölskylda Ellen Kristjánsdóttir steig á stokk ásamt fjölskyldu sinni í kvöld og flutti sín þekktustu lög í tónleikaröðinni Bylgjan órafmögnuð. Tónlist 25. nóvember 2021 18:00
Sleik um jólin? Englahár, konfektvíma, steikur og sleikur. Inn í grámygluna og Covid-kvíðann færa The Post Performance Blues Band okkur myndband við harm blítt jólalag sveitarinnar Bleik jól. Albumm 25. nóvember 2021 11:30
Dívur frá Detroit á toppnum Tónlistarþátturinn PartyZone hefur sett saman lista yfir 30 bestu danstónlistarlög október og nóvembermánaðar. Á toppnum trónir Dames Brown, tríó söngdíva frá Detroit. Tónlist 24. nóvember 2021 20:02
Hafdís Huld fær tvöfalda platínuplötu fyrir Vögguvísur Hafdís Huld og Alisdair Wright fengu á dögunum tvöfalda platínuplötu fyrir plötuna Vögguvísur. Vögguvísur kom út árið 2012 og náði fljótlega miklum vinsældum. Tónlist 24. nóvember 2021 16:30
Tónleikar Adele sýndir á Stöð 2 næsta föstudagskvöld Það má með sanni segja að tónlistarkonan Adele sé að sigra heiminn um þessari mundir. Tónlist 24. nóvember 2021 14:31
Birkir Blær nálgast úrslitaþáttinn: „Nú er komið aðeins meira keppnisskap í mann“ „Ég bjóst alls ekki við því að komast svona langt,“ segir hinn 21 árs gamli Birkir Blær sem mun stíga á svið í fimm manna úrslitum sænsku söngvakeppninnar Idol á föstudaginn. Tónlist 24. nóvember 2021 13:30
Konan sem mótaði Adele mætti óvænt á tónleikana Fyrirmyndir geta skipt gríðarlega miklu máli þegar það kemur að því að mótast og hafa trú á sér í gegnum lífið. Tónlist 23. nóvember 2021 21:17
Ólafur Arnalds tilnefndur til tveggja Grammy-verðlauna Tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds hlaut í dag tvær tilnefningar til hinna virtu Grammy-verðlauna fyrir tvö lög af nýjustu breiðskífu sinni some kind of peace. Platan sem kom út í fyrra hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda en þar sýnir Ólafur persónulegri hlið en hann hefur sýnt áður. Tónlist 23. nóvember 2021 19:01
Evu Cassidy dreymir um að feta í fótspor frænku sinnar Eva Cassidy syngur í kirkjukór og dreymir hana um að taka þátt í Vælinu, söngvakeppni Verzlunarskólans. Það er þó ekki sú Eva Cassidy sem okkur flestum er kunnug, heldur fimmtán ára gömul frænka hennar og nafna sem á ekki langt að sækja sönghæfileikana. Tónlist 23. nóvember 2021 15:08
Yeezy-klædd Kim Kardashian leiðir nýja kærastann Síðustu vikur hafa allra augu verið á raunveruleikastjörnunni Kim Kardashian og grínistanum Pete Davidson sem eru sögð eiga í ástarsambandi. Birta Líf Ólafsdóttir fór yfir málið í Brennslutei vikunnar. Lífið 23. nóvember 2021 13:31
Missti einkaviðtal við Adele því hann hlustaði ekki á nýju plötuna Ástralskur fjölmiðlamaður kveðst í molum eftir að afdrifarík yfirsjón af hans hálfu kostaði vinnuveitanda hans tugi milljóna króna og einkaviðtal við ensku tónlistarstjörnuna Adele. Lífið 22. nóvember 2021 23:47
Tilfinningalegt ferðalag Adele í rétta átt að sjálfri sér Adele þarf vart að kynna fyrir lesendum enda er hún ein stærsta söngkona okkar samtíma og jafnvel hægt að titla hana kanónu í tónlistarheiminum. Tónlist 22. nóvember 2021 20:00
BTS, Megan Thee Stallion og Doja Cat með þrenn AMA verðlaun American Music Awards voru afhent í Los Angeles í gær. Stærstu sigurvegarar kvöldsins voru þrír. K-pop hljómsveitin BTS nældi sér í þrenn verðlaun. Það sama gerðu Doja Cat og Megan Thee Stallion. Tónlist 22. nóvember 2021 16:30
Unnusta Khashoggi biður Bieber að hætta við tónleika í Sádi-Arabíu Hatice Cengiz, unnusta Jamals Khashoggi sem var myrtur hrottalega af útsendurum krónprins Sádi-Arabíu, hefur biðlað til tónlistarmannsins Justins Bieber að hann blási af tónleika sína í Sádi-Arabíu í næsta mánuði. Erlent 22. nóvember 2021 10:28
Norski pönkarinn Hank von Hell er látinn Norski tónlistarmaðurinn Hans-Erik Dyvik Husby, betur þekktur sem Hank von Hell úr pönksveitinni Turbonegro, er látinn. Hann varð 49 ára. Lífið 22. nóvember 2021 10:11
„Listin hefur hjálpað mér í gegnum súrt og sætt“ Listamaðurinn KLAKI hefur notið mikilla vinsælda undanfarið en maðurinn á bakvið þetta framúrstefnulega nafn heitir Gísli Brynjarsson og segist lifa fyrir að skapa. Albumm 22. nóvember 2021 10:01
Kanye og Drake halda tónleika saman Tveir stærstu rapparar heims, Kanye West og Drake, höfðu eldað grátt silfur saman síðustu ár áður en þeir sættust óvænt fyrr í vikunni. Þeir ætla sér að koma fram saman á tónleikum þann 9. desember næstkomandi í tilraun til að reyna að fá bandarísk yfirvöld til að sleppa fanganum Larry Hoover lausum. Tónlist 20. nóvember 2021 21:36
Gera upp gamlar sakir við Gauta í viðtali við Rolling Stone Rappsveitin Reykjavíkurdætur var í viðtali við tónlistartímaritið Rolling Stone í gær. Í viðtalinu fara þær meðal annars yfir stofnun hljómsveitarinnar, móðurhlutverkið og baráttuna við feðraveldið. Lífið 20. nóvember 2021 16:40
DJ Muscle boy og Jóhanna Guðrún saman á toppi Íslenska listans Íslenski listinn fór skemmtilega af stað í dag með heitustu lögum okkar Íslendinga. Ég ákvað samhliða listanum að fara í spennandi ferðalag um tónlistarsöguna, í svokallaða tónlistar-tímavél, og skoða hvaða lög sátu á toppnum fyrir 10 og 20 árum síðan. Skoðum það aðeins! Tónlist 20. nóvember 2021 16:32