„Vöndum okkur virkilega við valið á útgáfum“ Plötusnúðurinn Ali Demir stofnaði árið 2020 Distrakt Audio sem er „vinyl-only“ plötuútgáfufyrirtæki. Megináherslan er að para saman tónlistarmenn allstaðar að úr heiminum sem deila sömu ástríðu fyrir neðanjarðar, minimalískri hús tónlist. Efnið er svo gefið út á 12” vínyl plötu sniði. Albumm 24. febrúar 2022 14:31
Opin samskipti mikilvæg í öllum nánum samböndum Á föstudag sendi hljómsveitin Supersport! frá sér glænýtt lag sem kallast taka samtalið. Lagið kemur út hjá reykvíska neðanjarðar-listasamlaginu og útgáfufélaginu Post-dreifingu. Tónlist 24. febrúar 2022 12:01
Passenger væntanlegur til Íslands Passenger kemur til landsins og heldur tónleika í Eldborgarsal Hörpu í sumar. Söngvarinn og lagahöfundurinn heitir Mike Rosenberg og hefur unnið til fjölda verðlauna og náð platínusölu víða um heim svo Íslendingar fagna eflaust komu hans. Lífið 24. febrúar 2022 10:52
Sigur Rós í upptökum í Abbey Road og tilkynnir fyrsta tónleikaferðalagið í fimm ár Hljómsveitin Sigur Rós mun í vor og sumar fara á tónleikaferðalag. Munu þeir meðal annars koma fram í Mexíkó, Kanada og Bandaríkjunum. Miðasalan hefst formlega á morgun. Tónlist 24. febrúar 2022 08:29
Símon FKNHNDSM er plötusnúður mánaðarins Dansþáttur þjóðarinnar, PartyZone, útnefnir plötusnúð mánaðarins í vetur og mun hann setja saman eitt eða fleiri „mixteip“ með danstónlist. Hann hefur frjálsar hendur og setur saman sett með tónlist sem hann er með í spilun þá stundina og einkennir hann eða hana tónlistarlega. Tónlist 23. febrúar 2022 21:00
Frumsýnir enska útgáfu myndbands í Söngvakeppninni: „Við búum í raun öll á einu stóru hringlaga eldgosi“ Haffi Haff ákvað að fara alla leið í gleðinni sem fylgir Eurovision-keppninni og fór sjálfur í gerð myndbanda við bæði íslensku og ensku útgáfuna af laginu sem hann flytur í undankeppninni, Gía eða Volcano á ensku. Í dag frumsýnir Lífið á Vísi myndband við ensku útgáfu lagsins, Volcano. Það er þó nokkuð ólíkt íslensku útgáfunni sem frumsýnt var hér á Vísi fyrir tveimur vikum. Tónlist 23. febrúar 2022 12:00
Söngvari Procol Harum er fallinn frá Breski söngvarinn Gary Brooker, forsprakki sveitarinnar Procol Harum, er látinn, 76 ára að aldri. Brooker var einn höfunda og söng vinsælasta lag sveitarinnar, A Whiter Shade of Pale, frá árinu 1967 sem fjölmargir tónlistarmanna hafa einnig tekið upp á sína arma. Lífið 23. febrúar 2022 08:20
Söngvarinn Mark Lanegan er látinn Bandaríski söngvarinn Mark Lanegan, sem var forsprakki sveitarinnar Screaming Trees og var um tíma liðsmaður Queens of the Stone Age, er látinn, 57 ára að aldri. Lífið 23. febrúar 2022 07:27
Draumfarir gefa út lagð Kvíðinn Birgir Steinn Stefánsson og Ragnar Már Jónsson skipa dúóið Draumfarir en kapparnir voru að senda frá sér lagið Kvíðinn. Albumm 21. febrúar 2022 16:00
Rak umboðsmanninn og réði pabba sinn Söngkonan Dua Lipa hefur sagt skilið við umboðsmanninn sinn og réði pabba sinn Dukagjin í staðin en sjálfur var hann í rokkhljómsveit á sínum tíma. Hún er ekki að leita að öðrum umboðsmanni til þess að fylla í stöðuna eins og er svo feðginin munu starfa saman um óákveðin tíma. Áður voru það Ben Mawson og Ed Millet hjá TaP Management sem sáu um hennar mál. Lífið 21. febrúar 2022 15:30
Tónlistarborgin Fyrsta stefnumótunin sem ég fór fyrir var að skrifa stefnu um framtíðarskipan tónlistarnáms í Reykjavík til 2030, með góðu liðssinni bæði borgarfulltrúa og starfsfólks á skóla- og frístundasviði. Skoðun 21. febrúar 2022 14:30
Elvis Presley fær mann til að kikna í hnjánum í kvikmyndahúsum Stikla úr kvikmyndinni Elvis sem fjallar um líf og feril Elvis Presley er komin út og eru margir sem bíða spenntir eftir því að sjá myndina í heild sinni, enda á nógu að taka. Þeir Austin Butler og Tom Hanks eru í aðalhlutverkum. Bíó og sjónvarp 21. febrúar 2022 10:36
Tónlistarfrumkvöðullinn Jamal Edwards látinn Tónlistarfrumkvöðullinn Jamal Edwards er látinn aðeins 31 árs gamall. Tónlistarfyrirtæki hans SBTV kom mörgum stærstu stjörnum Bretlands á kortið. Erlent 20. febrúar 2022 23:41
„Ég er hrikalega ánægður með plötuna“ Mavelus er listamannsnafn tónlistarmannsins Ástþórs Þórhallssonar en hann var að senda frá sér stuttskífuna Moberg. Albumm 20. febrúar 2022 20:30
Tónleikar með Frikka Dór heima í stofu í kvöld Friðrik Dór Jónsson flytur öll sín þekktustu lög ásamt lögum af nýjustu plötu hans í beinni útsendingu á Tal hér á Vísi fyrir áskrifendur Blökastsins. Lífið 19. febrúar 2022 18:17
Friðrik Dór nálgast toppinn Íslenski listinn fór fram á FM957 fyrr í dag þar sem nokkur glæný lög blönduðust við þau vinsælustu um þessar mundir. Tónlist 19. febrúar 2022 16:00
Vonast til að styrkja tengslin milli Íslands og Færeyjar Koyri heim er fyrsta lagið frá nýjustu plötu hinnar verðlaunuðu færeysku hljómsveit, Einangran. Hún samanstendur af Heiðrikur á Heygum og Leu Kampmann, sem eiga bæði sterkar rætur á Íslandi þar sem lagið var tekið upp með upptökustjóranum Janus Rasmussen (Kiasmos/Bloodgroup) og Sakaris Joensen (Sakaris/Boncyan) í hljóðverinu þeirra í Reykjavík. Albumm 18. febrúar 2022 19:01
Endurgerð af slagara Manu Chao á toppnum Tónlistarþátturinn PartyZone hefur sett saman lista yfir 30 bestu danstónlistarlög febrúar. Á toppnum trónir endurgerð af þekktu lagi Manu Chao eftir Sofiu Kourtesis, plötusnúð frá Perú. Tónlist 18. febrúar 2022 18:00
Heitasta slúðrið í tónlistarbransanum! Steinar Fjeldsted hjá Albumm.is fer alla fimmtudaga yfir það helsta sem er að gerast í Íslenskri tónlist í Tónlistarmínútum hjá Ósk Gunnars á FM957. Albumm 18. febrúar 2022 14:30
„Þetta er eiginlega gamla góða klisjan, ég sökk svolítið djúpt eftir sambandsslit“ Bear the Ant er nýtt tónlistar samstarf hjá þeim Birni Óla Harðarsyni og Davíð Antonssyni sem voru að gefa út lagið Higher Times. Davíð er þekktastur fyrir trommuleik sinn í hljómsveitinni Kaleo en þetta er frumraun Björns í tónlistinni. Félagarnir skrifuðu og framleiddu lagið saman en það varð til á myrkasta tíma ársins í miðju Covid og má heyra í því vonleysi í bland við von um betri tíma. Tónlist 18. febrúar 2022 12:50
Gera All Out of Luck að sínu og frumsýna nýtt myndband Reykjavíkurdætur hafa gefið út ábreiðu af hinu ástsæla Eurovisionlagi All Out of Luck sem Selma Björnsdóttir lenti í öðru sæti með árið 1999. Dæturnar hafa vakið mikla athygli hérlendis og erlendis fyrir þáttöku sína í Söngvakeppni Sjónvarpsins og eru þær allar miklir aðdáendur lagsins og Selmu. Lífið 18. febrúar 2022 09:31
„Hún vildi ekkert með mig hafa fyrst um sinn“ Tobba var aðeins fjórtán ára gömul þegar hún og Hreimur byrjuðu fyrst saman. Þrátt fyrir að hafa farið sundur og saman eins og gengur og gerist á unglingsárunum, eru þau gift í dag og lifa fjölskyldulífi í Norðlingaholtinu ásamt þremur börnum og einum Covid-hundi. Lífið 17. febrúar 2022 21:00
Elti draumana til London og samdi svo lag um óvissuna við að fullorðnast Vilberg Andri Pálsson gefur út á miðnætti í dag lagið Kílómetrar. Vilberg er leiklistarnemi úti í London og tónlistarmaður og gerði hann einnig stuttmynd með sama nafni sem kemur út síðar á árinu en hefur nú þegar hlotið verðlaun. Lífið 17. febrúar 2022 18:01
Pollapönkarar kaupa hlut í elstu hljóðfæraversluninni Þeir Arnar Gíslason og Guðni Finnson hafa keypt sig inn í rekstur Hljóðfærahússins. Þeir vinna saman í versluninni auk þess að standa vaktina í hljómsveitum á borð við Pollapönk, Dr. Mugison, Dr. Spock, Jónas Sig og Ensími svo eitthvað sé nefnt. Viðskipti innlent 17. febrúar 2022 15:28
Með lánsgítar á óþægilegum klappstól Í dag kemur út textamyndband við lagið Something með Rakel Sigurðardóttur, sem unnið er af listakonunni Erlu Daníelsdóttur. Lagið er þriðja smáskífan af komandi útgáfu hennar og verkefna tveggja annarra kvenna, Salóme Katrínar og ZAAR. Tónlist 16. febrúar 2022 15:15
Lón snúa aftur með nýtt lag - Nostalgískur blær LÓN snúa aftur með frábært nýtt lag sem nefnist Hold On. Meðlimir LÓNs kalla sig sveitapabba í útlegð í úthverfunum en þessir þjóðþekktu tónlistarmenn, Valdimar Guðmundsson, Ásgeir Aðalsteinsson og Ómar Guðjónsson, vildu láta reyna á rólegri hljóðheim með þessu nýja verkefni. Albumm 16. febrúar 2022 14:31
Eyþór Ingi flutti ódauðlegan slagara með stæl Tónlistarmaðurinn Eyþór Ingi Gunnlaugsson var gestur í Glaumbæ á Stöð 2 síðastliðið föstudagskvöld. Tónlist 16. febrúar 2022 12:30
Júníus Meyvant og KK frumsýna nýtt lag og myndband Júníus Meyvant og KK voru að gefa út lagið Skýjaglópur en lagið og textinn er samið af Júníusi og er hvoru tveggja mjög hugljúft. „Hvað myndi KK gera?“ og trúin var að hluta til innblásturinn á bakvið lagið sem þeir unnu svo saman. Lífið 15. febrúar 2022 16:01
Kúrekastemning og rólegheit þessa vikuna Steinar Fjeldsted hjá Albumm.is fer alla fimmtudaga yfir það helsta sem er að gerast í Íslenskri tónlist í Tónlistarmínútum hjá Ósk Gunnars á FM957. Albumm 15. febrúar 2022 14:31
Ellefu ára og gjörsamlega stal senunni í Glaumbæ Í skemmtiþættinum Glaumbær sem er dagskrá Stöðvar 2 á föstudagskvöldum mættu þeir Ari Eldjárn og Eyþór Ingi og tóku nokkur vel valin lög með Birni Stefánssyni. Tónlist 15. febrúar 2022 12:31