Beastie Boys snýr aftur Rappsveitin Beastie Boys hefur loksins ákveðið útgáfudag á nýjustu plötu sinni, Hot Sauce Comittee Pt 2. Hún kemur út 19. apríl og bíða hennar margir með mikilli eftirvæntingu. Gripurinn átti upphaflega að heita Hot Sauce Commiettee Pt 1 og útgáfudagur átti að vera í september 2009. Lífið 28. febrúar 2011 09:00
Dusta rykið af týndu plötunni með Fídel Hljómsveitin Fídel þótti gríðarlega efnileg á sínum tíma og sendi frá sér magnaða plötu, áður en hún hætti skyndilega. Nú hafa meðlimir hljómsveitarinnar dustað rykið af týndum upptökum. Lífið 25. febrúar 2011 21:00
Kröftugir tónleikar Rokksveitin Agent Freso hélt útgáfutónleika á dögunum í tilefni fyrstu plötu sinnar, A Long Time Listening, sem kom út fyrir síðustu jól. Lífið 24. febrúar 2011 16:00
Ensími með útgáfutónleika Ensími heldur útgáfutónleika á Nasa á laugardagskvöld til að fylgja eftir sinni fjórðu plötu, Gæludýr, sem kom út fyrir síðustu jól. Hljómsveitin ætlar að leggja mikinn metnað í hljóð- og ljósavinnslu þessa kvöldstund. Lífið 24. febrúar 2011 11:00
Rosaleg stórkarlamúsík Rokkararnir í Ham lofa rosalegum tónleikum á Nasa á föstudagskvöld. Upptökur á fyrstu „alvöru“ Ham-plötunni hefjast í næsta mánuði. Lífið 24. febrúar 2011 07:00
Dylan svaraði ekki Simon Paul Simon reyndi að fá gamla félaga sinn Bob Dylan til að syngja með sér á nýjustu plötu sinni en án árangurs. Simon var ekki sáttur við að Dylan skyldi ekki svara erindi sínu. Lífið 23. febrúar 2011 14:00
Klingir í pyngjum poppara Tilkynnt var í gær hverjir hefðu hlotið laun úr launasjóðum listamanna. Nafntogaðir rithöfundar og frægir popparar eru meðal þeirra sem fengu eitthvað fyrir sinn snúð. Lífið 19. febrúar 2011 17:00
Sunna fær góða dóma í Austurríki Djasspíanóleikarinn Sunna Gunnlaugsdóttir fær góða dóma í austurríska tímaritinu Concerto fyrir plötu sína The Dream, sem var nýlega tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna. Lífið 19. febrúar 2011 00:01
Fyrsta platan í fimmtán ár Grunge-rokkararnir í Soundgarden eru að hefja upptökur á sinni fyrstu plötu í fimmtán ár. Í tilkynningu á heimasíðu sveitarinnar kemur fram að þeir félagar hafi samið flott lög fyrir plötuna, sem fylgir í kjölfar Down on the Upside sem kom út 1996. Lífið 17. febrúar 2011 09:00
Óvænt plata frá Radiohead Ólíkindatólin í hljómsveitinni Radiohead tilkynntu í gær að ný plata, The King of Limbs, væri væntanleg á laugardaginn. Hljómsveitin gefur plötuna út sjálf og verður hún aðgengileg á vefsíðunni Thekingoflimbs.com. Hægt verður að hala plötunni niður gegn gjaldi á laugardaginn, en hún kemur svo út á geisladiski og vínyl 9. maí. Lífið 15. febrúar 2011 12:00
Útgáfu flýtt um viku Breska hljómsveitin The Vaccines, með bassaleikarann Árna Hjörvar Árnason innanborðs, hefur flýtt útgáfu á fyrstu plötu sinni um eina viku. Platan, sem nefnist What Did You Expect From The Vaccines, kemur út 14. mars í staðinn fyrir 21. mars. Þar með er ljóst að hún kemur ekki út á sama tíma og nýjasta plata rokkaranna í The Strokes, Angles, sem The Vaccines hefur stundum verið líkt við. Lífið 11. febrúar 2011 07:00
Páll Óskar tekur upp plötu í New York „Ég ætla að hoppa aðeins til New York í sumar. Ég ætla bæði að kúpla mig út og vinna svolítið líka,“ segir tónlistarmaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson. Hann ætlar að vinna að nýrri plötu í New York sem mun fylgja eftir hinu gríðarvinsæla Silfursafni sem kom út fyrir jólin 2008. Innlent 8. febrúar 2011 10:00
Félagar með nýja plötu Tónlistarmennirnir Epic Rain og Beatmakin Troopa gefa á þriðjudaginn út sína fyrstu plötu saman. Hún nefnist Campfire Rumors og kemur út á vegum útgáfufyrirtækisins 3angle Productions sem er í þeirra eigu. Þeir félagar hafa um árin unnið saman að ýmsum verkefnum, bæði staðið fyrir tónleikum og gefið út tónlist. Lífið 6. febrúar 2011 12:00
Stjórnaði í gegnum Skype Hljómsveitin Thin Jim notaði Skype við strengjaupptökur á sinni fyrstu plötu sem er væntanleg í mars. Ég er ekki viss um að þetta hafi verið gert áður, allavega ekki á Íslandi,“ segir Jökull Jörgensen úr kántrípoppsveitinni Thin Jim. Hún lauk upptökum á sinni fyrstu stóru plötu um síðustu helgi hjá Benzin-bræðrum í Sýrlandi. Lífið 5. febrúar 2011 12:00
Myrkari og rafrænni tónar Breska tríóið White Lies er komið aftur á stjá tveimur árum eftir að platan To Lose My Life kom út. Myrkur danstaktur í anda Depeche Mode er orðinn meira áberandi en áður. Lífið 3. febrúar 2011 17:00
Múmínálfarnir dansa við lag Bjarkar Myndin um Múmínálfana er frumsýnd í kvikmyndahúsum um helgina. Múminálfarnir er teiknimynd sem byggir á frægum sögum eftir Tove Jansson. Teiknimyndirnar og sögurnar um Múmínsnáðann, Míu, Snúð og Snorkstelpuna hafa notið mikilla vinsælda hjá íslensku smáfólki. Tónlist 3. febrúar 2011 14:02
Elíza fær góða dóma Tónlistarkonan Elíza Geirsdóttir Newman hefur fengið góða dóma í Bretlandi fyrir EP-plötu sína Ukulele Songs for You sem kom út í stafrænu formi fyrir skömmu. Platan inniheldur lögin Ukulele Song for You, Eyjafjallajökull, sem sló í gegn þegar Elíza flutti það á fréttastöðinni Al Jazeera, og áður óútgefið lag sem nefnist Out of Control. Lífið 1. febrúar 2011 11:30
Hárdoktorinn kveður Ísland Plötusnúðurinn Jón Atli Helgason flytur til Danmerkur í byrjun næstu viku. Þar mun hann meðal annars starfa sem plötusnúður ásamt því að spila á bassa inn á plötu með danska plötusnúðnum Kasper Björke. Lífið 28. janúar 2011 11:30
Ungmenni á plötu Sönglistar Ungmenni á aldrinum fimmtán til sautján ára koma við sögu á plötunni Sönglistin 2010 sem er nýkomin út. Á henni eru þrettán innlend og erlend lög. Flytjendur eru eða hafa verið nemendur í söng- og leiklistarskólanum Sönglist. Lífið 27. janúar 2011 00:00
Lay Low gerir plötu við ljóð íslenskra kvenskálda „Ég er mjög spennt því mig hefur lengi langað til að gera íslenska plötu, en ég er ekki nógu góð í að semja íslenska texta," segir tónlistarkonan Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir, best þekkt sem Lay Low. Lífið 25. janúar 2011 21:00
Flétta á leiðinni Lagið Flétta sem Björk Guðmundsdóttir syngur á íslensku með enska tónlistarmanninum Antony Hegarty kemur út á þriðjudaginn. Lagið er að finna á nýjustu plötu hljómsveitarinnar Antony and the Johnsons, Swanlight. Rólegur píanóundirleikur hljómar undir fallegum röddum Bjarkar og Antonys í laginu, sem á vafalítið eftir að falla vel í kramið hjá aðdáendum þeirra beggja. Björk er þarna að launa Antony greiða frá árinu 2007 er hann söng með henni lagið My Juvenile á plötu hennar Volta. Tónlist 10. október 2010 12:30
Ókind rýfur fjögurra ára þögn Rokksveitin Ókind rís upp frá dauðum og spilar í eina kvöldstund á Faktorý á laugardagskvöld. Ókind spratt fullsköpuð fram árið 2002 og náði öðru sæti í Músíktilraunum. Á næstu fjórum árum gaf hún út plöturnar Heimsenda 18 og Hvar í Hvergilandi, sem báðar hlutu náð fyrir augum og eyrum gagnrýnenda. Haustið 2006 tilkynnti Ókind að nú væri þetta orðið gott í bili. Svo þagnaði hún í fjögur ár. Tónlist 2. september 2010 22:00
Jack fer á bólakaf Brimbrettakappinn hugljúfi, Jack Johnson, syngur inn sumarið með sinni sjöttu plötu, To The Sea, sem kemur út á þriðjudaginn. Tónlist 27. maí 2010 08:00
Tvöfalt safn frá Mannakornum Hin tvöfalda safnplata Gamli góði vinur með hljómsveitinni Mannakorn er komin út hjá Senu. Hún inniheldur 42 af vinsælustu lögum sveitarinnar frá upphafi og til dagsins í dag. Á meðal þeirra eru Reyndu aftur, Braggablús, Ó þú og Blús í G. Tónlist 20. maí 2010 07:00
Björk fær tónlistarnóbelinn Björk Guðmundsdóttir var valin verðlaunahafi Polar-tónlistarverðlaunanna, sem eru kölluð Nóbelsverðlaun tónlistarinnar Tónlist 17. maí 2010 11:00
Metropolitan-óperan seldi 22,2 milljónir bíómiða Íslenskir óperuaðdáendur sem venja komur sínar í Kringlubíó eiga þátt í metári Metropolitan-óperunnar sem seldi 22,2 milljónir bíómiða í fyrra. Tónlist 7. maí 2010 06:00
Fyrsta plata Reykjavíkursveitarinnar At Dodge City Rokkararnir í At Dodge City annast útgáfuna sjálfir og ætla að selja plötuna á tónleikum og á Netinu. Tónlist 6. maí 2010 20:00
Kraftmiklir vinnuþjarkar í ofurgrúppunni Dead Weather Jack White, Alison Mosshart úr The Kills og hinir í ofurgrúppunni The Dead Weather gefa út nýja plötu eftir helgi. Tónlist 6. maí 2010 19:00
Magni lofar stórkostlegri Bræðslu „Þetta verður stórkostlegt,“ segir Magni Ásgeirsson, um Bræðsluna á Borgarfirði eystri í júlí. „Við höfum aldrei verið jafnduglegir við að skipuleggja. Það eina sem á eftir að gera er að smíða sviðið,“ segir hann. Tónlist 6. maí 2010 09:15
Myndband Berndsen á kvikmyndahátíðina í LA „Það var hringt í leikstjórann og beðið um að fá að sýna myndbandið. Svo fórum við að skoða hvað var hátíðinni og þá voru þar risanöfn. Ég var bara sjitt! – fékk sjokk þegar ég sá þau,“ segir söngvarinn Davíð Berndsen. Tónlist 6. maí 2010 09:00