Innlifun með Thurston, Kim og Yoko 28. febrúar 2013 16:00 Chimera útgáfan heitir eftir skepnu úr grískri goðafræði. Eitt af eftirminnilegustu atriðunum á Iceland Airwaves 2011 var Chimera-kvöldið í Norðurljósasal Hörpu. Þar kom Yoko Ono fram ásamt Plastic Ono Band, en einnig nokkur önnur nöfn sem tengjast útgáfunni sem sonur Yokoar, Sean Ono Lennon, stofnaði ásamt kærustunni Charlotte Kemp Muhl árið 2009. Chimera er nafnið á eldspúandi furðuveru úr grískri goðafræði. Hún er ljón að framan, geit í miðju og dreki að aftan. Með svona nafn er hægt að gera hvað sem er og það kemur engum á óvart að Chimera helgar sig tilraunkenndri tónlist að stórum hluta, þó að inn á milli leynist poppaðri hlutir. Á meðal listamanna útgáfunnar eru Sean sjálfur (kvikmyndaplatan Alter Egos er nýkomin út), stúlknadúettinn Kemp & Eden og japanska parið MI-GU sem einmitt spilaði í Hörpunni. Sú plata sem hefur vakið hvað mesta athygli er samt samstarfsplata Yokoar Ono, Thurstons Moore og Kim Gordon úr Sonic Youth. Platan, sem heitir einfaldlega YOKOKIMTHURSTON er fyrsta samstarfsverkefnið sem kemur út með Kim og Thurston frá því að þau slitu samvistum eftir 27 ára samband. Þau hafa lengi verið miklir aðdáendur Yokoar. Á plötunni eru sex verk sem flest eru nálægt tíu mínútum að lengd. Þetta er innlifunarkennd spunatónlist. Yoko syngur (eins og henni einni er lagið) og Kim og Thurston búa til misháværar gítarhljóðmyndir undir. Í laginu Running The Risk lesa þau svo tilviljanakennt upp úr blaðagreinum. Mjög í anda hugmyndalistar Yokoar. Platan hefur fengið misjafna dóma, enda er Yoko ekki allra. Breska blaðið Wire gaf henni samt mjög góða dóma. Yoko varð áttræð um daginn, en er enn á fullu. Hún treður reglulega upp með Ono Bandinu og mun sjá um að velja atriðin á Meltdown-tónlistarhátíðina í London í sumar. Tónlist Mest lesið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Eitt af eftirminnilegustu atriðunum á Iceland Airwaves 2011 var Chimera-kvöldið í Norðurljósasal Hörpu. Þar kom Yoko Ono fram ásamt Plastic Ono Band, en einnig nokkur önnur nöfn sem tengjast útgáfunni sem sonur Yokoar, Sean Ono Lennon, stofnaði ásamt kærustunni Charlotte Kemp Muhl árið 2009. Chimera er nafnið á eldspúandi furðuveru úr grískri goðafræði. Hún er ljón að framan, geit í miðju og dreki að aftan. Með svona nafn er hægt að gera hvað sem er og það kemur engum á óvart að Chimera helgar sig tilraunkenndri tónlist að stórum hluta, þó að inn á milli leynist poppaðri hlutir. Á meðal listamanna útgáfunnar eru Sean sjálfur (kvikmyndaplatan Alter Egos er nýkomin út), stúlknadúettinn Kemp & Eden og japanska parið MI-GU sem einmitt spilaði í Hörpunni. Sú plata sem hefur vakið hvað mesta athygli er samt samstarfsplata Yokoar Ono, Thurstons Moore og Kim Gordon úr Sonic Youth. Platan, sem heitir einfaldlega YOKOKIMTHURSTON er fyrsta samstarfsverkefnið sem kemur út með Kim og Thurston frá því að þau slitu samvistum eftir 27 ára samband. Þau hafa lengi verið miklir aðdáendur Yokoar. Á plötunni eru sex verk sem flest eru nálægt tíu mínútum að lengd. Þetta er innlifunarkennd spunatónlist. Yoko syngur (eins og henni einni er lagið) og Kim og Thurston búa til misháværar gítarhljóðmyndir undir. Í laginu Running The Risk lesa þau svo tilviljanakennt upp úr blaðagreinum. Mjög í anda hugmyndalistar Yokoar. Platan hefur fengið misjafna dóma, enda er Yoko ekki allra. Breska blaðið Wire gaf henni samt mjög góða dóma. Yoko varð áttræð um daginn, en er enn á fullu. Hún treður reglulega upp með Ono Bandinu og mun sjá um að velja atriðin á Meltdown-tónlistarhátíðina í London í sumar.
Tónlist Mest lesið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira