Syngur um hvernig það er að vera kona Freyr Bjarnason skrifar 28. febrúar 2013 12:30 Kate Nash gefur út sína þriðju plötu, Girl Talk, eftir helgi. nordicphotos/getty Enska tónlistarkonan Kate Nash gefur út sína þriðju plötu, Girl Talk, eftir helgi. Hún segir plötuna vera „yfirlýsingu um hvernig það er að vera kona". Nash fæddist í London árið 1987 og var móðir hennar írsk en faðirinn enskur. Eftir að hafa gengið í kaþólskan skóla ákvað hún að læra leiklist. Hún sótti um inngöngu í hinn virta leiklistarskóla Bristol Old Vic en fékk ekki inngöngu. Sagan segir að skömmu síðar hafi hún dottið í stiga og fótbrotnað. Þegar hún var heima að jafna sig keypti mamma hennar gítar handa henni og byrjaði hún í framhaldinu að snúa sér að tónlistinni. Ísland kemur við sögu í uppgangi hennar því eftir að hafa sett tónlist sína inn á Myspace fóru hjólin að snúast. Fyrsta smáskífan hét Caroline"s A Victim sem var tekin upp á Íslandi af Valgeiri Sigurðssyni. Lagið náði vinsældum á Myspace og var gefið út af Moshi Moshi árið 2007. Annað smáskífulag hennar Foundations náði öðru sæti á breska smáskífulistanum og skömmu síðar kom út fyrsta platan, Made of Bricks, á vegum Fiction Records. Hún náði efsta sæti á breska listanum og í framhaldinu var Nash kjörin besti kvenkyns tónlistarmaðurinn á Brit-verðlaununum. Næsta plata, My Best Friend Is You, kom út 2010 og var Bernard Butler, fyrrum gítarleikari Suede, upptökustjóri hennar. Hann hafði áður verið einn af upptökustjórum Rockferry, fyrstu plötu Duffy. Nash sendi frá sér þrjár smáskífur af þeirri plötu en engin þeirra náði álíka vinsældum og Foundations. Hæst náði platan áttunda sæti á breska listanum. Í fyrra kom svo út EP-platan Death Proof sem var nefnd í höfuðið á samnefndri kvikmynd Quentins Tarantino en leikstjórinn er í miklu uppáhaldi hjá henni. Auk tónlistarferilsins hefur Nash verið að færa sig upp á skaftið í leiklistinni. Hún fór með lítið hlutverk í Greeting From Tim Buckley, sem fjallar um tónlistarmanninn Jeff Buckley, og hún leikur einnig í myndunum Syrup og The Powder Room. Tónlist Mest lesið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fleiri fréttir Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Enska tónlistarkonan Kate Nash gefur út sína þriðju plötu, Girl Talk, eftir helgi. Hún segir plötuna vera „yfirlýsingu um hvernig það er að vera kona". Nash fæddist í London árið 1987 og var móðir hennar írsk en faðirinn enskur. Eftir að hafa gengið í kaþólskan skóla ákvað hún að læra leiklist. Hún sótti um inngöngu í hinn virta leiklistarskóla Bristol Old Vic en fékk ekki inngöngu. Sagan segir að skömmu síðar hafi hún dottið í stiga og fótbrotnað. Þegar hún var heima að jafna sig keypti mamma hennar gítar handa henni og byrjaði hún í framhaldinu að snúa sér að tónlistinni. Ísland kemur við sögu í uppgangi hennar því eftir að hafa sett tónlist sína inn á Myspace fóru hjólin að snúast. Fyrsta smáskífan hét Caroline"s A Victim sem var tekin upp á Íslandi af Valgeiri Sigurðssyni. Lagið náði vinsældum á Myspace og var gefið út af Moshi Moshi árið 2007. Annað smáskífulag hennar Foundations náði öðru sæti á breska smáskífulistanum og skömmu síðar kom út fyrsta platan, Made of Bricks, á vegum Fiction Records. Hún náði efsta sæti á breska listanum og í framhaldinu var Nash kjörin besti kvenkyns tónlistarmaðurinn á Brit-verðlaununum. Næsta plata, My Best Friend Is You, kom út 2010 og var Bernard Butler, fyrrum gítarleikari Suede, upptökustjóri hennar. Hann hafði áður verið einn af upptökustjórum Rockferry, fyrstu plötu Duffy. Nash sendi frá sér þrjár smáskífur af þeirri plötu en engin þeirra náði álíka vinsældum og Foundations. Hæst náði platan áttunda sæti á breska listanum. Í fyrra kom svo út EP-platan Death Proof sem var nefnd í höfuðið á samnefndri kvikmynd Quentins Tarantino en leikstjórinn er í miklu uppáhaldi hjá henni. Auk tónlistarferilsins hefur Nash verið að færa sig upp á skaftið í leiklistinni. Hún fór með lítið hlutverk í Greeting From Tim Buckley, sem fjallar um tónlistarmanninn Jeff Buckley, og hún leikur einnig í myndunum Syrup og The Powder Room.
Tónlist Mest lesið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fleiri fréttir Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira