Frábær Sónar-hátíð Trausti Júlíusson skrifar 21. febrúar 2013 20:00 Squarepusher var flottur á Sónar. Sónar-hátíðin fór fram í Hörpu um síðustu helgi og þótti takast sérstaklega vel. Þetta var í fyrsta sinn sem þessi margfræga tónlistarhátíð er haldin hér á landi og jafnframt í fyrsta sinn sem tónlistarhátíð sem að stærstum hluta er helguð raf- og danstónlist fer alfarið fram í Hörpu. Stærstu nöfnin voru í Silfurbergi og Norðurljósum, en einnig var brugðið á það ráð að koma fyrir tveimur nýjum sviðum í húsinu. Vestan megin á fyrstu hæðinni (gegnt höfninni) var svið þar sem íslenskir listamenn léku aðallega og í bílakjallara hafði verið afmarkað svæði og breytt í klúbb. Hvortveggja kom mjög vel út og opnar nýja möguleika á nýtingu hússins í framtíðinni. Það myndaðist góð stemning í Hörpu á Sónar-hátíðinni. Fólk flæddi á milli tónleikasviðanna fjögurra og allir virtust sáttir, enda var mikið af gæðatónlist í boði. Framkvæmdin tókst líka mjög vel. Hljómburður var framúrskarandi og mikið lagt í sjónræna hlutann. Dagskráratriðin sem ég sá hófust öll á réttum tíma, nema Squarepusher sem fór af stað nokkrum mínútum fyrir auglýstan tíma… Hátíðin lífgaði líka upp á bæjarbraginn. Erlendir gestir voru áberandi, bæði í Hörpu og á götum miðborgarinnar. Það er ekkert sérstakt í gangi í tónlistarlífinu í Reykjavík í febrúar og þess vegna er hátíð eins og þessi afar kærkomin. Sónar 2013 var vel sótt en spurningin er auðvitað hvort fjárhagsáætlanir hafi haldið og hvort útkoman hafi verið það góð að við fáum aðra hátíð að ári. Þess væri óskandi. Ég er sannfærður um að ef Sónar-hátíðin nær að festa sig í sessi verður hún bæði ómissandi atburður í vetrarprógrammi ferðaþjónustunnar og mikil lyftistöng fyrir íslenska tónlist – sérstaklega raf- og danstónlist. Áfram Sónar! Sónar Mest lesið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Sónar-hátíðin fór fram í Hörpu um síðustu helgi og þótti takast sérstaklega vel. Þetta var í fyrsta sinn sem þessi margfræga tónlistarhátíð er haldin hér á landi og jafnframt í fyrsta sinn sem tónlistarhátíð sem að stærstum hluta er helguð raf- og danstónlist fer alfarið fram í Hörpu. Stærstu nöfnin voru í Silfurbergi og Norðurljósum, en einnig var brugðið á það ráð að koma fyrir tveimur nýjum sviðum í húsinu. Vestan megin á fyrstu hæðinni (gegnt höfninni) var svið þar sem íslenskir listamenn léku aðallega og í bílakjallara hafði verið afmarkað svæði og breytt í klúbb. Hvortveggja kom mjög vel út og opnar nýja möguleika á nýtingu hússins í framtíðinni. Það myndaðist góð stemning í Hörpu á Sónar-hátíðinni. Fólk flæddi á milli tónleikasviðanna fjögurra og allir virtust sáttir, enda var mikið af gæðatónlist í boði. Framkvæmdin tókst líka mjög vel. Hljómburður var framúrskarandi og mikið lagt í sjónræna hlutann. Dagskráratriðin sem ég sá hófust öll á réttum tíma, nema Squarepusher sem fór af stað nokkrum mínútum fyrir auglýstan tíma… Hátíðin lífgaði líka upp á bæjarbraginn. Erlendir gestir voru áberandi, bæði í Hörpu og á götum miðborgarinnar. Það er ekkert sérstakt í gangi í tónlistarlífinu í Reykjavík í febrúar og þess vegna er hátíð eins og þessi afar kærkomin. Sónar 2013 var vel sótt en spurningin er auðvitað hvort fjárhagsáætlanir hafi haldið og hvort útkoman hafi verið það góð að við fáum aðra hátíð að ári. Þess væri óskandi. Ég er sannfærður um að ef Sónar-hátíðin nær að festa sig í sessi verður hún bæði ómissandi atburður í vetrarprógrammi ferðaþjónustunnar og mikil lyftistöng fyrir íslenska tónlist – sérstaklega raf- og danstónlist. Áfram Sónar!
Sónar Mest lesið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira