Tónlist

Tónlist

Fréttir af innlendum og erlendum tónlistarmönnum, uppákomum og myndböndum.

Fréttamynd

Fjölbreyttur Tíbrár tónlistarvetur

Tíu tónleikar verða í Tíbrár-tónleikaröðinni í vetur auk þess sem bryddað verður upp á nýjungum með því að bjóða upp á sófaspjall og tónleikakynningar í forsal Salarins á undan sex af tónleikum raðarinnar.

Menning
Fréttamynd

Ed Sheeran sakaður um lagastuld

Íslandsvinurinn Ed Sheeran sem spilaði á tveimur tónleikum á Laugardalsvelli fyrr í mánuðinum fær ekki greidd stefgjöld fyrir lag sitt Shape of You vegna nýrra ásakana um lagastuld.

Lífið
Fréttamynd

Lokakvöldi Iceland to Poland aflýst

Ekki verður af Gdansk hluta tónlistarhátíðarinnar Iceland to Poland sem átti að fara fram í dag. Hátíðin, sem ætlað er að kynna íslenskt tónlistarlíf í Póllandi, hefur verið í fréttum undanfarið í tengslum við meint svik og vanefndir hljómsveitarinnar Hatara.

Innlent
Fréttamynd

Aðalmálið að vera í stuði

Kvennabandið er ábreiðuhljómsveit sem skipuð er sex miðaldra konum og einni sem gæti verið dóttir þeirra. Sylvía B. Gústafsdóttir, söngkona hljómsveitarinnar, segir að þær taki sig ekki of alvarlega og vilji bara vera í stuði.

Lífið
Fréttamynd

Heldur tónleika á svölum

Rauðagerðisbrekkan 2019 er nýr viðburður á Menningarnótt. Milli klukkan 15 og 18 koma fram fimm hljómsveitir á svölum Rauðagerðis 16, áheyrendur sitja í brekkunni.

Lífið
Fréttamynd

Steindi ætlar að koma með titilinn heim

Steindi Jr. er staddur í finnsku borginni Oulu til að taka þátt í heimsmeistaramótinu í luftgítar. Með honum í för er Sigríður móðir hans og gera þau ráð fyrir íslenskum sigri. Steindi segir Eurovision fölna miðað við keppnina.

Lífið
Fréttamynd

Mussila fékk gullverðlaun

Stafræni íslenski tónlistarleikurinn Mussila fékk virt foreldraverðlaun í Bandaríkjunum sem besta appið. Það eru þriðju verðlaunin sem honum hlotnast á ári.

Innlent
Fréttamynd

Réttað í máli Jóhanns í desember 2020

Alríkisdómstóll í Los Angeles hefur nú breytt dagsetningum í málaferlum Jóhanns Helgasonar vegna meints stuldar á laginu Söknuði. Nú er gert ráð fyrir að réttarhöldin sjálf verði ekki fyrr en í desember 2020 í staðinn fyrir í maí það ár.

Innlent