Einn langlífasti útvarpsþáttur Íslandssögunnar Stefán Árni Pálsson skrifar 13. október 2020 11:31 Þáttastjórnendur á góðri stundu í hljóðveri X-ins 977 við Suðurlandsbraut. Þann 11. október árið 1990 hófst útvarpsþáttur á framhaldsskólastöðinni Útrás sem bar heitið PartyZone. „Menntaskólinn við Sund átti þetta 2 tíma slot í dagskránni. Þema þáttarins var að spila danstónlist sem ekki heyrðist annars staðar í útvarpi. Umsjónarmenn voru MS ingarnir Helgi Már og Hörður. Ekki er ósennilegt að lög eins og Unbelievable með EMF, The Power með Snap, lög frá Technotronic, Soup Dragons, Deelite, 808 State, Mr Fingers og C&C Music Factory hafi hljómað í fyrsta þættinum, á þeim tíma mjög framandi og framsækin tónlist,“ segir í færslu á Facebook frá forsvarsmönnum PartyZone. „Annar menntaskólanemi í FG, Kristján Helgi, hafði sömuleiðis mikinn áhuga á svona tónlist og varð úr fljótlega að MS og FG fengu þátt hlið við hlið í dagskránni og úr varð 4 tíma þáttur sem átti eftir að lifa og þróast næstu vikur og mánuði. Þeir Helgi og Kristján stjórnuðu þessum þætti saman á laugardagskvöldum.“ Stúdíó Útrásar var í kjallara Fjölbrautar Ármúla og í þeim sama skóla var plötusnúður að nafni Ýmir sem átti mikið af house tónlist á vínyl. „Hann mætti með plöturnar sína og byrjaði að þeyta skífum í þættinum. Partíhaldarar bæjarins gripu sömuleiðis tækifærið og fóru að auglýsa mislögleg partí í þættinum, hétu nöfnum eins og Hugarheimar hæðanna og Pakkhús postulanna t. Strax í upphafi 1991 var þátturinn orðin hálfgerð miðstöð senu sem var að farið að vaxa ásmegin. Plötusnúðar Tunglsins, Rósenberg og Hollý fóru að venja komur sínar í þáttinn Kappar eins og Dj Grétar, Maggi Lego, Þórhallur Skúla, Himmi og Leon. Aðrir MS ingar, DJ Frímann og Hendrik, voru síðan á fullu í rave, hardcore og teknó tónlistinni og mættu sömuleiðis. Þættirnir voru þannig að öll þessi hjörð plötusnúða og skemmtanastjóra mættu á staðin með plöturnar sínar og skiptust á að spila, snúðast og plögga (og plana) viðburði. Nettur fundarstaður og suðupottur. Þannig að það má segja að þátturinn hafi verið mjög fljótur að taka á sig þá mynd sem fólk þekkir hann enn í dag, þremur áratugum síðar. Takk fyrir stuð í gegnum árin. Helgi Már, Stjáni og Símon. (já og takk Sveinbjörn fyrir nýja afmælislógóið okkar) #partyzone30ára.“ Þættirnir koma enn út vikulega á Vísi og Mixcloud. Tónlist PartyZone Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira
Þann 11. október árið 1990 hófst útvarpsþáttur á framhaldsskólastöðinni Útrás sem bar heitið PartyZone. „Menntaskólinn við Sund átti þetta 2 tíma slot í dagskránni. Þema þáttarins var að spila danstónlist sem ekki heyrðist annars staðar í útvarpi. Umsjónarmenn voru MS ingarnir Helgi Már og Hörður. Ekki er ósennilegt að lög eins og Unbelievable með EMF, The Power með Snap, lög frá Technotronic, Soup Dragons, Deelite, 808 State, Mr Fingers og C&C Music Factory hafi hljómað í fyrsta þættinum, á þeim tíma mjög framandi og framsækin tónlist,“ segir í færslu á Facebook frá forsvarsmönnum PartyZone. „Annar menntaskólanemi í FG, Kristján Helgi, hafði sömuleiðis mikinn áhuga á svona tónlist og varð úr fljótlega að MS og FG fengu þátt hlið við hlið í dagskránni og úr varð 4 tíma þáttur sem átti eftir að lifa og þróast næstu vikur og mánuði. Þeir Helgi og Kristján stjórnuðu þessum þætti saman á laugardagskvöldum.“ Stúdíó Útrásar var í kjallara Fjölbrautar Ármúla og í þeim sama skóla var plötusnúður að nafni Ýmir sem átti mikið af house tónlist á vínyl. „Hann mætti með plöturnar sína og byrjaði að þeyta skífum í þættinum. Partíhaldarar bæjarins gripu sömuleiðis tækifærið og fóru að auglýsa mislögleg partí í þættinum, hétu nöfnum eins og Hugarheimar hæðanna og Pakkhús postulanna t. Strax í upphafi 1991 var þátturinn orðin hálfgerð miðstöð senu sem var að farið að vaxa ásmegin. Plötusnúðar Tunglsins, Rósenberg og Hollý fóru að venja komur sínar í þáttinn Kappar eins og Dj Grétar, Maggi Lego, Þórhallur Skúla, Himmi og Leon. Aðrir MS ingar, DJ Frímann og Hendrik, voru síðan á fullu í rave, hardcore og teknó tónlistinni og mættu sömuleiðis. Þættirnir voru þannig að öll þessi hjörð plötusnúða og skemmtanastjóra mættu á staðin með plöturnar sínar og skiptust á að spila, snúðast og plögga (og plana) viðburði. Nettur fundarstaður og suðupottur. Þannig að það má segja að þátturinn hafi verið mjög fljótur að taka á sig þá mynd sem fólk þekkir hann enn í dag, þremur áratugum síðar. Takk fyrir stuð í gegnum árin. Helgi Már, Stjáni og Símon. (já og takk Sveinbjörn fyrir nýja afmælislógóið okkar) #partyzone30ára.“ Þættirnir koma enn út vikulega á Vísi og Mixcloud.
Tónlist PartyZone Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira