Tónlist

Tónlist

Fréttir af innlendum og erlendum tónlistarmönnum, uppákomum og myndböndum.

Fréttamynd

Veisla fyrir augu og eyru í Mengi

Atli og Guðmundur munu á föstudaginn flytja samtvinnað tónlistar- og myndbandsverk í Mengi. Atli segir marga ekki gera sér grein fyrir því hvernig hægt sé að flytja myndbandsverk líkt og aðra list.

Lífið
Fréttamynd

Læknaneminn sem gaf út vinsælasta lag landsins í sumar heiðraður í Slóvakíu

Læknaneminn Victor Guðmundsson, betur þekktur sem tónlistarmaðurinn Doctor Victor, hlaut í síðustu viku heiðursverðlaun frá borgarstjóranum í Martin í Slóvakíu þar sem hann stundar læknanám fyrir störf sín í þágu menningar, góðgerðarmála og listar, en er þetta í fyrsta sinn sem nemanda er veitt þessi verðlaun þar úti.

Lífið
Fréttamynd

Trommuleikari og köttur með stórleik

Hljómsveitin Oyama hefur legið í örlitlum dvala en snýr nú aftur af fullum krafti og gaf út á dögunum myndband við lagið Spare Room, sem verður á væntanlegri stuttskífu sveitarinnar.

Lífið
Fréttamynd

Egill birtir myndband sem sýnir rifrildin baksviðs á Scooter-tónleikunum

Egill Einarsson, DJ Muscleboy, var ekki sáttur við stjórnunarteymi tónlistarmannsins Scooter. Svo virðist sem að starfsmaður á vegum Scooter hafi tekið þá ákvörðun að slökkva á Dj Muscleboy og félögum áður en þeir gátu tekið lokalagið í settinu í upphitunaratriði þeirra fyrir Scooter í lok október.

Lífið
Fréttamynd

Tónlistin er mín ástríða

Rebekka Blöndal lauk framhaldsprófi í djasssöng í sumar fimm árum eftir að hún hóf nám. Á sama tíma afrekaði hún að ljúka mastersnámi og eignast tvö börn. Nú stefnir hún á að koma sterk inn í tónlistarlífið á Íslandi.

Tónlist
Fréttamynd

Jakob Segulmagnaði í rafmögnuðu ryki

Þegar Jakob Frímann var Jack Magnet í upphafi níunda áratugarins leitaði hann að hinum tæra bossanova-tóni í Brasilíu en fann hinn elektróníska frumtón sem síðar ómaði á tímamótaplötu sem fær uppreist æru á Airvawes í kvöld.

Lífið
Fréttamynd

Vök gefur út myndband við lagið In the Dark

Nýtt tónlistarmyndband hljómsveitarinnar Vakar við lagið In the Dark, fjallar um að verða skyndilega óstjórnlega kvíðinn á íslenska djamminu, segir Ágúst Elí Ásgeirsson leikstjóri myndbandsins sem er í teiknimyndastíl.

Tónlist
Fréttamynd

Kanni kynbundinn launamun söngvara Íslensku óperunnar

Formaður Félags íslenskra hljómlistarmanna segir kjarasamninga hafa verið brotna í samningum Íslensku óperunnar við söngvara sem tóku þátt í sýningunni Brúðkaup Fígarós. Æfingalaun kvenkyns söngvara hafi verið afar lág. Verið sé að snúa niður kjör þeirra sem í raun beri uppi árangur Óperunnar.

Innlent