Lífið

Partýdýr: Svartbjörn mætir óvænt í partý til plötusnúðs

Ása Ninna Pétursdóttir skrifar
Bjössi litli gerði sér dagamun og mætti á heimili plötusnúðs sem var í miðju netstreymi. 
Bjössi litli gerði sér dagamun og mætti á heimili plötusnúðs sem var í miðju netstreymi.  Skjáskot

Bandarískur plötusnúður að nafni Jody Flemming var með netstreymi frá heimili sínu í Asheville, Norður-Karólínu, nú á dögunum. Þetta er nú ekki í frásögu færandi nema hvað að gjörningurinn vakti greinilega áhuga fleirri en netverja þar sem svartbjörn sést í myndbandinu renna á hljóðið og gera sig líklegan til að mæta í partýið.

Jody var greinilega algjörlega ómeðvitaður um björninn og hélt áfram að spila, dilla sér og lifa sig inn í tónlistina. Í myndbandinu má sjá hvernig svartbjörninn rís á afturlappirnar í dyragættinni, hlustar á tónlistina og gerir sig svo líklegan til að reyna að opna hurðina. 

Jody virðist átta sig á að það er einhver sem bíður hinum meginn við örþunnt flugnanetið og röltir af stað til að kanna málið. Hann gengur í átt að birninum, áttar sig á stöðunni og kippist við. Í sömu andrá virðist bjössi litli annað hvort hrekjast í burtu eða fá sig bara fullsaddan af þessum látum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×