Charlie Watts er látinn Charlie Watts, trymbill Rolling Stones, er látinn. Hann varð áttræður. Lífið 24. ágúst 2021 16:51
Bandmenn Sex Pistols höfðu betur gegn Johnny Rotten Johnny Rotten, söngvarinn í bresku pönk-sveitinni Sex Pistols, tapaði máli gegn meðlimum sveitarinnar fyrir hæstarétti í Bretlandi í dag. Rotten krafðist þess að fyrrverandi félagar hans fengju ekki að nota Sex Pistols lög í sjónvarpsþáttaseríu um sveitina. Erlent 23. ágúst 2021 16:04
Einn stofnmeðlima UB40 er látinn Saxófónleikarinn, lagasmiðurinn og liðsmaður bresku reggísveitarinnar UB40, Brian Travers, er látinn, 62 ára að aldri. Hann lést í gær af völdum krabbameins. Lífið 23. ágúst 2021 12:50
Don Everly er fallinn frá Bandaríski tónlistarmaðurinn Don Everly, annar Everly-bræðranna, er látinn, 84 ára að aldri. Talsmaður fjölskyldu Everly staðfesti í samtali við bandaríska fjölmiðla um helgina að hann hafi andast í Nashville á laugardaginn, en gaf ekki upp um dánarorsök. Lífið 23. ágúst 2021 08:54
Fékk ofsakvíðakast á fimm stjörnu hóteli og ákvað að breyta til Eva Lúna Baldursdóttir segir að fólk eigi að vera óhrætt við að enduruppgötva sjálft sig. Hún hefur á síðustu misserum orðið mun andlegri en áður, hefur fundið mýktina í sjálfri sér og eltir nú meðal annars drauma sína um að verða tónlistarkona, 38 ára gömul. Lífið 22. ágúst 2021 18:29
Greiddu mútur svo R. Kelly gæti gifst 15 ára stúlku Fyrrverandi tónleikaskipuleggjandi söngvarans R. Kelly viðurkenndi fyrir rétti í gær að hann hefði mútað opinberum starfsmanni til að falsa skilríki söngkonunnar Aaliyah þegar hún var 15 ára svo Kelly gæti gifst henni. Þau töldu þá að hún væri orðin ólétt eftir hann. Erlent 21. ágúst 2021 23:14
Lagið varð til eftir jarðarför í skrítnum aðstæðum Hljómsveitin VÖK sendir frá sér nýtt lag í dag. Nýja smáskífan sem nefnist, No Coffee at the Funeral, eða Ekkert kaffi í jarðarförinni er hjartnæmt lag sem varð til eftir að afi Margrétar Ránar lést árið 2020. Lífið 20. ágúst 2021 15:00
„200 manna takmörkunin þýðir bara tap“ Páll Óskar Hjálmtýsson hefur ákveðið að fresta afmælistónleikum sínum í enn eitt skiptið. Um er að ræða fimmtugsafmælistónleika en Páll Oskar stefnir á að halda tónleikana í mars 2022 þegar hann verður nýorðinn 52 ára. Lífið 19. ágúst 2021 11:40
Sagði R. Kelly vera rándýr Saksóknari í máli bandaríska tónlistarmannsins R. Kelly dró upp mynd af honum sem algjöru rándýri sem krafðist yfirráða yfir þeim fjölmörgu kvenna og stúlkna undir lögaldri sem hann er sakaður um að hafa brotið á. Erlent 18. ágúst 2021 22:58
Sögu B finnst að leyfa ætti strippstaði: „Losti selur“ Tónlistarkonan Saga B hefur komið eins og stormsveipur á svið íslenskrar tónlistar að undanförnu. Saga heitir réttu nafni Berglind Saga Bjarnadóttir og er 28 ára einstæð móðir frá Reykjavík. Lífið 17. ágúst 2021 10:17
Bríet frestar stórtónleikunum Söngkonan Bríet hefur frestað útgáfutónleikum sem stóð til að halda þann 11. september næstkomandi í Eldborgarsal Hörpu. Tónleikarnir verða í stað haldnir þann 22. október. Lífið 13. ágúst 2021 20:57
Katrín Halldóra syngur lög Jóns Múla á fyrstu sólóplötunni Söng- og leikkonan Katrín Halldóra Sigurðardóttir vinnur nú að útgáfu á sólóplötu sem kemur út í október. Upptökur fara fram 16. og 17.ágúst í Stúdíó Sýrlandi. Tónlist 13. ágúst 2021 10:31
Faðir Britney lætur af forræði sínu yfir fjármálum hennar Jamie Spears, faðir tónlistarkonunnar Britney Spears, hefur ákveðið að láta af forræði yfir fjármálum hennar. Söngkonan hefur barist fyrir því undanfarin ár að fá stjórn á eigin lífi á nýjan leik. Tónlist 12. ágúst 2021 21:26
Tónskáldasjóður Bylgjunnar og Stöðvar 2 úthlutar sex milljónum Tónskáldasjóður Bylgjunnar og Stöðvar 2 hefur úthlutað styrkjum til 30 listamanna. Samanlagt nema styrkirnir sex milljónum króna. Tónlist 12. ágúst 2021 19:44
Yfir þrjátíu vinsælustu tónlistarmenn landsins hafa spilað í garðinum hjá Láru Fleiri en þrjátíu vinsælustu tónlistarmenn Íslands hafa troðið upp í garði einum við ósköp venjulegt fjölskylduheimili á Þingeyri á Vestfjörðum. Það eru hjónin Lára Dagbjört Halldórsdóttir og Pétur Sigurðsson sem standa fyrir tónleikunum sem eru gestum að kostnaðarlausu. Lífið 12. ágúst 2021 15:35
Óútgefin plata Kanye West slær nú þegar met Nýjasta plata tónlistarmannsins Kanye West hefur slegið met inni á streymisveitunni Apple Music. Það væri ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að platan hefur ekki ennþá verið gefin út. Lífið 12. ágúst 2021 11:04
Ingó spilaði fyrir Íslendinga á Tenerife Svo virðist sem Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, hafi troðið upp á veitingastaðnum Bambú bar & bistro í bænum Adeje á spænsku eyjunni Tenerife í kvöld. Lífið 11. ágúst 2021 23:49
Beyoncé uppgötvaði CBD og reisir nú hamprækt Stórstjarnan Beyoncé uppgötvaði CBD á síðasta tónleikaferðalagi sínu og er nú að byggja sinn eigin búgarð þar sem hún mun rækta hamp og hunang. Tónlistarkonan fagnar 40 ára afmæli sínu í næsta mánuði og gerir upp áratugina fjóra í forsíðuviðtali í nýjasta tölublaði af tímaritinu Harpers Bazaar. Lífið 11. ágúst 2021 17:13
Kröfu Britney um að flýta réttarhöldum um forræði hennar hafnað Beiðni tónlistarkonunnar Britney Spears um að réttarhöldum um forræði föður hennar yfir hennar málefnum hefur verið hafnað. Dómari úrskurðaði í gær að réttarhöldin muni hefjast þann 29. september, eins og áður stóð til. Tónlist 10. ágúst 2021 11:02
Kanye hélt annað hlustunarpartý fyrir Donda Kanye West hélt hlustunarpartý fyrir nýja plötu sína Donda sem átti upphaflega að koma út 23. júlí síðastliðinn. Í gær var tilkynnt að platan kæmi út í dag en nú virðist sem það muni ekki gerast fyrr en á morgun. Lífið 6. ágúst 2021 17:10
Föstudagsplaylisti Skratta Skrattar hófu upprunalega störf árið 2015 sem tvíeyki og vöktu fljótt athygli fyrir hömlulausa sviðsframkomu og almennan usla. Skrattstjórar voru Guðlaugur Halldór Einarsson og Karl Torsten Ställborn en smám saman bættist við vaktina. Tónlist 6. ágúst 2021 15:31
„Nóg af hljómsveitum þar sem allir eru illa nettir með skeifu“ „Platan er okkar tilraun til að búa til partí rokk. Það er nóg af hljómsveitum þar sem allir eru illa nettir með skeifu, þetta er ekki þannig. Þetta er bara „high energy“ keyrsla sem að fólk hefur vonandi gaman af,“ segir Hallur Sigurðsson í samtali við Vísi. Tónlist 6. ágúst 2021 11:44
Charlie Watts missir af tónleikaferðalagi Rolling Stones Charlie Watts, trommuleikari Rolling Stones mun ekki ferðast með sveitinni til Bandaríkjanna þar sem hún hefur tónleikaferðalag í september. Hann er að jafna sig eftir aðgerð sem hann undirgekkst á dögunum. Tónlist 5. ágúst 2021 14:51
Skilur ekki hvers vegna lokað er á sviðslistir Tónlistarmaðurinn Friðrik Ómar er hugsi yfir því hvers vegna lokað er á sviðslistir þegar tjaldsvæðum og sundlaugum er haldið opið. Lífið 5. ágúst 2021 11:01
Trommari The Offspring rekinn fyrir að afþakka bóluefni Pete Parada, trommari pönkhljómsveitarinnar The Offspring tilkynnti í gær að hann hann hefði verið rekinn fyrir að neita að láta bólusetja sig. „Það hefur verið ákveðið að það sé hættulegt að umgangast mig, í stúdíóinu og á tónleikaferðalagi,“ sagði hann á Instagram. Tónlist 5. ágúst 2021 10:08
Rihanna orðin milljarðamæringur og þar með ríkasta tónlistarkona í heimi Eignir tónlistarkonunnar og frumkvöðulsins Rihönnu eru metnar á 1,7 milljarða Bandaríkjadala, eða um 212 milljarða íslenskra króna, sem gerir hana efnamestu tónlistarkonuna í heiminum. Tónlistin er þó ekki hennar helsta tekjulind samkvæmt tímaritinu Forbes. Viðskipti erlent 5. ágúst 2021 07:53
„Það er búið að gjaldfella það að vera tónlistarmaður“ „Ég hef verið í tónlist síðan ég var lítil og alltaf í kringum fólk sem er í tónlist. Ég kunni ekkert annað og kann ekkert annað,“ segir Sóley Stefánsdóttir í hlaðvarpsþættinum Bransakjaftæði. Lífið 4. ágúst 2021 14:47
Stolt en stressuð Arna Bára gefur út sitt fyrsta lag „Þetta eru blendnar tilfinningar að gefa út sitt fyrsta lag. Ég er mjög stolt en á sama tíma stressuð yfir viðbrögðunum,“ segir athafnakonan og samfélagsmiðlastjarnan Arna Bára í samtali við Vísi. Lífið 3. ágúst 2021 14:39
Draumur rættist í gær: „Það væri nú gaman að prufa þetta einu sinni með fólki“ Þetta var algjör heiður, segir Magnús Kjartan Eyjólfsson um brekkusönginn sem hann stýrði í fyrsta sinn í gær. Hann segir upplifunina stórkostlega og væri tilbúinn til að stýra söngnum aftur að ári. Innlent 2. ágúst 2021 13:00
Aldrei verið með plan B Pálmi Ragnar er í fullu starfi sem útgefandi og „producer“ og hefur verið það síðan hann hætti í sumarstarfi sem flugþjónn árið 2016. Hann hefur þó verið að vinna að tónlist síðan í menntaskóla. Pálmi segir að hann sé aldrei með plan B, tónlistin sé alltaf eina áherslan. Lífið 2. ágúst 2021 11:30