Tónlist

Tónlist

Fréttir af innlendum og erlendum tónlistarmönnum, uppákomum og myndböndum.

Fréttamynd

Berg­þórs­hvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð

Njálsbrenna verður sviðsett og Bergþórshvoll brenndur með hópreið 99 brennumanna á fjögurra daga Njáluhátíð sem nýstofnað Njálufélag undir forystu Guðna Ágústssonar, fyrrverandi ráðherra, efnir til í Rangárþingi í næsta mánuði. Guðni segir þetta verða tignarlegustu sjón allra tíma.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Ein heitasta söng­kona landsins á lausu

Tónlistarkonan Þórunn Antonía er nýlega orðin einhleyp samkvæmt heimildum Vísis. Þórunn, sem er fædd árið 1983, hefur komið víða við í heimi tónlistarinnar bæði erlendis og hérlendis.

Lífið
Fréttamynd

Svona verða stórtón­leikar Kaleo í Vagla­skógi

Jakob Frímann Magnússon, einn aðalskipuleggjenda stórtónleika Kaleo í Vaglaskógi næsta laugardag, segir að allur undirbúningur hátíðarinnar hafi gengið vel. Stærsta áskorunin verði að koma öllum sjö þúsund tónleikagestum á svæðið í tæka tíð.

Lífið
Fréttamynd

Connie Francis er látin

Connie Francis, sem var ein vinsælasta söngkona Bandaríkjanna í upphafi sjöunda áratugarins, er látin, 87 ára að aldri. Francis átti óvænta endurkomu á vinsældarlistum fyrr á árinu þegar lagið „Pretty Little Baby“ sló í gegn á TikTok.

Lífið
Fréttamynd

Væri teiknimyndapersóna í full­komnum heimi

„Þegar ég var yngri var ég mun ævintýragjarnari en núna,“ segir tónlistarkonan Vaka Agnarsdóttir sem hefur vakið mikla athygli sem söngkona sveitarinnar Inspector Spacetime. Vaka eyðir ekki miklum tíma í að spá í tískuna og velur alltaf þægindi fram yfir annað en er með einstakan og ofurtöff stíl.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Er Rihanna best klædda mamma allra tíma?

Stórstjarnan Rihanna heldur áfram að slá met fyrir einhvern flottasta meðgöngustíl sem sést hefur. Söngkonan sem á von á sínu þriðja barni með rapparanum A$AP Rocky er þekkt fyrir stórglæsilegan stíl og virðist njóta þess enn betur að klæða sig upp á meðgöngunni.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

„Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“

„Ég er sextán ára þegar allt fer algjörlega á flug. Mér leið eins og ég væri tilbúinn því ég var búinn að vera svo lengi að undirbúa þetta,“ segir sjarmatröllið, rapparinn og nú íþróttamaðurinn Aron Can. Það eru liðin níu ár frá því að ungur og efnilegur rappari skaust upp á stjörnuhimininn og líf hans átti eftir að gjörbreytast.

Lífið
Fréttamynd

„Auð­vitað væri ég til í að ná enn lengra“

„Það er mjög tilfinningalegt ferli að búa til plötu, opna þig upp á gátt og leyfa fólki að hlusta á lögin þín. Það er eiginlega alltaf jafn erfitt en að sama skapi algjör forréttindi, þvílíkt frelsi, gleði og upplifun að fá að gera þetta,“ segir Jökull Júlíusson aðalsöngvari hljómsveitarinnar Kaleo og einn farsælasti tónlistarmaður sem Ísland hefur alið af sér. Blaðamaður ræddi við hann um listina, lífið og væntanlega tónleika í Vaglaskógi.

Lífið
Fréttamynd

Opnar sig um storma­samt hjóna­band á nýju plötunni

Textar poppstjörnunnar Justin Bieber á plötunni Swag, sem hann sendi óvænt frá sér í dag, gefa rækilega í skyn að hjónaband hans og ofurfyrirsætunnar Hailey Bieber hafi staðið höllum fæti. Orðrómar þess efnis hafa verið áberandi meðal aðdáendahóps Bieber að undanförnu. 

Tónlist
Fréttamynd

Borgin býður í tívolíveislu

Á þriðjudögum í sumar býður Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn á fjölskyldutónleika, svokallaða tívolítónleika. Einvalalið tónlistarfólks kemur fram á hátíðinni, þar á meðal Una Torfa Emmsjé Gauti og Maron Birnir. 

Tónlist
Fréttamynd

Dylan leggur blátt símabann á tón­leika­gesti

Bandaríski tónlistarmaðurinn Bob Dylan hefur tilkynnt um strangt símabann á tónleikaröð sinni á Bretlandseyjum og Írlandi. Tónleikagestum verður gert að koma símunum sínum fyrir í læsanlegum pyngjum sem ekki verður hægt að opna fyrr en að tónleikum loknum.

Tónlist
Fréttamynd

Bieber gefur út ó­vænta plötu

Kanadíska poppstirnið Justin Bieber gaf óvænt út nýja plötu í nótt sem ber heitið Swag. Um er að ræða sjöundu plötu Biebers en hún kemur í kjölfar mikillar umfjöllunar um andlega heilsu popparans.

Lífið
Fréttamynd

Rak í roga­stans þegar hann las við­talið við Bubba

Stórsöngvarann Geir Ólafsson rak í rogastans þegar hann las viðtal við Bubba Morthens á Vísi, þar sem Bubbi lýsti yfir miklum áhyggjum af innreið gervigreindar í tónlistarbransann. Geir hefur aðra sýn á hlutina og segir að ekki megi tala gervigreindina niður með þessum hætti, hún muni aldrei taka sköpunargáfuna frá fólki.

Innlent