Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ísraelskur lagahöfundur hefur kvartað yfir meintum þjófnaði sigurvegara Söngvakeppni sjónvarpsins. Hann krefst þess að lagið verði dæmt úr keppni eða að hann verði titlaður lagahöfundur. Flytjendur sigurlagsins segjast aldrei hafa heyrt lagið áður. Ísraelar hafa áður verið sakaðir um að stela lagi fyrir Eurovision. Lífið 25.2.2025 19:51
Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna hafa nú litið dagsins ljós. Tilkynnt var um tilnefningarnar á veitingahúsinu Jómfrúnni við Lækjargötu en staðurinn hlaut einmitt verðlaun fyrir tónlistarviðburð ársins í fyrra. Tilnefnt er fyrir hljómplötur, lög og tónverk, flutning, söng, tónlistargrafík og -myndbönd, upptökustjórn og textagerð. Tónlist 25.2.2025 16:48
Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2025 verða kunngjörðar á veitingahúsinu Jómfrúnni upp úr kl. 16.00 í dag. Þá kemur það í ljós hvaða verkefni, einstaklingar og hópar það eru sem hljóta tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir hið gjöfula ár 2024. Tilnefnt er fyrir hljómplötur, lög, tónverk, flutning, söng, tónlistargrafík og -myndbönd, upptökustjórn og textasmíðar. Tónlist 25.2.2025 15:32
Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Ísland þykir næstólíklegast landið til að sigra Eurovision í ár samkvæmt veðbönkum, þar sem við sitjum í 36. sæti af 37. Sigurlíkur eru taldar eitt prósent. Lífið 23. febrúar 2025 10:48
Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Úrslitakvöld Söngvakeppninnar í ár var ekki af ódýrari gerðinni. Auk sex frábærra tónlistaratriða sem kepptu um sigur tróðu Herra Hnetusmjör, Hera Björk og hinn finnski Käärijä upp. VÆB-bræður stóðu á endanum uppi sem sigurvegarar. Lífið 22. febrúar 2025 22:40
VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision VÆB eru sigurvegarar Söngvakeppninnar og munu flytja lagið „Róa“ sem framlag Íslands í Eurovision árið 2025. Þeir hlutu flest atkvæði hjá bæði íslensku þjóðinni og alþjóðlegri dómnefnd. Lífið 22. febrúar 2025 22:15
Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Það seldist upp á tónleika bandarísku söngkonunnar Noruh Jones á nokkrum mínútum, samkvæmt tilkynningu frá Guðbjarti Finnbjörnssyni tónleikahaldara. Lífið 21. febrúar 2025 12:32
Bryan Adams seldi upp á hálftíma Miðasala á tónleika bresk-kanadísku stórstjörnunnar Bryan Adams hófst klukkan ellefu í morgun. Hálftíma síðar barst tilkynning frá Senu Live þess efnis að uppselt væri á tónleikana. Lífið 21. febrúar 2025 11:41
Laufey ein af konum ársins hjá Time Tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir var valin ein af konum ársins hjá bandaríska tímaritinu Time. Athygli er vakin á því hvernig hún hefur náð að vekja áhuga yngri kynslóða á jazz og klassískri tónlist með því að blanda tónlistarstefnum við nútímapopp og setja í nýstárlegan búning. Lífið 21. febrúar 2025 10:11
Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlistarmaðurinn Friðrik Dór situr ekki auðum höndum þessi misserin en á miðnætti kom út nýtt lag með kappanum þar sem hann fær engan annan Bubba Morthens í lið með sér. Tónlist 21. febrúar 2025 09:59
Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ Tónlistarkonan Elísabet Ormslev fagnaði 32 ára afmæli sínu í vikunni. Í tilefni dagsins heiðraði hún minningu systur sinnar, Maggýar Helgu sem lést langt fyrir aldur fram, og lét húðflúra á sig sól. Elísabet greinir frá þessu á Instagram-síðu sinni. Lífið 20. febrúar 2025 11:57
Elín Hall í Vogue Leik- og söngkonan Elín Hall skín heldur betur skært þessa dagana. Hún var stödd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Berlín á dögunum þar sem hún rokkaði hvítan klassískan kjól frá Chanel og var í þokkabót í viðtali hjá Vogue. Tíska og hönnun 18. febrúar 2025 14:00
Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Pétur Björnsson fiðluleikari er ósáttur við það að hafa verið meinaður aðgangur að flugi Play til Berlínar í morgun vegna þess að hann hafði meðferðis fiðlu sem hann ætlaði að taka í handfarangur. Pétur hefur í gegnum árin ferðast mikið með fiðluna og var hissa á því að hafa ekki mátt taka hana með í handfarangur. Neytendur 17. febrúar 2025 15:53
Norah Jones með sumartónleika í Hörpu Grammy-verðlaunahafinn margfaldi Norah Jones heldur tónleika í Eldborgarsal Hörpu fimmtudaginn 3. júlí. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Tónleik ehf. Lífið 17. febrúar 2025 12:09
Bryan Adams til Íslands Kanadíski tónlistarmaðurinn Bryan Adams er á leiðinni til Íslands og heldur Bare Bones tónleikana sína í Eldborg Hörpu 21. apríl. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Senu. Adams endurnýjar kynni sín við Ísland en hann hefur áður komið fram hér á landi. Nú kemur hann fram ásamt píanóleikara. Lífið 17. febrúar 2025 10:07
Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Jónas Sen skrifar um tónleika Lögreglukórsins og Sniglabandsins sem héldu upp á sameiginlegt afmæli í Silfurbergi í Hörpu föstudaginn 14. febrúar. Gagnrýni 17. febrúar 2025 07:02
„Ég sá fyrir mér að ég myndi deyja langt fyrir aldur fram“ „Fyrir mér var aðgerðin ákveðið „reset.“ Mér finnst ég hafa fengið að byrja upp á nýtt,“ segir Íris Hólm Jónsdóttir söngkona en líf hennar tók stakkaskiptum árið 2021 þegar hún gekkst undir magaermisaðgerð. Ákvörðunin var stór, en ekki erfið. Íris greindist á sínum tíma með jaðarpersónuleikaröskun og geðhvörf. Aðgerðin tók að hennar sögn ekki einungis álagið af líkamanum- heldur einnig sálinni. Lífið 17. febrúar 2025 07:01
Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Júlí Heiðar og Dísa með lagið Eldur, Bjarni Ara með lagið Aðeins lengur og Tinna með lagið Þrá komust áfram í úrslit Söngvakeppni sjónvarpsins. Úrslitakvöldið er eftir viku, þann 22. febrúar. Lífið 15. febrúar 2025 21:18
Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Bjartar sveiflur er einhver athyglisverðasta og skemmtilegasta hljómsveit landsins. Hún heldur árlega svokallað „Prom-ball“ og var barist um miðar á ballið sem verður í kvöld. Lífið 14. febrúar 2025 13:46
„Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Steinunn Ása Þorvaldsdóttir, sjónvarpskona úr þáttunum Með okkar augum hefur lengi barist fyrir réttindum fólks með fötlun. Árið 2022 sagði hún frá því ofbeldi og misrétti sem hún var beitt og nú tekur hún þátt í söngvakeppninni og hvetur fólk í sömu stöðu til að rísa upp og segja frá. Lífið 14. febrúar 2025 10:49
Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Oddviti Vinstri grænna grínaðist með það á þriðjudag að oddvitar flokkanna sem nú standa í meirihlutaviðræðum í Reykjavík væru kryddpíur, en ekki valkyrjur. Vísaði hún þar annars vegar til frægrar enskrar popphljómsveitar og hins vegar til oddvitanna í ríkisstjórn. Lífið 13. febrúar 2025 07:03
Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti „Ég var í fjarsambandi og var hrædd um að sofna vegna þeirrar yfirvofandi staðreyndar að um leið og ég myndi vakna yrði komið að kveðjustund,“ segir tónlistarkonan Róshildur. Hún var að senda frá sér lagið Tími, ekki líða og framleiddi sjálf samhliða því tónlistarmyndband. Blaðamaður ræddi við hana um verkefnið. Tónlist 12. febrúar 2025 11:32
Friðrik Ómar og Hera skilja ekkert í úrslitunum Birgitta Ólafsdóttir, betur þekkt sem Birgó, segir að skilaboðunum hafi rignt yfir hana í kjölfar þess að hún komst ekki áfram í úrslit Söngvakeppninnar síðastliðinn laugardag. Fjölmargir lýsa yfir furðu vegna málsins, meðal annars Friðrik Ómar og Hera Björk. Lífið 10. febrúar 2025 13:55
Drake fékk það óþvegið í hálfleikssýningu Kendrick Lamar Bandaríski rapparinn Kendrick Lamar átti sviðið í hálfleik Ofurskálarinnar í nótt. Beðið var eftir komu hans með mikilli eftirvæntingu og kynnti stórleikarinn Samuel L. Jackson hann svo á svið í hlutverki bandaríska erkifrændans Sam. Lífið 10. febrúar 2025 10:16