Tónlist

Tónlist

Fréttir af innlendum og erlendum tónlistarmönnum, uppákomum og myndböndum.

Fréttamynd

Miðar á Kaleo endurseldir á marg­földu verði

Framkvæmdastjóri Tix segir miða á tónleika Kaleo í mánuðinum vera til endursölu á talsvert upphækkuðu verði og greinilegt að þeir hafi verið keyptir í því skyni. Hún segir það ekki sanngjarnt gagnvart listamönnunum og að fyrirtækið áskili sér rétt á að ógilda miðana.

Lífið

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag?

„Þetta deyr aldrei, neitar að deyja!“ segir Mollý Jökulsdóttir um lagið Tik Tok skinka, sem varð gríðarlega vinsælt á netinu fyrir fimmtán árum síðan þegar tónlistarmyndband við lagið var sett á Youtube, en þá var Mollý í tíunda bekk í Varmárskóla í Mosfellsbæ.

Lífið
Fréttamynd

Bubbi gerir sögu­legan samning um eigin líkindi til allrar fram­tíðar

Bubbi Morthens hefur fyrstur íslenskra listamanna gert sögulegan samning við Öldu Music. Fyrirtækið eignast allt höfundarverk Bubba frá 1980 og réttinn til að nýta nafn hans og líkindi hans til allrar framtíðar eftir að hann fellur frá. Bubbi segist hæstánægður, mikið óveður sé í aðsigi í tónlistarbransanum.

Innlent
Fréttamynd

List­nám er lífs­björg – opið bréf til ráð­herra mennta, fé­lags og heil­brigðis­mála, til stuðnings Söng­skóla Sigurðar Demetz

Þessar línur eru ritaðar til stuðnings kennara, nemenda og starfsfólks Söngskóla Sigurðar Demetz. Ég útskrifaðist þaðan með burtfararpróf vorið 2023 og á skólinn ásamt nemendum og kennurum, því sérstakan stað í hjarta minu. Þar fékk ég nefnilega að rækta hæfileika mína og stunda söngnám á mínum forsendum, en ég glimi við lögblindu og er með hreyfihömlun. 

Skoðun
Fréttamynd

Purrkur Pillnikk spilar á Innipúkanum

Innipúkinn fer venju samkvæmt fram í Reykjavík um verslunarmannahelgina. Einvala lið tónlistarmanna kemur fram á hátíðinni, meðal annars Ragga Gísla og Hipsumhaps, Sigga Beinteins og Babies flokkurinn, Ásdís, Birnir, Bríet, Floni og Mugison. 

Lífið
Fréttamynd

„Þú gerir heiminn að betri stað“

Grammy-verðlaunahafinn og tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir sendi kærastanum sínum, Charlie Christie, stutta en afar einlæga kveðju á Instagram í tilefni afmælis hans í gær.

Lífið
Fréttamynd

Stálu senunni í París

Menningarhöfuðborgin París iðar af tískulífi um þessar mundir og stærstu stjörnur heims láta sig ekki vanta á sjóðheitar sýningar tískurisa á borð við Louis Vuitton. 

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Ástin kviknaði á Humarhátíð

Söngkonan og Eurovision farinn Diljá Pétursdóttir fagnar tímamótum í dag þar sem hún og kærasti hennar Róbert Andri Drzymkowski hafa verið ástfangin í akkúrat tvö ár.

Lífið
Fréttamynd

Ragga Gísla og Hips­um­haps á Innipúkanum sem færir sig um set

Ragga Gísla og Hipsumhapps snúa bökum saman og koma fram í sameiningu í fyrsta sinn á tónlistarhátíðinni Innipúkanum í Reykjavík um verslunarmannahelgina, 1. til 3. ágúst. Hátíðin flytur sig nú um set og verður haldinn í Austurbæjarbíó í stað Ingólfsstrætis þar sem hátíðin hefur verið haldin síðustu ár.

Lífið
Fréttamynd

Væb fara í tón­leika­ferð um Evrópu

Bræðurnir í hljómsveitinni Væb hafa tilkynnt um tónleikaferðalag um Evrópu í febrúar og mars á næsta ári. Tónleikaferðin hefst í Þrándheimi í Noregi 20. febrúar 2026.

Lífið
Fréttamynd

Quarashi aftur á svið

Íslenska hljómsveitin Quarashi stígur á svið á tónlistarhátíðinni Lopapeysan sem fer fram fyrstu helgina í júlí á Akranesi. Sveitin starfaði í átta ár og lagði upp laupana árið 2004.

Lífið
Fréttamynd

Mikil stemning á Íslandshátíð í Tívólí í Kaup­manna­höfn

Haldið var upp á þjóðhátíðardag Íslendinga í gær í Tívólíinu í Kaupmannahöfn fjórða árið í röð. Fjöldi íslenskra tónlistarmanna kom fram á hátíðinni auk þess sem hægt var að fá andlitsmálningu og kaupa ýmsan varning á markaði sem stóð yfir allan daginn.

Lífið
Fréttamynd

Merktur LXS skvísunum fyrir lífs­tíð

„Eins og LXS stelpurnar að ganga frá ykkur,“ syngur rapparinn Birnir í laginu LXS sem er með vinsælustu lögum landsins um þessar mundir. Þar vísar hann í raunveruleikastjörnu- og ofurskvísuhópinn LXS sem eru góðar vinkonur kappans en vináttan var innsigluð með húðflúri síðastliðinn mánudag. 

Lífið
Fréttamynd

Mos Def stað­festur og unnið að fleiri tón­leikum í stað Lóu

Enn er unnið að því að finna nýjar dagsetningar fyrir listamenn sem áttu að koma fram á tónlistarhátíðinni Lóu næstu helgi. Tilkynnt var í gær að hátíðinni hafi verið aflýst. Búið er að staðfesta að (Mos Def) eða Yasiin Bey komi fram á Íslandi þann 9. maí á næsta ári í staðinn.

Lífið
Fréttamynd

Veðrið setti strik í reikninginn en Lóa öðlast fram­halds­líf

Tónlistarhátíðinni Lóu sem átti að fara fram um helgina í Laugardal hefur verið aflýst. Einn af skipuleggjendum Lóu segir slæmt veður í byrjun júní og ófyrirséðan kostnað hafa sett strik í reikninginn en hátíðin öðlast þó framhaldslíf í formi minni viðburða á næsta ári.

Innlent