Svíar hrifnir af íslenskri hönnun Linda segist hafa orðið mikið vör við það að Svíar hafi áhuga á íslenskri hönnun. Þeir eigi þó oft erfitt með að nálgast hana og fékk Linda því hugmyndina að síðunni. Tíska og hönnun 15. október 2012 10:50
Finndu drauma brúðarkjólinn á netinu Hvað sem hann má kosta og hvaða stíl sem þú aðhyllist þá geturðu fundið drauma brúðarkjólinn á netinu - og sleppur við allt búðarrápið. Flestar erlendar heimasíður sem selja brúðarkjóla bjóða upp á sérsaum. Fáðu vinkonu til að hjálpa þér með málin, finndu kjól drauma þinna og hann verður komin til þín áður en þú veist af. Í meðfylgjandi myndasafni má sjá brot af því sem er í boði... Tíska og hönnun 15. október 2012 10:24
Best klæddu konur vikunnar Þrátt fyrir að hitinn fari lækkandi í Hollywood um þessar mundir rétt eins og hér heima þá virðast stjörnurnar enn klæða sig eins og um hásumar sé að ræða, nema Kate Middleton. Tíska og hönnun 15. október 2012 00:01
Peysustríð! Appelsínugular og æðislegar Leikkonurnar Jessica Biel og Halle Berry þora að sýna smá lit. Tíska og hönnun 15. október 2012 00:01
Hártískuslys! Hvað voru þær að hugsa? Hárhnútar eru það heitasta í Hollywood um þessar mundir en þessar píur misskildu trendið gjörsamlega. Tíska og hönnun 14. október 2012 00:01
Óléttar í himinháum hælum Skvísurnar í Hollywood láta óléttuna ekki stöðva sig í að vera í himinháum hælaskóm sem kosta morðfjár. Tíska og hönnun 14. október 2012 00:01
Buxnabombur! Hvor er flottari? Leikkonurnar íðilfögru Jessica Alba og Michelle Williams eru ávallt smart til fara. Tíska og hönnun 13. október 2012 00:01
Goðsagnakenndar greiðslur Hár skiptir miklu máli í Hollywood. Sumar frægustu konur heims hafa náð þeim merka áfanga að vera með goðsagnakennda greiðslu ef svo má segja. Tíska og hönnun 12. október 2012 19:00
Poppstjarna í gegnsæjum kjól Stórstjarnan hún Kylie Minogue kann svo sannarlega að gera allt vitlaust á rauða dreglinum en hún mætti í gegnsæjum kjól á frumsýningu kvikmyndarinnar Holy Motors á kvikmyndahátíðinni í New York í gær. Minogue hefur aldrei verið feimin við að sýna línurnar og var engin undandtekning þar á í gær. Tíska og hönnun 12. október 2012 11:00
Saga til næsta bæjar á enda Sýning sem tengist íslenskri hönnun. Tíska og hönnun 12. október 2012 10:57
Glæsilegt blað hjá Þórunni Högna NUDE HOME er komið út en um er að ræða nýtt tímarit um heimili, hönnun, mat og vín. Blaðið er gefið út af Origami ehf. sem er útgáfufyrirtæki NUDE magazine sem komið hefur út frá árinu 2010. Þetta fyrsta tölublað af NUDE HOME er 154 síður að stærð. Ritstjóri blaðsins er Þórunn Högnadóttir, stílisti og blaðamaður, sem er fyrrverandi ritstjóri sjónvarpsþáttarins Innlit/Útlit. Tíska og hönnun 12. október 2012 10:30
Kíkt í heimsókn til Lóu Pind Fréttakonan Lóa Pind fréttakona býr í fallegu, skandinavísku húsi í Góugötu í litla Skerjafirði í Reykjavík ásamt eiginmanni og tveimur sonum. Lóa leggur mikla áherslu á að heimilið sé þægilegt og vill sem minnst af styttum og öðrum fínum hlutum í kringum sig. Sjónvarpsmaðurinn Sindri Sindrason heimsækir Lóu í þættinum Heimsókn sem er í opinni dagskrá strax að loknum kvöldfréttum á Stöð 2 annað kvöld. Tíska og hönnun 12. október 2012 10:00
Eldgamlar módelmyndir af Victoriu Beckham Kryddpían Victoria Beckham er með smartari konum í heiminum. En hún lenti samt líka í þeirri hræðilegu tísku sem var boðið upp á snemma á tíunda áratugnum eins og sést á þessum gömlu myndum sem teknar voru árið 1992. Tíska og hönnun 11. október 2012 20:00
Allt um hár í einni bók Theodóra Mjöll Skúladóttir Jack miðlar visku sinni um hár og hárumhirðu í bókinni Hárið. Þar er að finna yfir 70 uppskriftir að hárgreiðslum en ljósmyndarinn Saga Sig sá um myndskreytingar. Tíska og hönnun 11. október 2012 00:00
Klæddu þig eins og Taylor Swift Athygli vakti að Taylor Swift var ekki jafn kvenleg til fara og oft áður þegar sást til hennar í London í vikunni. Söngkonan sem er þekkt fyrir sinn dömulega stíl var klæddi í húðlitaðar þröngar buxur, sléttbotna skó og köflótta skyrtu. Við dressið bar hún klassíska fallega tösku úr brúnu leðri en nýji stíllinn fór henni óneitanlega vel. Tíska og hönnun 9. október 2012 11:57
Kjóllinn entist ekki kvöldið Söngkonan og X Factor dómarinn Nicole Scherzinger stal senunni svo um munaði á rauða dreglinum fyrir eitt af mörgum úrslitakvöldum X Factor í London um helgina í mjög svo stuttum, gylltum kjól. Stundum borgar sig þó líklega að velja þægindi fram yfir útlitið því kjóll þokkagyðjunnar entist ekki út kvöldið en eins og sjá má á meðfylgjandi myndum þá þurfti Scherzinger að halda kjólnum uppi þar sem rennilásinn hafði gefið sig. Tíska og hönnun 8. október 2012 10:22
Ber að ofan fyrir Esquire Tímaritið Esquire hefur kosið leikkonuna Milu Kunis kynþokkafyllstu konu heims. Hún prýðir forsíðu nóvemberheftis tímaritsins í sexí stellingu. Tíska og hönnun 8. október 2012 00:01
Svona á að mæta á svæðið! Glamúrgyðjan Kim Kardashian kann svo sannarlega að vekja athygli. Hún mætti á hótelið sitt í Miami í rauðum síðkjól og engum brjóstahaldara svo tekið var eftir. Tíska og hönnun 7. október 2012 13:00
Kjólastríð! Sjóðheitir spéfuglar Hnyttnu leikkonurnar Aubrey Plaza og Leslie Mann eru báðar stórglæsilegar í þessum litríka kjól frá Rodarte. Tíska og hönnun 7. október 2012 12:00
Best klæddu stjörnur vikunnar Það er ekki að sjá að haustið sé komið miðað við myndirnar af best klæddu stjörnum vikunnar en það voru þær Olivia Palermo, Kim Kardashian, Anna Kendrick, Taylor Swift og Karlie Kloss sem þóttu bera af. Tíska og hönnun 6. október 2012 08:00
Steldu götustílnum Það er komin helgi og eflaust margir sem ætla að kíkja aðeins í búðir og skoða hausttískuna. Í meðfylgjandi myndasafni má fá smá innblástur af flottum fatnaði fyrir helgina eða bara haustið eins og það leggur sig en myndirnar eru meðal annars teknar á götum New York. Tíska og hönnun 5. október 2012 13:44
Eru Twiggy augnhár það nýjasta? Glee leikkonan Dianna Agron vakti verðskuldaða athygli á Miu Miu vor og sumar tískusýningunni á dögunum enda var hún eins og klippt út úr sjöunda áratugnum. Leikkonan klæddist fagurbláum kjól og var förðuð í anda Twiggy en stór og mikil augnhár hafa verið mjög áberandi undanfarið og verða það áfram í vetur. Spurning hvort Twiggy stíllinn málið! Tíska og hönnun 5. október 2012 12:35
Tískan að hausti … Haustið er komið í allri sinni dásamlegu dýrð og dulúð. Að því tilefni fékk Lífið fagfólk með meiru til að setja saman það heitasta í tísku, hári og förðun. Tíska og hönnun 5. október 2012 11:30
Alveg með'etta í París Leikkonurnar Emma Stone, Dianna Agron, Amanda Seyfried og Chloe Sevigny stálu senunni þegar Miu Miu kynnti vor- og sumarlínuna á tískuvikunni í París í gær. Tíska og hönnun 4. október 2012 19:00
Með regnhlíf í stíl við varalitinn Leikkonan Emma Stone var stórglæsileg þegar hún mætti á vor og sumar tískusýningu Miu Miu í París í vikunni. Stone var mjög klassísk til fara en kryddaði hressilega upp á útlitið með kynþokkafullum krullum og rauðum varalit. Athygli vakt að regnhlíf leikkonunnar var í stíl við varalitinn Tíska og hönnun 4. október 2012 16:15
Greiddu þér eins og súpermódel New York, London, Mílanó, París - hér má sjá fimmtán frábærar hugmyndir af einföldum en flottum greiðslum beint af tískupöllunum víðs vegar um heim. Þrátt fyrir að tískuvikurnar undanfarið hafi snúist um vor og sumartísku næsta árs er alltaf gaman að tileinka sér eitthvað nýtt af pöllunum. Mikill þokki hefur verið í hárgreiðslunum og margar þeirra eru auðveldar í framkvæmd. Láttu reyna á það... Tíska og hönnun 4. október 2012 14:00
Svona klæða módelin sig Meðfylgjandi myndir sýna fyrirsætur á förnum vegi á götum stórborganna New York, London, Míllanó og Parísar undanfarnar vikur á milli þess sem þær sýndu hátískuna á tískuvikum. Það vekur athygli að flestar velja þær sér flatbotna og þægilega skó og fatnað úr þæginlegum efnum til að klæðast á milli verkefna. Tíska og hönnun 4. október 2012 11:36
Mat og tísku tvinnað saman Ágústa Margrét Arnardóttir hönnuður stendur fyrir viðburðinum Fashion with Flavor sem fram fer á Grand hóteli um helgina. Hugmyndin að baki viðburðinum er að sýna fullnýtingu íslenskra hráefna á einstakan hátt. Tíska og hönnun 4. október 2012 00:01
Með mömmu á fremsta bekk á tískusýningu Það þarf líklega enga sérfræðinga til að átta sig á því að Emme Maribel, dóttir Jennifer Lopez stefnir í að verða svolítil díva eins og mamma. Kannski ekki nema von þar sem hún er nú þegar búin að stíga sín fyrstu skref í tískubransanum með því að landa verkefni hjá Gucci. Tíska og hönnun 3. október 2012 14:00
Steldu stílnum Leikkonan Rachel Bilson er með frekar afslappaðan og klassískan fatastíl miðað við margar Hollywoodstjörnur en einmitt það gerir hana svo ekta og yndislega. Auðvelt er að tileinka sér stíl leikkonunnar en í meðfylgjandi myndasafni má fá hugmyndir að svipuðum flíkum og hún klæddist í Soho í gær þegar hún fór að versla með vinkonu sinni. Tíska og hönnun 3. október 2012 13:41