
Forsætisráðherra fer fyrir sendinefnd Íslands á fundi kvennanefndar SÞ
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og aðrir norrænir ráðherrar jafnréttismála á Norðurlöndunum afhentu Phumzile Mlambo-Ngcuka framkvæmdastjóra UN Women viljayfirlýsingu um að leggja áherslu á árangur í jafnréttismálum við innleiðingu heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Viljayfirlýsingin var afhent við upphaf 63. fundar kvennanefndarinnar SÞ í New York í gær.