Íslendingar í lið með FAO gegn ólöglegum fiskveiðum Heimsljós kynnir 21. febrúar 2019 09:15 „Samstarfið lagar sig einkar vel að pólitískri stefnu Íslands í alþjóðamálum með ríkum áherslum á málefni hafsins. Það gefur okkur tækifæri til að nýta íslenska þekkingu í stórum alþjóðlegum verkefnum. Og bæði íslensk fyrirtæki og íslenskir sérfræðingar fá tækifæri til að leggja sitt af mörkum sem er fagnaðarefni,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra um nýjan samstarfssamning ráðuneytisins við Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna, FAO. Að sögn utanríkisráðherera lýtur verkefnið að baráttunni gegn ólöglegum fiskveiðum, rusli í höfum og öðrum þáttum sem snúa að svonefndum „bláum vexti“. Hann segir samvinnuverkefnið hafa verið í undirbúningi frá því á síðasta ári og það feli bæði í sér bein fjárframlög og framboð á íslenskri sérfræðiþekkingu. Heildarvirði samkomulagsins nálgast tvær milljónir Bandaríkjadala á fjórum árum, sem skiptist nokkuð jafnt á milli beinna framlaga og framlaga í formi sérfræðiaðstoðar.Þrír meginþættir samkomulagsinsÞrír meginþættir hafa verið greindir þar sem framlög Íslands koma til með að nýtast vel. Í fyrsta lagi er um að ræða baráttuna gegn ólöglegum fiskveiðum, hnattrænt verkefni sem þegar er í gangi undir samheitinu ,,Illegal, unreported, and unregulated fisheries” (IUU). Verkþættir innan þessa stóra verkefnis hafa verið skilgreindir þar sem aðstoð Íslands er talin koma að mestum notum, ekki síst fyrir smáeyjaríki (Small Island Development States, SIDS) og önnur þróunarríki sem vilja taka fullan þátt í baráttu gegn ólöglegum veiðum. Þar er sérstaklega átt við innleiðingu alþjóðlegs samnings hafnríkja um aðgerðir til að fyrirbyggja, hindra og uppræta ólöglegar, ótilkynntar og eftirlitslausar veiðar (PSMA). Þann samning hefur Ísland staðfest, en þar kveður meðal annars á um að þróuð ríki veiti þróunarlöndum aðstoð við að uppfylla kröfur samningsins. Innan þessa fellur að sögn Guðlaugs Þórs augljóslega áhersla Íslands um stuðning við smáeyjaríki (Small Island Development States, SIDS). Í öðru lagi er um að ræða aðgerðir gegn rusli í höfum, sérstaklega plasti og glötuðum veiðafærum, drauganetum (Abandoned, lost and otherwise discarded fishing gear, ALDFG). FAO hefur þegar kynnt verkefni sem eru í vændum á þessu sviði. Sérfræðiaðstoð frá Íslandi getur nýst í þeim. Í þriðja lagi er um að ræða fjölþjóðlegan sjóð innan FAO (Multipartner Programme Support Mechanism, FMM) þar sem ein stoðin nefnist ,,Blue growth”. FAO hefur ítrekað óskað eftir þátttöku Íslands í FMM og nú hefur verið heimilað að ,,Blue growth” stoðin geti nýtt sér sérfræðiaðstoð frá Íslandi innan ramma samkomulagsins. FMM hefur notið stuðnings Svía, Belga, Svisslendinga og Hollendinga undanfarin áratug og hefur nýlega gengið í gegnum endurskoðun. „Komi fram óskir um sérfræðiaðstoð vegna ,,Blue growth” verður hægt að meta þær hverju sinni,“ segir utanríkisráðherra. Samningur um samstarf og framlög Íslands í baráttunni gegn ólöglegum fiskveiðum hefur þegar verið undirritaður og innan tíðar verður skrifað undir heildstætt samkomulag Íslands og FAO um alla ofangreinda þætti. Því er við að bæta að þau verkefni sem til stendur að styðja laga sig vel að þeim áherslum sem fram koma í samstarfi Íslands og Alþjóðabankans, ProBlue. Stefán Jón Hafstein fastafulltrúi Íslands í Róm hefur unnið að undirbúningi þessa samstarfs að undanförnu og notið ráðgjafar Ara Guðmundssonar fyrrverandi starfsmanns fiskideildar FAO.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent
„Samstarfið lagar sig einkar vel að pólitískri stefnu Íslands í alþjóðamálum með ríkum áherslum á málefni hafsins. Það gefur okkur tækifæri til að nýta íslenska þekkingu í stórum alþjóðlegum verkefnum. Og bæði íslensk fyrirtæki og íslenskir sérfræðingar fá tækifæri til að leggja sitt af mörkum sem er fagnaðarefni,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra um nýjan samstarfssamning ráðuneytisins við Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna, FAO. Að sögn utanríkisráðherera lýtur verkefnið að baráttunni gegn ólöglegum fiskveiðum, rusli í höfum og öðrum þáttum sem snúa að svonefndum „bláum vexti“. Hann segir samvinnuverkefnið hafa verið í undirbúningi frá því á síðasta ári og það feli bæði í sér bein fjárframlög og framboð á íslenskri sérfræðiþekkingu. Heildarvirði samkomulagsins nálgast tvær milljónir Bandaríkjadala á fjórum árum, sem skiptist nokkuð jafnt á milli beinna framlaga og framlaga í formi sérfræðiaðstoðar.Þrír meginþættir samkomulagsinsÞrír meginþættir hafa verið greindir þar sem framlög Íslands koma til með að nýtast vel. Í fyrsta lagi er um að ræða baráttuna gegn ólöglegum fiskveiðum, hnattrænt verkefni sem þegar er í gangi undir samheitinu ,,Illegal, unreported, and unregulated fisheries” (IUU). Verkþættir innan þessa stóra verkefnis hafa verið skilgreindir þar sem aðstoð Íslands er talin koma að mestum notum, ekki síst fyrir smáeyjaríki (Small Island Development States, SIDS) og önnur þróunarríki sem vilja taka fullan þátt í baráttu gegn ólöglegum veiðum. Þar er sérstaklega átt við innleiðingu alþjóðlegs samnings hafnríkja um aðgerðir til að fyrirbyggja, hindra og uppræta ólöglegar, ótilkynntar og eftirlitslausar veiðar (PSMA). Þann samning hefur Ísland staðfest, en þar kveður meðal annars á um að þróuð ríki veiti þróunarlöndum aðstoð við að uppfylla kröfur samningsins. Innan þessa fellur að sögn Guðlaugs Þórs augljóslega áhersla Íslands um stuðning við smáeyjaríki (Small Island Development States, SIDS). Í öðru lagi er um að ræða aðgerðir gegn rusli í höfum, sérstaklega plasti og glötuðum veiðafærum, drauganetum (Abandoned, lost and otherwise discarded fishing gear, ALDFG). FAO hefur þegar kynnt verkefni sem eru í vændum á þessu sviði. Sérfræðiaðstoð frá Íslandi getur nýst í þeim. Í þriðja lagi er um að ræða fjölþjóðlegan sjóð innan FAO (Multipartner Programme Support Mechanism, FMM) þar sem ein stoðin nefnist ,,Blue growth”. FAO hefur ítrekað óskað eftir þátttöku Íslands í FMM og nú hefur verið heimilað að ,,Blue growth” stoðin geti nýtt sér sérfræðiaðstoð frá Íslandi innan ramma samkomulagsins. FMM hefur notið stuðnings Svía, Belga, Svisslendinga og Hollendinga undanfarin áratug og hefur nýlega gengið í gegnum endurskoðun. „Komi fram óskir um sérfræðiaðstoð vegna ,,Blue growth” verður hægt að meta þær hverju sinni,“ segir utanríkisráðherra. Samningur um samstarf og framlög Íslands í baráttunni gegn ólöglegum fiskveiðum hefur þegar verið undirritaður og innan tíðar verður skrifað undir heildstætt samkomulag Íslands og FAO um alla ofangreinda þætti. Því er við að bæta að þau verkefni sem til stendur að styðja laga sig vel að þeim áherslum sem fram koma í samstarfi Íslands og Alþjóðabankans, ProBlue. Stefán Jón Hafstein fastafulltrúi Íslands í Róm hefur unnið að undirbúningi þessa samstarfs að undanförnu og notið ráðgjafar Ara Guðmundssonar fyrrverandi starfsmanns fiskideildar FAO.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent