Subway-deild kvenna
Leikirnir
„Eðlilegt að þær skíti aðeins í heyið“
Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var að vonum ánægður eftir sigur síns liðs gegn Haukum í 8-liða úrslitum Subway-deildar kvenna. Staðan í einvígi Stjörnunnar og Hauka nú 1-1 en vinna þarf þrjá leiki til að komast í undanúrslit. Arnar talaði aðallega um vonda kaflann hjá liðinu sem kom undir lokin þegar Haukar pressuðu af miklum krafti.
Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Haukar 79-70 | Ungt lið Stjörnunnar jafnaði metin
Ungt lið Stjörnunnar jafnaði metin gegn Haukum í einvígi liðanna í úrslitakeppni Subway-deildar kvenna í körfubolta. Staðan í einvíginu 1-1 og allt undir.
„Héldum okkur inni í leiknum og lokuðum þessu í fjórða“
Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, hafði ýmislegt við leik sinna kvenna að athuga í kvöld en var engu að síður stoltur af því hversu sterkar þær voru á svellinu þegar á reyndi og lokuðu leiknum en lokatölur á Akureyri urðu 85-101.
„Ekki uppleggið að fá á sig hundrað stig“
Daníel Andri Halldórsson, þjálfari Þórs Akureyrar, var svekktur með tap sinna kvenna gegn Grindavík í dag í 8-liða úrslitum Subway-deildarinnar í körfubolta en taldi að Þórsarar hefðu einfaldlega tapað gegn liði með meiri breidd að þessu sinni.
Uppgjörið og viðtöl: Þór Ak. - Grindavík 85-101 | Gestirnir einum sigri frá undanúrslitum
Þórsarar tóku á móti Grindavík í því sem var fyrsti heimaleikur félagsins í úrslitakeppni kvenna í körfubolta í efstu deild. Fyrsti leikur liðanna, í Smáranum í Kópavogi, var spennandi og því mátti búast við góðri skemmtun í dag.
„Hefði viljað sjá færri daga á milli leikja og það eru fleiri á sama máli“
Keflavík vann sannfærandi sigur gegn Fjölni í Dalhúsum 69-100. Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, var ánægður með sigurinn og þá staðreynd að liðið er aðeins einum sigri frá því að komast í undanúrslit.
Uppgjörið: Fjölnir - Keflavík 69-100 | Deildarmeistararnir rúlluðu yfir Fjölni
Deildar- og bikarmeistarar Keflavíkur eru einum sigri frá undanúrslitunum eftir að hafa rúllað yfir Fjölni í öðrum leik milli liðanna í átta liða úrslitum Subway deildar kvenna. Keflavík vann 31 stigs sigur 69-100. Uppgjör og viðtöl væntanleg.
„Mæting Grafarvogsbúa var ekki ástæðan fyrir þessu tapi“
Fjölnir fékk skell gegn Keflavík á heimavelli 69-100. Liðið er því lent 0-2 undir í einvíginu gegn Keflavík í átta liða úrslitum Subway deildar kvenna. Hallgrímur Brynjólfsson, þjálfari Fjölnis, var óánægður með annan leikhluta liðsins.
„Vorum vitlausar sérstaklega á varnarhelmingnum“
Rúnar Erlingsson, þjálfari kvennaliðs Njarðvíkur í körfubolta, sagði leikmenn sína hafa spilað illa lungann úr leiknum þegar lið hans laut í lægra haldi fyrir Val í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum Subway-deildarinnar að Hlíðarenda í kvöld.
„Allt annað líf þegar þegar gleðin er við völd“
Hjalti Vilhjálmsson, þjálfari kvennaliðs Vals í körfubolta, var kampakátur með frammistöðu leikmanna sinna þegar liðið lagði Njarðvík að velli í annarri viðureign liðanna í átta liða úrslitum Subway-deildarinnar að Hlíðarenda í kvöld.
Uppgjörið: Valur - Njarðvík 80-77 | Allt annað Valslið sem mætti til leiks gegn Njarðvík í kvöld
Valur sýndi svo sannarlega klærnar þegar liðið fékk Njarðvík í heimsókn í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum Subway-deildar kvenna í körfubolta í kvöld. Eftir spennutrylli náði Valur að innbyrða 80-77 sigur og jafna metin í 1-1 í einvígi liðanna.
„Mikið af mistökum en seinni hálfleikur mikið skárri en fyrri“
Keflavík lagði Fjölni af velli 83-58 í fyrsta leik liðana í úrslitakeppni Subway-deildarinnar í Blue-höllinni í Keflavík í kvöld.
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Stjarnan 80-68 | Keira fór á kostum í sigri Hauka
Haukar unnu fyrsta leikinn gegn Stjörnunni í átta liða úrslitum Subway-deildar kvenna. Stjarnan byrjaði betur en Haukar bitu frá sér og unnu síðustu þrjá leikhlutana.
„Þurfum að tapa færri boltum og taka betri ákvarðanir sóknarlega í næsta leik“
Haukar unnu tólf stiga sigur gegn Stjörnunni 80-68 í fyrsta leik milli liðanna í átta liða úrslitum Subway-deildar kvenna. Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var ekki sáttur með seinni hálfleik Stjörnunnar.
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Fjölnir 86-58 | Meistarakandítarnir byrja af krafti
Deildar- og bikarmeistarar Keflavíkur fóru létt með Fjölni í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum Subway deildar kvenna í körfubolta.
„Hún er líklega ristarbrotin“
Í kvöld var deildarmyrkvi á sólu og það kannski í takt við þann atburð að Valskonur sáu aldrei til sólar í Njarðvík í kvöld, ef frá er talinn fyrsti leikhlutinn.
Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Valur 96-58 | Íslandsmeistararnir sáu aldrei til sólar
Njarðvík tók á móti ríkjandi Íslandsmeisturum Vals í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum Subway deildar kvenna í körfubolta í kvöld. Njarðvík endaði í þriðja sæti en Valskonur unnu B-deildina.
Rodriguez kom Grindavík yfir í einvíginu gegn Þór
Grindavík er komið yfir gegn Þór Akureyri í átta liða úrslitum Subway-deildar kvenna í körfubolta. Grindavík vann sjö stiga sigur, 94-87, þar sem Danielle Rodriguez fór hreinlega á kostum.
Staðfesta að Ólafur Jónas taki við kvennaliðinu
Stjarnan hefur staðfest frétt Vísis frá því í morgun að Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar hafi ráðið Ólaf Jónas Sigurðsson sem þjálfara kvennaliðs Stjörnunnar.
Baldur og Ólafur að taka við Stjörnunni
Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar hefur samkvæmt heimildum Vísis fundið nýja þjálfara fyrir karla- og kvennalið félagsins.
Valur og Fjölnir enda deildarkeppnina á góðum nótum
Tveir leikir fóru fram í B-deild Subway-deildar kvenna í körfubolta. Valur nældi í sigur á Akureyri og Fjölnir lagði botnlið Snæfells.
Arnar Guðjónsson: Aðrir sem sjá um að tilkynna það en ég
Arnar Guðjónsson var eðlilega svekktur með 73-77 tap Stjörnunnar gegn Grindavík. Hann kvaðst fullur tilhlökkunar fyrir úrslitakeppnina en taldi liðið ekki eiga mikinn möguleika á titlinum. Eftir tímabilið lætur hann af störfum, en Arnar vildi ekki uppljóstra hver eftirmaður hans verður.
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Njarðvík 70-69 | Ótrúlegur endir á deildarkeppninni
Deildarmeistarar Keflavíkur komu í veg fyrir að Njarðvík myndi tryggja sér 2. sæti A-deildar Subway-deild kvenna í körfubolta með eins stigs sigri í stórskemmtilegum leik.
„Frábært að vera spila á móti erkifjendunum í hörku leik“
Keflavík lagði nágranna sína í Njarðvík af velli með eins stigs mun í miklum baráttuleik 70-69 í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Heimaliðið er fyrir lifandi löngu búið að tryggja sér toppsæti deildarinnar og deildarmeistaratitilinn á meðan gestirnir lifðu í voninni um að enda í 2. sæti.
Umfjöllun: Stjarnan - Grindavík 73-77 | Gestirnir náðu öðru sætinu
Grindavík sótti 77-73 sigur gegn Stjörnunni úr Garðabænum í síðustu umferð Subway deildar kvenna. Sigurinn og samhliða tap Njarðvíkur fleytti Grindavík upp í 2. sæti deildarinnar. Þær mæta því Þór Akureyri í úrslitakeppninni. Stjarnan var föst í fimmta sætinu fyrir leik og mætir Haukum í úrslitakeppninni.
Hamar/Þór upp í efstu deild á meðan Aþena og KR fara í umspil
Hamar/Þór tryggði sér í kvöld sæti í Subway-deild kvenna á næstu leiktíð með sigri á Ármanni. Aþena og KR mættust í leik sem hefði getað skilað sigurliðinu upp hefði Hamar/Þór tapað sínum leik. Bæði lið fara nú í umspil um sæti í Subway-deildinni ásamt Tindastól og Snæfelli.
Úrslitaleikir 1. deildarinnar í beinni
Stöð 2 Sport mun fylgjast með spennunni í lokaumferð 1. deildar kvenna í körfubolta í kvöld.
Aðeins sá þriðji til að dæma yfir tvö þúsund leiki
Körfuknattleiksdómarinn Kristinn Óskarsson dæmdi nýverið sinn 2000. leik á vegum KKÍ, Körfuknattleikssambands Íslands. Hann er aðeins sá þriðji í sögunni sem nær því.
Umfjöllun og viðtöl: Grindavík-Keflavík 78-61 | Bikarmeistararnir bakaðir í Smáranum
Keflavíkurkonur hafa unnið tvo titla á stuttum tíma og í kvöld heimsóttu deildar- og bikarmeistararnir Grindavíkurkonur í Smárann í fyrsta leik sínum eftir sigurinn í Laugardalshöllinni.
„Við erum ekkert orðnar Íslandsmeistarar þó svo að við vinnum Keflavík einu sinni“
Grindavík vann öruggan 78-59 sigur á Keflavík í Smáranum í kvöld í Subway-deild kvenna en þetta var í fyrsta sinn sem heimakonum tókst að leggja Keflavík í vetur og jafnframt aðeins þriðja tap Keflavíkur á tímabilinu.