„Getum klárlega farið alla leið ef við viljum það“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 13. apríl 2025 21:35 Dagbjört Dögg Karlsdóttir er lykilmaður í liði Vals. vísir/Hulda Margrét Valur sendi Þórsara í sumarfrí í Bónus deild kvenna í kvöld þegar þær höfðu betur með fimm stigum 75-70 og um leið 3-1 í seríu. „Mjög góð og léttir að þurfa ekki að fara aftur norður. Þetta var ekki fallegur sigur en þetta er svona einn af þeim sem að sigur er sigur. Ánægð með sigurinn en margt sem að við hefðum getað gert betur í dag fannst mér“ sagði Dagbjört Dögg Karlsdóttir leikmaður Vals eftir sigurinn í kvöld. Valur byrjaði leikinn af krafti en missti svo svolítið tökin og Þór leiddi leikinn lengi vel. Það var aftur á móti góður endasprettur sem sigldi þessu heim fyrir Val. „Þegar við missum þetta þarna niður þá finnst mér það sérstaklega þarna varnarlega. Við erum að leyfa Maddie að gera alltof mikið þarna í teignum og tókum eitt leikhlé þarna þar sem Jamil bað okkur aðeins um að ýta henni meira út úr teignum og gera þetta aðeins erfðara og þegar við byrjuðum að gera það þá fannst mér við aðeins ná taktinum upp“ „Ég fæ þarna opið skot sem að ég set niður og þetta var svolítið meðbyrinn með okkur þarna þegar ég set þetta skot niður fannst mér. Small saman í vörninni og skotin fóru að detta“ Dagbjört Dögg setti niður mikilvægan þrist þegar langt var liðið inn í fjórða leikhluta sem að jafnaði leikinn og það virtist kveikja í Valsliðinu. „Það kemur alltaf svona „momentum“ með stemningsþristum og svo fannst mér stúkan frábær líka. Öll svona stemning og orka það fleytir okkur ansi langt“ Valur hafði betur í seríunni 3-1 og bíða nú bara eftir að fá að vita hverjir verða mótherjar þeirra í undanúrslitum en hversu langt getur þetta Valslið farið? „Alla leið. Það er ekki spurning. Það er það sama með öll lið í þessari deild. Við sjáum bara að þessi lið sem eru komin áfram þau eru alveg búnar að vera í hörku leikjum fyrir utan kannski Keflavík, þær fóru svona frekar léttilega með Tindastól en það getur allt gerst í þessu og við getum klárlega farið alla leið ef við viljum það“ sagði Dagbjört Dögg að lokum. Valur Bónus-deild kvenna Mest lesið „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Fótbolti Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Myndasyrpa frá súru tapi Íslands í Póllandi Sport Fleiri fréttir Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Myndasyrpa frá súru tapi Íslands í Póllandi Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Dagskráin í dag: Stúkan fer yfir umferðina Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ „Maður verður að telja það sterkt andlega“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Dagskráin í dag: Stúkan fer yfir umferðina Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Sjá meira
„Mjög góð og léttir að þurfa ekki að fara aftur norður. Þetta var ekki fallegur sigur en þetta er svona einn af þeim sem að sigur er sigur. Ánægð með sigurinn en margt sem að við hefðum getað gert betur í dag fannst mér“ sagði Dagbjört Dögg Karlsdóttir leikmaður Vals eftir sigurinn í kvöld. Valur byrjaði leikinn af krafti en missti svo svolítið tökin og Þór leiddi leikinn lengi vel. Það var aftur á móti góður endasprettur sem sigldi þessu heim fyrir Val. „Þegar við missum þetta þarna niður þá finnst mér það sérstaklega þarna varnarlega. Við erum að leyfa Maddie að gera alltof mikið þarna í teignum og tókum eitt leikhlé þarna þar sem Jamil bað okkur aðeins um að ýta henni meira út úr teignum og gera þetta aðeins erfðara og þegar við byrjuðum að gera það þá fannst mér við aðeins ná taktinum upp“ „Ég fæ þarna opið skot sem að ég set niður og þetta var svolítið meðbyrinn með okkur þarna þegar ég set þetta skot niður fannst mér. Small saman í vörninni og skotin fóru að detta“ Dagbjört Dögg setti niður mikilvægan þrist þegar langt var liðið inn í fjórða leikhluta sem að jafnaði leikinn og það virtist kveikja í Valsliðinu. „Það kemur alltaf svona „momentum“ með stemningsþristum og svo fannst mér stúkan frábær líka. Öll svona stemning og orka það fleytir okkur ansi langt“ Valur hafði betur í seríunni 3-1 og bíða nú bara eftir að fá að vita hverjir verða mótherjar þeirra í undanúrslitum en hversu langt getur þetta Valslið farið? „Alla leið. Það er ekki spurning. Það er það sama með öll lið í þessari deild. Við sjáum bara að þessi lið sem eru komin áfram þau eru alveg búnar að vera í hörku leikjum fyrir utan kannski Keflavík, þær fóru svona frekar léttilega með Tindastól en það getur allt gerst í þessu og við getum klárlega farið alla leið ef við viljum það“ sagði Dagbjört Dögg að lokum.
Valur Bónus-deild kvenna Mest lesið „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Fótbolti Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Myndasyrpa frá súru tapi Íslands í Póllandi Sport Fleiri fréttir Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Myndasyrpa frá súru tapi Íslands í Póllandi Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Dagskráin í dag: Stúkan fer yfir umferðina Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ „Maður verður að telja það sterkt andlega“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Dagskráin í dag: Stúkan fer yfir umferðina Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki