„Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Sindri Sverrisson skrifar 20. apríl 2025 10:31 Þóra Kristín Jónsdóttir getur gætt sér á vængjum frá Just wingin' it eftir að hafa verið valin maður leiksins í gærkvöld. Stöð 2 Sport Þóra Kristín Jónsdóttir, fyrirliði Hauka, hefur verið að spila sinn allra besta körfubolta í vetur og var valin leikmaður ársins eftir deildarkeppni Bónus-deildarinnar. Það er engin tilviljun. Eftir að Haukar féllu út í 8-liða úrslitum gegn Stjörnunni fyrir ári síðan setti Þóra sér markmið. Hún var staðráðin í að eiga betra tímabil í ár og það hefur nú þegar skilað sér í deildarmeistaratitli með Haukum og sæti í undanúrslitum eftir 3-2 sigur gegn Grindavík. Haukar byrjuðu svo undanúrslitin á risasigri gegn Val í gær, 101-66. „Ég var frekar vonsvikin með tímabilið í fyrra,“ sagði Þóra þegar hún mætti í settið hjá Herði Unnsteinssyni og sérfræðingum hans í Körfuboltakvöldi beint eftir leik á Ásvöllum í gær. „Ég ákvað um leið og við duttum út í fyrra að mig langaði að gera betur fyrir liðið mitt. Ég fór að lyfta aukalega, drilla með Helenu [Sverrisdóttur sem var einnig í settinu] í sumar og alls konar. Þetta var sitt lítið af hverju því mig langaði heilt yfir að bæta nálgun mína á körfubolta,“ sagði Þóra en viðtalið við hana má sjá hér að neðan. Klippa: Þóra Kristín í setti eftir sigurinn á Val Óhætt er að segja Þóra hafi farið mikinn í gær en hún var með 30 framlagsstig, langflest allra á vellinum. Hún skoraði 19 stig, átti heilar tólf stoðsendingar og tók fjögur fráköst. Hún vill þó ekki gera mikið úr sínum eigin þætti, hvorki í gærkvöld né í allan vetur. „Við mættum tilbúnar í leikinn. Settum pressuna okkar upp strax og það gaf tóninn fyrir leikinn,“ sagði Þóra í gær, ánægð með það hvernig Haukar mættu til leiks eftir að hafa lent 2-0 undir í einvíginu við Grindavík. „Ég held að sú sería öll yfirhöfuð hafi sett tóninn fyrir okkur. Við vissum að við þyrftum að koma tilbúnar í þetta ef við ætluðum að ná góðum úrslitum.“ Eins og fyrr segir var Þóra valin besti leikmaður deildarkeppninnar enda landsliðskonan átt frábær tímabil. „Það er auðvitað gaman að spila vel en það er líka auðveldara að spila vel þegar maður er með góða leikmenn í kringum sig. Ég væri ekkert með þessar stoðsendingar ef að stelpurnar væru ekki að setja skotin sín ofan í. Þetta eru viðurkenningar sem ég fæ en viðurkenningar fyrir liðið líka,“ sagði Þóra og bætti við: „Við erum samheldnar og þekkjum hver aðra vel. Góður kjarni.“ Einvígi Hauka og Vals heldur áfram á Hlíðarenda á þriðjudagskvöld klukkan 19:15. Bónus-deild kvenna Haukar Tengdar fréttir Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Haukar eru komnar 1-0 yfir í einvígi sínu við Val í undanúrslitum Bónus-deildar kvenna í körfubolta en deildarmeistararnir unnu afar sannfærandi sigur, 101-66, þegar liðin áttust við í Ólafssal að Ásvöllum í kvöld. 19. apríl 2025 21:04 Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Sjá meira
Eftir að Haukar féllu út í 8-liða úrslitum gegn Stjörnunni fyrir ári síðan setti Þóra sér markmið. Hún var staðráðin í að eiga betra tímabil í ár og það hefur nú þegar skilað sér í deildarmeistaratitli með Haukum og sæti í undanúrslitum eftir 3-2 sigur gegn Grindavík. Haukar byrjuðu svo undanúrslitin á risasigri gegn Val í gær, 101-66. „Ég var frekar vonsvikin með tímabilið í fyrra,“ sagði Þóra þegar hún mætti í settið hjá Herði Unnsteinssyni og sérfræðingum hans í Körfuboltakvöldi beint eftir leik á Ásvöllum í gær. „Ég ákvað um leið og við duttum út í fyrra að mig langaði að gera betur fyrir liðið mitt. Ég fór að lyfta aukalega, drilla með Helenu [Sverrisdóttur sem var einnig í settinu] í sumar og alls konar. Þetta var sitt lítið af hverju því mig langaði heilt yfir að bæta nálgun mína á körfubolta,“ sagði Þóra en viðtalið við hana má sjá hér að neðan. Klippa: Þóra Kristín í setti eftir sigurinn á Val Óhætt er að segja Þóra hafi farið mikinn í gær en hún var með 30 framlagsstig, langflest allra á vellinum. Hún skoraði 19 stig, átti heilar tólf stoðsendingar og tók fjögur fráköst. Hún vill þó ekki gera mikið úr sínum eigin þætti, hvorki í gærkvöld né í allan vetur. „Við mættum tilbúnar í leikinn. Settum pressuna okkar upp strax og það gaf tóninn fyrir leikinn,“ sagði Þóra í gær, ánægð með það hvernig Haukar mættu til leiks eftir að hafa lent 2-0 undir í einvíginu við Grindavík. „Ég held að sú sería öll yfirhöfuð hafi sett tóninn fyrir okkur. Við vissum að við þyrftum að koma tilbúnar í þetta ef við ætluðum að ná góðum úrslitum.“ Eins og fyrr segir var Þóra valin besti leikmaður deildarkeppninnar enda landsliðskonan átt frábær tímabil. „Það er auðvitað gaman að spila vel en það er líka auðveldara að spila vel þegar maður er með góða leikmenn í kringum sig. Ég væri ekkert með þessar stoðsendingar ef að stelpurnar væru ekki að setja skotin sín ofan í. Þetta eru viðurkenningar sem ég fæ en viðurkenningar fyrir liðið líka,“ sagði Þóra og bætti við: „Við erum samheldnar og þekkjum hver aðra vel. Góður kjarni.“ Einvígi Hauka og Vals heldur áfram á Hlíðarenda á þriðjudagskvöld klukkan 19:15.
Bónus-deild kvenna Haukar Tengdar fréttir Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Haukar eru komnar 1-0 yfir í einvígi sínu við Val í undanúrslitum Bónus-deildar kvenna í körfubolta en deildarmeistararnir unnu afar sannfærandi sigur, 101-66, þegar liðin áttust við í Ólafssal að Ásvöllum í kvöld. 19. apríl 2025 21:04 Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Haukar eru komnar 1-0 yfir í einvígi sínu við Val í undanúrslitum Bónus-deildar kvenna í körfubolta en deildarmeistararnir unnu afar sannfærandi sigur, 101-66, þegar liðin áttust við í Ólafssal að Ásvöllum í kvöld. 19. apríl 2025 21:04
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn