
Grindavík knúði fram oddaleik
Grindvíkingar tryggðu sér í kvöld oddaleik gegn Njarðvík í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar með 81-71 sigri í fjórða leik liðanna í Grindavík. Staðan er jöfn í einvíginu 2-2 og því verða þau að mætast í hreinum úrslitaleik í Njarðvík á fimmtudaginn.